2.9.2009 | 07:29
Viðurkennið að almenningur og ríkið borga EKKI skuldaleiðréttingar
Ein af helstu röksemdum þess að leiðrétta ekki skuldastöðu heimila og fyrirtækja hefur hingað til verið sú að við það sé ríkið og almenningur að borga fyrir "óráðsíufólk" sem tók of mikil lán. Þetta er rangt. Megnið af því sem fólk skuldar var fengið að láni erlendis frá heildsölubönkum. Megnið af því fé hefur verið afskrifað með kennitöluflakki gömlu bankanna. Ríkið stal með neyðarlögunum öllum skuldakröfum á innlenda skuldara í þeim tilgangi að vernda spaifjáreigendur langt umfram allar heimildir í fyrri lögum.
Einnig hefur því verið haldið fram að með því að leiðrétta stöðu skuldara sé verið að mismuna þeim á kostnað þeirra sem "ekki tóku þátt" í lánasukkinu. Það er ekki rétt. Þeir sem ekki tóku lán eru einfaldlega svo lánsamir að hafa ekki verið sviknir af forsendubresti og efnahagsfölsunum. Þeir borga ekkert frekar en aðrir fyrir "skuldapésana". Þeir mega prísa sig sæla að vera ekki í sömu stöðu. Þeirra staða versnar hins vegar til muna ef stór hluti þjóðarinnar verður settur á hausinn. Þau þurfa þeir fyrst að fara að borga fyrir alvöru vegna stóraukins vanda í velferðarkerfinu.
Þá hefur verið nefnt að ef farið verði í flatar leiðréttingar að þá muni auðmenn og aðrir fjársóðar njóta þess líka. Það er hárrétt. Við verðum að gæta jafnræðis og þess vegna verða allir að eiga sama rétt í sambandi við skuldaleiðréttingar. Auðmönnum og öðrum fjársóðum verður hins vegar ekkert bjargað þó þeir fái hlutfallslegar leiðréttingar. Það á fyrir löngu að vera búið að loka þá inni fyrir stórfelld brot á hlutafjárlögum, bankalögum og skattalögum. Frelsi þeirra í dag er með öllu óskiljanlegt.
Það er engin leið að sannfæra þjóðina um að hún eigi að borga þjófnað annarra (Icesave) og eigi auk þess í framhaldinu að horfa á eftir eignum sínum í hendur þeirra sem eru ábyrgir fyrir hruninu!
Ríkið er, óverðskuldað, að verða helsti eigandi íbúðarhúsa og í skjóli þess er ennþá sú hugsun að það eigi að handvelja þá sem bjarga á og þá sem á að láta fara á hausinn.
Ég tel að hinn almenni skuldari eigi nákvæmlega sama hlutfallslega rétt á skuldaniðurfellingu og Mogginn fékk á sínum tíma. Þar var talað um 3 milljarða. Hér er nefnilega fordæmisgefandi sérmeðferð.
Það er krafa almennings að fyllsta jafnræðis verði gætt og að stjórnvöld grípi til almennra, sanngjarnra, réttlátra og gegnsærra skuldaleiðréttinga og hætti að ljúga því blákalt að þeir séu að borga eitthvað þegar í versta falli er um að ræða að skila örlitlum hluta þýfis til baka.
Ekkert hefur verið útilokað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:41 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson