ÓLAFUR RAGNAR: Ég krefst þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál!

Nú eru Steingrímur og Jóhanna búin að tryggja okkur gamlingjunum (50+) ömurlega fátækt, líklega til ÆVILOKA!

Það er líklega best að fara týna ofan í ferðatöskur og fara að hypja sig.

Frá þessum ömurlegu ríkisábyrgðarlögum er bara eitt sem getur forðað okkur frá þessu og það er forsetinn. Því miður eru nánast engar líkur á öðru en að hann staðfesti þessi lög. Þetta er jú hans ríkisstjórn.

Hann má samt vita að nú er risa stór gjá milli þings og þjóðar og þess vegna rétt að leggja þetta undir þjóðaratkvæði.

Það eru ekki gild rök að þjóðin viti ekkert um þetta mál og að tíminn sé of naumur.


mbl.is Icesave-frumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, auðvitað neitar Ólafur Ragnar að skrifa undir. Auðvitað er hann fullkomlega samkvæmur sjálfum sér og harðneitar að skrifa undir og vísar málinu þar með til þjóðarinnar. Það hlýtur að vera, þetta mál er jú mun umdeildara en fjölmiðlafrumvarpið, þar sem hann af fullkomnu hlutleysi vísaði málinu til þjóðaratkvæðagreiðslu - sem reyndar aldrei varð.

Auðvitað neitar hann að skrifa undir - ekki getum við búist við því að hann sé eitthvað lýðskrumaragerpi?

Ingvar Valgeirsson, 28.8.2009 kl. 15:44

2 Smámynd: Sigurjón

Sæll Haukur.

Mig grunar að það verði ekki falleg saga skrifuð um þetta lið af sagnfræðingum framtíðarinnar...

Sigurjón, 28.8.2009 kl. 18:13

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér er þungt fyrir brjósti, verð að segja það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2009 kl. 09:19

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband