Lántökuæðið er eins og eiturlyfjafíkn

Texti þessarar fréttar er eins og lýsing á fíkli. Lánafíkli. Svo virðist sem Steingrímur titri af eftirvæntingu um að komast í nýtt lánsfé eins og það sé nýtt og gott fix!

Það er öllu til fórnað til að friðþægja útlendinga vegna innlána sem þjóðin á ekki að bera ábyrgð á þótt það hafi verið ábyrgð innistæðutryggingasjóðs sem er á vegum bankanna. Tæmist hann er það bara töff shitt eins og önnur áhætta sem fólk býr við í þessum heimi.

Það að samþykkja Icesave ábyrgðina og fá nýjar grilljónir að láni frá AGS, norðulöndum, rússum, pólverjum og færeyingum er bara ávísun að fresta vandanum á næstu kynslóðir. Það er ekki sanngjarnt gagnvart þeim.

Það þarf að rjúfa vítahringinn og það er líka erfitt, ekkert ósvipað því að hætta á eiturlyfjum. Þar hefur virkað best "cold turkey" þ.e. að hætta strax og hefja nýtt líf.


mbl.is Mál fari á fulla ferð hjá AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

sammála þessu Haukur/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 28.8.2009 kl. 13:22

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

.. og ég sem var að láta hækka heimildina mína O_0

Annars er ég alveg sammála þér Haukur.. og við hefðum átt að gefa skít í skuldir Björgólfana...

Óskar Þorkelsson, 28.8.2009 kl. 14:47

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband