Er Framsóknarflokkurinn einn að verja hagsmuni íslendinga?

Ég hef aldrei kosið Framsóknarflokkinn. Ég tel að Halldór Ásgrímsson sé ásamt Davíð Oddssyni upphafið að mestu efnahagsógæfu íslendinga fyrr og síðar. Þeir handvöldu einkavini til að gefa þeim bankana og ríkisfyrirtækin og það er helsta orsök hins séríslenska efnahagshruns. Þetta á eftir að staðfestast ef nokkurt einasta vit er í rannsóknarnefndum og sérstökum saksóknurum.

Ég sendi Framsóknarflokknum tillögur fyrir síðustu kosningar um að leiðrétta þyrfti skuldir heimila og fyrirtækja og þeir gerðu þetta að kosningamáli mér til mikillar ánægju. Auðvitað voru fleiri búnir að ræða þetta mál. Samt kaus ég þá ekki, taldi Sigmund Davíð tengjast of mikið auðmönnum. Síðan hefur álit mitt breyst og formaður Framsóknarflokksins vaxið hjá mér í áliti.

Mér finnst hálf aulalegt að horfa upp á það að Framsóknarflokkurinn stendur einn að því að hafa skynsemi til að neita því að borga Icesave. Sem eru jú innlán sem einkafyrirtæki tók við í útlöndum og kemur íslenskum almenningi bara hreint ekkert við. 

Eins og staðan er núna er Framsóknarflokkurinn því einn að standa í alvöru vörð um hagsmuni íslendinga. Sagan mun kenna okkur að það var hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Framsóknarflokkurinn sem kom hruninu af stað heldur Davíð og Halldór í eigin persónum. Án þeirra hefði aldrei farið svona illa.


mbl.is Nýr meirihluti tók völdin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband