7 ár með höfuðið í sandinum eða taka skellinn strax?

Ég héld að flestum sé að verða ljóst að aðeins tvær leiðir eru í núverandi kreppu:

1. Að samþykkja Icesave. Taka nýtt lánasukk fyrir framfærslunni frá AGS, Norðurlöndunum, bretum og hollendingum og rússum og setja hausinn í sand eins og strúturinn í heil sjö ár og vona að vandinn sé bara horfinn að þeim tíma liðnum. Kannski er smá von að ESB afskrifi þessi lán og hirði Ísland í heilu lagi upp í skuldirnar.

2. Viðurkenna núverandi stöðu sem er þjóðargjaldþrot. Hefja uppbyggingu með því að taka ekki lán og vinna okkur upp frá núlli. Þetta þýðir að útflutningstekjur verða aðeins notaðar í nauðþurftir innflutnings eins og heilsu- og olíuvörur. Matarframleiðsla innanlands verði efld og íslendingar læri að lifa án þess að fá allt að láni erlendis frá. Ekki þarf að draga dul á að þetta þýðir sjálfsþurftarbúskap að stórum hluta og því að eiga við fátæktina núna en ekki síðar.

Kostur 2 er mér ekki sérstaklega fráleitur vegna þess að hann krefst þess að þjóðin sýni af sér alvöru manndóm og hætti betli- og undirlægjuhætti gagnvart útlendingum. Þetta þýðir að við afskrifum eignir og skuldir erlendis og fáum yfir okkur tímabundna vandlætingu þess vegna, sem við vitum þó að gleymist fljótt. Hafa ber í huga að hin íslenska þjóð skuldar ekki Icesave og stofnaði ekki til þeirra skuldbindinga heldur örfáir fjárglæframenn með einkabanka. Við þurfum á því að halda að taka djarfa ákvörðun og lyfta um leið siðferði landans og ýta undir alvöru landsframleiðslu en ekki þá sem var pakkfull af erlendri lántöku að stærstum hluta.

Kostur 1 er fyrir þá sem alls ekki geta hugsað sér að slaka lífsgæðum sínum niður eitt augnablik, vilja bara taka stærri lán og eru þess vegna tilbúnir að fresta öllum öðrum eins langt og það kemst... helst til barnabarnanna!

Gaman væri að heyra hvað fólki finnst um þessa spurningu? 


mbl.is Þingfundur boðaður í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Mikið rétt.  Hins vegar vil ég benda á að í öllum þeim þúsundum rannsókna sem farið hafa fram á strútum, er ekki vitað til þess að þeir hafi nokkru sinni grafið hausinn í sand.  Þetta er merkilega lífseig þjóðsaga...

Sigurjón, 20.8.2009 kl. 01:43

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er sammála þér Haukur. Fráleit frestunarhyggja stjórnvalda og þægð við alþjóðasamfélagið þjónar því að koma vandanum yfir á aðra. Þeir vilja forða sér óþægindum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.8.2009 kl. 02:06

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sigurjón Haukur minnist ekki á strúta. Þín ályktun.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.8.2009 kl. 02:07

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það er rétt hjá Sjonna að ég nefni strútinn og veit líka að það er þjóðsaga með að þeir setji hausinn í sandinn. Manni finnst þetta hins vegar góð leið til að lýsa veruleikaflótta. Það væri líklega kominn talsverður sandur í augun á kvikindinu eftir sjö árin í bingnum.

Haukur Nikulásson, 20.8.2009 kl. 07:43

5 Smámynd: Sigurjón

Já, reyndar.

Sigurjón, 21.8.2009 kl. 02:26

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband