19.8.2009 | 18:04
7 ár með höfuðið í sandinum eða taka skellinn strax?
Ég héld að flestum sé að verða ljóst að aðeins tvær leiðir eru í núverandi kreppu:
1. Að samþykkja Icesave. Taka nýtt lánasukk fyrir framfærslunni frá AGS, Norðurlöndunum, bretum og hollendingum og rússum og setja hausinn í sand eins og strúturinn í heil sjö ár og vona að vandinn sé bara horfinn að þeim tíma liðnum. Kannski er smá von að ESB afskrifi þessi lán og hirði Ísland í heilu lagi upp í skuldirnar.
2. Viðurkenna núverandi stöðu sem er þjóðargjaldþrot. Hefja uppbyggingu með því að taka ekki lán og vinna okkur upp frá núlli. Þetta þýðir að útflutningstekjur verða aðeins notaðar í nauðþurftir innflutnings eins og heilsu- og olíuvörur. Matarframleiðsla innanlands verði efld og íslendingar læri að lifa án þess að fá allt að láni erlendis frá. Ekki þarf að draga dul á að þetta þýðir sjálfsþurftarbúskap að stórum hluta og því að eiga við fátæktina núna en ekki síðar.
Kostur 2 er mér ekki sérstaklega fráleitur vegna þess að hann krefst þess að þjóðin sýni af sér alvöru manndóm og hætti betli- og undirlægjuhætti gagnvart útlendingum. Þetta þýðir að við afskrifum eignir og skuldir erlendis og fáum yfir okkur tímabundna vandlætingu þess vegna, sem við vitum þó að gleymist fljótt. Hafa ber í huga að hin íslenska þjóð skuldar ekki Icesave og stofnaði ekki til þeirra skuldbindinga heldur örfáir fjárglæframenn með einkabanka. Við þurfum á því að halda að taka djarfa ákvörðun og lyfta um leið siðferði landans og ýta undir alvöru landsframleiðslu en ekki þá sem var pakkfull af erlendri lántöku að stærstum hluta.
Kostur 1 er fyrir þá sem alls ekki geta hugsað sér að slaka lífsgæðum sínum niður eitt augnablik, vilja bara taka stærri lán og eru þess vegna tilbúnir að fresta öllum öðrum eins langt og það kemst... helst til barnabarnanna!
Gaman væri að heyra hvað fólki finnst um þessa spurningu?
Þingfundur boðaður í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:10 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Mikið rétt. Hins vegar vil ég benda á að í öllum þeim þúsundum rannsókna sem farið hafa fram á strútum, er ekki vitað til þess að þeir hafi nokkru sinni grafið hausinn í sand. Þetta er merkilega lífseig þjóðsaga...
Sigurjón, 20.8.2009 kl. 01:43
Ég er sammála þér Haukur. Fráleit frestunarhyggja stjórnvalda og þægð við alþjóðasamfélagið þjónar því að koma vandanum yfir á aðra. Þeir vilja forða sér óþægindum.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.8.2009 kl. 02:06
Sigurjón Haukur minnist ekki á strúta. Þín ályktun.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.8.2009 kl. 02:07
Það er rétt hjá Sjonna að ég nefni strútinn og veit líka að það er þjóðsaga með að þeir setji hausinn í sandinn. Manni finnst þetta hins vegar góð leið til að lýsa veruleikaflótta. Það væri líklega kominn talsverður sandur í augun á kvikindinu eftir sjö árin í bingnum.
Haukur Nikulásson, 20.8.2009 kl. 07:43
Já, reyndar.
Sigurjón, 21.8.2009 kl. 02:26