Það þarf ærlegt uppgjör og nýja siðvæðingu heillar þjóðar

Virka daga sit ég og tek á móti fólki sem ekki hefur það sem best þessa daga. Sumt er í yngri kantinum jafnvel nýkomið úr áfengis- og/eða fíkniefnameðferð og er fjárhagsvandræðum. Í seinni tíð er það að slá mig harkalega að sumt af þessu fólki er með eftirsjá af því að hafa hagað sér heiðarlega og er að hóta mér að fara út á hreinræktaða glæpabraut sér til framfæris. Hvers vegna grípur vonleysið fólk með þessum hætti?

Er eitthvað af þessu möguleg orsök:

  • Fjármálaglæpamenn sem settu allt samfélagið á hausinn, ganga enn lausir og lifa flott.
  • Skilanefndarmenn geta rukkað 25.000 krónur á timann í mikilli samfelldri vinnu og ráða að auki vini sína sem aðstoðarmenn.
  • Stjórnmálamenn eru á stöðugum fundahöldum á vænum launum og skila engum árangri.
  • Bankarnir sem ríkið stal eru að hefja stórfelldar aðgerðir til eignaupptöku hjá fólki sem þeir sjálfir komu á kaldan klaka með stófelldri efnahagsfölsun.
  • Nú er hátt í ár frá hruninu og allir spilltu stjórnmálamennirnir og "einkavinir" þeirra stjórna í raun enn öllum málum og lifa feitt á meðan almenningur fer brátt að hefja hreinræktað svelti.
  • Stjórnendur réttlættu himinhá kjör sín vegna mikillar ábyrgðar. Sama fólk er alls ekki dregið til mikillar ábyrgðar vegna þeirrar eyðileggingar sem gerðir þess hafa valdið.
  • Allar aðgerðir þeirra sem stjórna miða að því að vernda stöðu sína og einnig að þjóna erlendum herraríkjum sem hika ekki við að setja okkur á áratuga skuldaklafa.

 Ég er eiginlega orðin hissa á þeim allsherjar dómgreindarbresti sem ríkir. Hér átti sér stað stórkostlegt hrun og það er einfalt í mínum huga að á móti þarf að koma stórkostleg uppbygging og ný hugsun.

Yfirlýsing um þjóðargjaldþrot, stöðvun alls lántökufyllerís, niðurfærsla skulda heimila og fyrirtækja og heilbrigð uppbygging er það sem þessi þjóð þarf. Þeir sem væla yfir því að geta ekki stækkað hús, bíla og önnur 2007-gæði ættu að geta fengið meðferð.

Það hrynur ekkert meira þó að staðreyndir stöðu okkar verði viðurkenndar að fullu og unnið út frá henni.


mbl.is Verri fréttir en nokkur nefnd hefur þurft að færa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Sæll Haukur.

Já, það er þyngra en tárum taki að horfa upp á elítuna mata krókinn meðan almúginn sveltur.  Auk þess er greinilegt að þetta á bara að rúlla áfram, þrátt fyrir algjört efnahagslegt hrun.  Svei því!

Sigurjón, 9.8.2009 kl. 23:10

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband