6.8.2009 | 20:16
Steingrímur ótrúverðugur og fullur þversagna
Ég er að hlusta á Steingrím J. í kastljósi og hann er hreint að gera mann æfann.
Honum er fyrirmunað að skilja að þjóðin vill ekki greiða lán sem hún tók ekki heldur fjármálasóðar bankanna og lætur eins og að vitleysa spilltrar ríkisstjórnar og ónýtra eftirlitsaðila vegna reksturs einkabanka eigi að vera á ríkisábyrgð okkar hinna.
Það kom berlega fram í Kastjósviðtalinu að hann hefur ekki hirt almennilega um það að láta breta og hollendinga höfða mál á hendur okkur skv. íslenskum dómstólum. Sú einskæra ræfilshugsun ræður hjá honum að þeir hafi hafnað því! (SO WHAT? SUE ME!)
Við læknum ekki lánafíkn með nýjum lánum. Einhvers staðar verðum við að hætta þessar lánaneyslu og alveg eins gott að hætta því skyndilega og ná þjóðinni saman í tímabundnar aðhaldsaðgerðir og nýtt lífsmat. Það er engin framtíð fólgin í því að ætla að skulda allt Icesave dæmið næstu 7 árin auk þess að skulda AGS, norðurlöndunum, færeyingum, rússum og pólverjum stórar fjárhæðir. Það er engin þjóðarframleiðsla hér í sjónmáli til að standa undir áframhaldandi lántökum.
Eins mikið og Steingrími lá að kenna öðrum um hefur hann sjálfur algerlega heykst á því að beita áhrifum sínum til að koma efnahagsglæpamönnum undir lás og slá og sýna með því að hann sé eitthvað annað og meira en kengbeygður þreyttur áskrifandi að vænum launum sem þingmaður og ráðherra.
Svigrúm til að setja skilyrði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:22 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
"kengbeygður þreyttur áskrifandi að vænum launum"
Góður Haukur!
Er þetta ekki bara Steingrímur í hnotskurn eins og þú lýsir honum þarna.
Fyrir mér er hann mesti froðusnakkurinn á alþinig.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 20:21
Við erum að verða ótrúlega sammála
Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.8.2009 kl. 20:23
Það var aumt að sjá Steingrím fjármálaráðherra í kastljósinu áðan þar sem
fram kom hjá honum að hann er tilbúinn að bakka með allar skoðanir einungis
til að halda ráðherrastólnum og varna því að sjálfstæðisflokkurinn komist
til valda aftur. Það er hörmung að hafa svona einstaklinga til að stjórna
landinu og ef einhver gæti komið með lausn á því hvernig hægt er að víkja
svona fólki úr sæti væri það vel þegið frá minni hálfu. Hann er til í að
semja um allt bara ef hann getur haldið áfram að sitja í ráðherrastól
jafnvel þótt það kosti landsmenn alla skuldagíslingu mörg ár fram í tímann.
Hryllingur!
Edda (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 20:30
Sæll Haukur Steingrímur er bara svo ástfanginn af henni Jóhönnu sinni að landslýðurinn er ekkert annað en skiptiminnt handa breskum og hollenskum yfirvöldum,
Jón Sveinsson, 6.8.2009 kl. 20:56
Edda setur hér fingur á púlsinn. Það er nefnilega nákvæmlega þetta sem ég upplifi. Allt er betra en fyrri ríkisstjórn, jafnvel þó hún sé alveg jafn slæm. Bara ef sjallarnir komast ekki að aftur. Mig langar svo sannarlega ekki að fá spillingarliðið í Sjálfstæðisflokknum og Framsókn í ríkisstjórn aftur. En það þýðir ekki að bara til að það gerist ekki vilji ég réttlæta allt sem nýja stjórnin gerir, eða það sem hún nákvæmlega gerir ekki neitt. Þau segjast vinna dag og nótt. Væri ekki nær að ráða fleira fólk í vinnu, nóg er af að taka og það margir sérfræðingar reiknmeistarar og allskonar fræðingar, sem geta örugglega kynnt sér málin af meiri skynsemi en nú er gert. Nei það er eitt eða annað. Stundum held ég að það vanti alveg skrúfu í okkar þjóðarsál. Hugsunin er oft svo takmörkuð að maður gæti hreinlega grátið. og þess vegna er allt eins og það er. Vandinn er ekki ríkisstjórnirnar útrásarvíkingarnir eða bretar og hollendingar, vandamálið erum við sjálf. Sem látum allt yfir okkur ganga, nöldrum í eldhúskróknum, en látum síðan gjörsamlega vaða yfir okkur. Og ef einhverjir reyna að leiða okkur út úr þessu, til dæmis með búsáhöldum eða með nýjum framboðum, er strax hraunað yfir allt slíkt. Gamla tuggan skal tugginn hvernig sem allt veltur. Ójá.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.8.2009 kl. 21:19
Leit ég standa lotinn mann,
leysa band af tösku.
Þar að vanda hafði hann,
hálfa landaflösku.
Sigurjón, 7.8.2009 kl. 18:34