Aðildarumsókn að ESB er landráðagjörningur skv. lögum

Landráð er stórt orð í hugum þeirra sem þekkja. Þess vegna fær maður yfir sig alls kyns upphrópanir og þvætting þegar maður heldur því fram að aðild að ESB sé LANDRÁÐ.

Það að færa yfirráð Íslands undir erlent ríki er skilgreint með þessum hætti í hegningarlögum alveg ótvírætt og það er ljóst að það munu fara í gang málaferli um leið og aðildarumsóknin verður lögð inn. Mér sýnist að sá útbreiddi misskilningur sé fyrir hendi að sé landráð unnið án blóðsúthellinga sé það í lagi. Svo er þó ekki. Landráð er hægt að fremja með lögum alveg á sama hátt og neyðarlögin voru kennitöluflakk og blákaldur þjófnaður sem og tillagan að ríkisábyrgð á Icesave. Það er sorglegt að svona mörg afdrifarík lög skuli hafa verið sett á Alþingi, vanhugsað,  í kjölfar hrunsins vegna þess að stjórnvöld hafi ítrekað farið á taugum.

Til þess að Ísland geti sótt um aðild þarf bæði að breyta stjórnarskránni og hegningarlögunum og þessir varnaglar voru einmitt settir í lög vegna þess hversu erfitt það reyndist íslendingum að öðlast sjálfstæði og fullveldi.

Þeir þingmenn sem samþykkja munu ESB verða sekir um landráð, heigulshátt og litla hollustu við eigin landsmenn. Það er óhuggulegt til þess að vita að innsæi og framsýni í stjórnmálum skuli á æðstu stöðum vera jafnvel lakara en fjármálainnsæi útrásarvíkinganna. En samt blasir þetta við okkur núna sem raunveruleg hætta.

Ég skora á þingmenn að fella tillöguna um aðildarumsókn og leita annarra leiða við að bæta hag almennings á Íslandi heldur en þá uppgjöf og smán að afsala landinu fullveldi og sjálfstæði. Þeir sem eru í hinum minnsta vafa láti Ísland njóta hans.


mbl.is Mikil óvissa um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband