Hvers vegna eru skoðanalausir þingmenn eiginlega kosnir?

Ég hef lengi staðið í þeirri trú að fólk væri kosið á Alþingi vegna þess að það hefði skoðanir á þjóðmálum. Ég skil þess vegna alls ekki hvernig það er mögulegt að nú skuli sitja á þingi fólks sem ekki hefur afdráttarlausa skoðun á því hvort við eigum að vara í aðildarviðræður og helst að það hefði þegar gert sér grein fyrir því hvort það vill aðild eða ekki.

Aðildarviðræður munu nefnilega ekki leiða neitt nýtt í ljós. Fólkið sem býður eftir því "að sjá hvað okkur býðst" fær ekkert nýtt eftir aðildarviðræður. Mér er t.d. það alveg ljóst að ESB á eftir að lofa meiru en þeir munu standa við vegna þess að þeir ætla sér að innlima Ísland. Það er því ekkert flókið við þetta dæmi og verður ekki í fyrsta skipti sem stjórnmálamenn halda ekki orð sín.

Hver er ennþá í vafa um að ESB ætli sér að verða ríki með svipuð eða meiri áhrif en Bandaríkin? Áhrifin sem sóst er eftir eru til að þvinga aðrar þjóðir frekar en að styðja hvern annan innan bandalagsins.

Það er engin kærleikur fólginn í því að mynda bandalög gegn hinum fátækari þjóðum í heiminum. Það er þessi grundvallarhugsun sem gerir mig andsnúinn aðild að ESB. Evrópusambandið er þess vegna bara til þess fallið að tefja fyrir löngu tímabærri heimsvæðingu þar sem öll ríki hafa jafna stöðu.


mbl.is Hjáseta kann að ráða úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lýður Árnason

Sammála að þessi ESB-þrýstingur er háskalegur og mikill barnaskapur að halda okkar áhrif einhver innan slíkra vébanda.  Skil ekki hvaða sýn né hvatir reka áfram þennan orm.  Mjög brýn verkefni bíða en öll orkan fer í þennan fjanda.  Kýs þá fremur stjórnarslit þó vont sé.

Lýður Árnason, 12.7.2009 kl. 02:44

2 Smámynd: Páll Blöndal

Úrdráttur
Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnar
Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs

Utanríkis- og Evrópumál
"Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum. Utanríkisráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á vorþingi. Stuðningur stjórnvalda við samninginn þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu."

Páll Blöndal, 12.7.2009 kl. 04:08

3 Smámynd: Sigurjón

Amen Haukur!

Sigurjón, 12.7.2009 kl. 10:44

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband