Eignir Landsbankans upp í Icesave reikninginn að hverfa

Það er ljóst af þessari síðustu þróun mála að það er alveg með öllu óljóst hversu langt eignir Landsbankans munu duga upp í að borga Icesave reikninginn.

Það er ekki annað hægt en að lýsa því hreinlega yfir að það sé hrein illmennska hjá Steingrími og Jóhönnu að ætla demba 600-1200 milljarða skuldaklafa á þjóðina svo Jóhanna geti smyglað okkur inn í ESB og Steingrímur komist í frí. Ég satt að segja skil ekki dómgreind þeirra að horfa upp á eignir bankans brenna og ætla samt að trúa því að þær dugi. Það er að verða djöfull stutt í brjálið í manni við svona vinnu æðstu valdamanna.

Það er alveg sama hvernig horft er á hin lagalegu rök fyrir því hvað eigi að borga að þá stendur það eftir að þjóðin tók ekki þessi innlán og á því ekki borga þau. Það eru réttlætisrök sem ekki verður hnikað með neinu bulli.

Erlendir dómstólar, eins og þessi spænski. búa til falsrök til að gera okkur málin eins erfið og mögulegt er.

ESB er EKKI kærleiksbandalag, hafi einhver haldið það. Það hefur aldrei gagnast nokkurri þjóð að vera nýlenda og það er beinlínis óhugnanlegt að hér sé fólk við völd sem vill ekki stjórna og getur alls ekki beðið eftir því að selja okkur með landráðasamningi undir Evrópusambandið.


mbl.is Bankinn fær ekki eignirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru menn algerlega búnir að missa sig? Hvað er eiginlega samhengi Icesafe og þessa dómsúrskurðar? Ekki sé ég það, þar sem hér er verið að tala um eignir þrotabús Landsbankans í Lúxembúrg. 

Og hver eru falsrök þessa spænska dómstóls? Dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að ekki skuli gengið að heimilum manna vegna lána sem bankinn veitti til að fólk gæti fjárfest í sjóðum bankans sem síðan gufuðu upp á meðan málið er enn í dómsmeðferð. Er það óskaplega ósanngjarnt? Og hverjum hefur dottið í hug að ESB væri kærleiksbandalag? Það er hagsmunabandalag 27 fullvalda þjóða sem hafa ákveðið að vinna saman að ákveðnum málum. Og hvernig væri hægt að kalla Ísland nýlendu í slíku bandalagi? Nýlendu hverra? Eru öll ESB ríkin nýlenduherrar hvers annars (og Ísland yrði þannig nýlenduherra yfri Þýskalandi ef það gengi í bandalagið) eða myndu öll ríkin sameinast í að kúga litla Ísland ef það gengi í sambandið?

Það er klifað á því í bloggum að skapa eigi umræðu en svo hlaupa menn um með svívirðingum -- landráð, óhugnaður, illmennska, brengluð dómgreind. Slíkar upphrópanir eru ekki umræða heldur skrílslæti, því miður.

Halldór (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 11:41

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Halldór, þér er heimilt að vera blindum á þetta mál og hafa þessa skoðun. Það er stundum sagt að menn eigi skilið þá stjórnmálamenn sem þeir kusu. Þú ert greinilega hæstánægður með núverandi stöðu mála og finnur þig í að verja óverjandi stöðu.

Ég hef áður lagt til að þeir sem vilja greiða Icesave taki upp veskið og að þeir sem vilja ESB... flytji sig þangað og láti okkur hin í friði hér á skerinu.

Haukur Nikulásson, 11.7.2009 kl. 12:16

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það má bæta því við að ef núverandi ástand er ekki tilefni til upphrópanna þá veit ég ekki hvenær á að grípa til þeirra. Ég gengst hins vegar ekki við því að ég sé maður skrílsláta, ég er hins vegar bálreiður og það endurspeglast í orðavali mínu Halldór.

Haukur Nikulásson, 11.7.2009 kl. 12:19

4 identicon

En Halldór, verðum við samt ekki að tengja þetta við IceSave , einfaldlega vegna þess að ef þetta verður þróunin þá auðvitað er verið að ganga á 'eignir' bankanna.  Ef skuldurum eru gefnar upp skuldir sem þeir eiga við bankann þá væntanlega rýrnar virði umrædds banka.

Við skulum ekki vera svo naive að halda að þetta sé það eina sem koma skal í sambandi við útibúin erlendis.  Það er fullt af fólki að fara í mál við bankanna vegna meintra svika og blekkinga starfsmanna, hvar t.d. setur það okkur?   Varðandi ESB þá er ekki tímabært að mínu mati að skoða það mál eins og staðan er núna.  Ég er ákaflega hrædd um að við hlaupum þarna inn í þeirri von um að það reddist eitthvað, án þess að virkilega gefa okkur tíma og skoða hvað er í gangi þá eigum við eftir að sjá eftir því.  Það er mikið hamrað á löndunum sem eru ánægð með ESB en það hefur verið lítil umræða að mér finnst um þau lönd sem eru ekki sátt.  

Við verðum að skoða allar hliðar, og það hlýtur að taka tíma ef vel á að vera að verki staðið.

Eva Lára (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 12:24

5 identicon

Ég er líka  bálreiður út í þá stjórnmálamenn sem komu okkur út í þetta fen, og þá ekki síst aðalarkitektinn Davíð Oddsson. En ég læt nú samt vera að ausa fúkyrðum um hann á opinberum vettvangi því að það er, samkvæmt mínum kokkabókum, skrílslæti. Núverandi staða mála er einfaldlega ekki þeim stjórnmálamönnum að kenna sem nú sitja við völd -- a.m.k. ekki Steingríms J. Sigfússonar (sem ég reyndar kaus ekki, en tel að hann eigi að njóta sannmælis) -- heldur aðallega Sjálfstæðisflokki og framsókn sem nú þykjast ekki hafa átt sök á neinu. Þeir hafa þar með hlaupið frá eigin ábyrgð, og það þykir mér ámælisvert -- en ég læt nú samt vera að ausa yfir þá svívirðingum (nema kannski í hljóði), enda hjálpar það lítið.

Halldór (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 13:09

6 Smámynd: Sigurjón

Ef Iceslave nauðin verður samþykkt á Alþingi og okkur verður potað inn í ESB, þá mun ég flytja til Ástralíu!

Sigurjón, 11.7.2009 kl. 14:12

7 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Vill pistilhöfundur að bestu vinir Björgólfsfeðga komist aftur til valda?

Margrét St Hafsteinsdóttir, 11.7.2009 kl. 15:06

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Margrét, ég kaus íhaldið og studdi með ráðum og dáð allt þar til forystan beitti brögðum til að koma dæmdum þjófi aftur á þing. Þá var mér nóg boðið, sagði mig úr flokknum og hef verið duglegur að segja þeim til syndanna síðan. Eg og Halldór erum því sammála um hlutverk aðalarkitekts einkavinavæðingarinnar í þessu máli.

Ég er nú eyland í pólitík og kaus neikvætt síðast þ.e. borgarahreyfinguna sem skartar nú einum og hálfum nothæfum þingmanni, Þór Saari, svo má fólk geta sér þess til hver þessi hálfi er.

Margrét, fyrirgefðu málæðið, svarið er NEI!

Haukur Nikulásson, 11.7.2009 kl. 15:36

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband