Það stefnir í stjórnarkreppu

Ráðaleysi bæði fyrri stjórnar og núverandi er grátleg staðreynd. Hvorug stjórnanna hefur sýnt sig færa  um að taka á málum með jafn stórtækum hætti og þörf er á í jafn stórtæku hruni og raun ber vitni.

Eins og maður hefur tuðað hér margoft þá er minnsti samnefnari það eina sem hægt er að koma sér saman um og það er bara allt of lítið. Það vantar allt þor til alvöru verka.

Leiðrétting skulda heimila og fyrirtækja er enn sem fyrr brýnast en það mega þau Jógrímur ekki til hugsa vegna þess að eitthvað af útrásarvíkingunum gætu hugsanlega notið góðs af því, auk þess sem sumir  eru ennþá færir um að borga!

Með svona röksemdum gegn einu nothæfu tillögunum er ekki annað en hægt að vorkenna núverandi stjórn og það stefnir því í að það komi stjórnarkreppa ofan í efnahagskreppuna og ég sé þá ekki hver á eiginlega að vinna með öðrum að stjórn þessa blessaða lands. Að minnsta kosti er orðið ljóst núna að það verður fljótlega kosið aftur.


mbl.is Icesave gæti fellt stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það stefnir ekkert í stjórnarkreppu. Það er stjórnarkreppa, og búin að vera frá því Samfylkingin komst upphaflega í ríkisstjórn!

Guðmundur Ásgeirsson, 22.6.2009 kl. 09:45

2 identicon

Það átti aldrei að hleypa þessu komma liði að stjórn landsins. Við eigum eftir að gjalda þess þegar fram í sækir. Það virðist aðeins einn maður vera að vinna vinnuna sína á þingi í dag og það er Þór Saari. Hann virðist einn halda uppi málefnalegri umræðu um þessi mál. Og fólk í þessu landi vill kannski ennþá halda í Jóhönnu eftir að hún sagði að þjóðar atkvæðagreiðsla um ESB yrði aðeins leiðbeinandi fyrir ríkisstjórn en ekki bindandi, þannig að hún er jafnvel tilbúin að ganga gegna vilja þjóðarinnar í sumum málum. Vilum við svoleiðis stjórnanda, ég segi nei og þessi ríkisstjórn á að fara frá áður en hún veldur meiri skaða og sundrungu meðal þjóðarinnar. Gs.

Gs (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 10:13

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

GS er með gullfiskaminni.. Það átti aldrei að hleypa þessu komma liði að stjórn landsins.

Sem sagt.. frjálshyggjuliðinu hafi tekist svo vel upp sl 18 ár ? 

Gerið ykkur grein fyrir því að "kommaliðið" er að hreinsa upp skítinn og saurinn eftir frjálshyggjuna ..

en ég er sammála því Haukur að hér að að skella á stjórnarkreppa og ég spái haustkosningum vegna þess að icesafe mun fella þessa stjórn. 

Óskar Þorkelsson, 22.6.2009 kl. 12:14

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband