Bankasýsla ríkisins er mark um vanhæfi ríkisstjórnarinnar

Þetta er hrein og klár örvænting. Steingrímur og Jóhanna eru búin að sjá að þau ráða ekkert við að koma upp bankakerfinu aftur. Þá þarf að fá hjálp til að fela vanhæfið.

Bankarnir eru ekkert að gera fyrir fólk eða atvinnulíf. Þeir draga lappirnar í öllum málum þar sem ég þekki til. Í verstu tilvikum eru þeir að setja þá verst settu á hausinn og hirða eignirnar.

Í öðrum málum eins og t.d. með Moggann eru milljarðarnir afskrifaðir til að halda þessu batteríi úti. Ef bankarnir eru nú ríkisbankar eiga þeir að gæta jafnræðis. Mogginn fékk 3 milljarða af þeim 4 sem þeir voru sagðir skulda afskrifaða. Það þýðir að öll önnur fyrirtæki og almenningur eiga heimtingu á að njóta hlutfallslega sömu kjara ef aðstæður eru svipaðar. - Haldið þið að það geti gerst? - Hvar er jafnaðarmaðurinn þinn núna, Jóhanna Sigurðardóttir?

Ríkisstjórnin veit að það er verið að handvelja skuldara, þá sem á að bjarga og þá sem á að fella. Ef eitthvað er þá er spillingin í fjármálakerfinu verri núna en nokkru sinni fyrr. Það sem er líka morgunljóst er að það eru ennþá sama fólkið í bönkunum sem sér um þetta á lítið lægri launum en fyrrum.

Bankakerfið, sem fór á hausinn með þjóðina, er núna að láta viðskiptavinina bera allt uppi þó það sé til blóðs tekið. Allt með velþóknun og/eða skilningsleysi núverandi valdhafa.


mbl.is Stofna Bankasýslu ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Frábær pistill hjá þér.

Ég varð svo vondur í gærkvöldi að ég lét einn mjög kaldhæðinn fjúka. Það fer hrollur um menn eins og mig sem bjuggur fyrir austan járntjald á árunum 1986 - 1988!

Sovét-Ísland óskalandið hvenær kemur þú?

Sovét-Ísland
Sovét-Ísland
óskalandið
hvenær kemur þú?
Er nóttin ekki orðin nógu löng
þögnin nógu þung
þorstinn nógu sár
hungrið nógu hræðilegt
hatrið nógu grimmt?
Hvenær...?

(Jóhannes úr Kötlum: Samt mun ég vaka, 1935)
 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.6.2009 kl. 12:13

2 Smámynd: Sigurjón

Takk fyrir þetta, bæði Haukur og Guðbjörn.  Ég fæ ekki betur séð en að bankarnir fái áfram að stunda sín viðbjóðsviðskipti og að hinir svokölluðu félaxhyggjuflokkar séu að draga taum stóreignamanna og láta almenning borga brúsann fyrir þá.  Ljótt ef satt er!

Kveðja, Sjonni

Sigurjón, 21.6.2009 kl. 03:19

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband