Samþykki þessa samnings er geðveila, geðleysi og landráð

Við lestur þessa samnings skríður að manni eitthvert mesta ógeð sem maður hefur upplifað.

Það er alveg morgunljóst að gersamlega óhæfir, skap- og getulausir aðilar hafa sest niður og skrifað undir þetta dómadags fullveldisafsal fyrir hönd íslenska ríkisins í þeim tilgangi að láta íslenskan almenning greiða að fullu glæpagjörning útvalinna útrásarvíkinga, spilltra og ónýtra stjórnmálamanna (lesist: Davíð og Halldór og fleiri) og enn ónýtari eftirlitsaðila á himin háum launum.

Það er líka augljóst að þessi samningur er landráðaleiðin sem á að nota til að þröngva okkur undir stjórn ESB með stríðshaukinn Tony Blair sem væntanlegan yfirforseta.

Verði þessi samningur samþykktur verður gripið til örþrifaráða, þetta mun íslenska þjóðin aldrei kaupa án ófriðar. Þetta ranglæti verður ekki látið ganga yfir þessa þjóð án friðlausrar mótspyrnu. Ef einhver vill lesa hótun úr þessum orðum, þá er það rétt skilið!

Ég mæli með því að þingheimur taki ekki þá áhættu að hér verði blóðug uppreisn!


mbl.is Icesave-samningar birtir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Algjörlega sammála þér Haukur.  Þetta er viðurstyggð og ekkert annað!

Sigurjón, 19.6.2009 kl. 15:53

2 identicon

Algerlega sammála Haukur. Beinskeitt og öflug skrif skrif þín marka djúp spor í umræðuna.

Takk fyrir þitt mikilsverða og þjóðlega framlag.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 20:51

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Sammála þér Haukur.

Ævar Rafn Kjartansson, 19.6.2009 kl. 21:27

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband