Eruð þið að grínast? Eru LANDRÁÐ orðin að keppnisgrein?

Alveg fær maður upp í kok af fólki sem vill koma Íslandi inn í Evrópusambandið sem yrði þar með útnáranýlenda vegna dösunar og uppgjafar í eigin málum. Það er svo sem skiljanlegt að fólk sé uppgefið því ennþá stjórnar hér liðið bankakerfinu sem setti efnahagslífið í rúst og ennþá er ekki búið að handtaka neinn af þeim ca. 30 sem stálu Íslandi.

Það vekur líka furðu mína að fólk skuli hafa í síðustu kosningum kosið fólk sem getur ekki beðið eftir því að færa vald sitt og fullveldi til Brussel. Með þessa minnimáttarkennd má þetta lið mín vegna flytja til Evrópu og láta okkur hin eftir að leysa málin.


mbl.is Benedikt útnefndur Evrópumaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Það brygði þá nýrra við ef ,þið hin' leystuð málin!!! 

Ingimundur Bergmann, 10.6.2009 kl. 21:20

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

rólegur í yfirlýsingunum Haukur.. landráð fyrir það eitt að vilja land og þjóð hið besta ?

Óskar Þorkelsson, 10.6.2009 kl. 21:39

3 identicon

Heill og sæll; Haukur og Ingimundur, sem aðrir síðunnar brúkarar !

Þakka þér; þessa samantekt Haukur.

Ingimundur; ágæti drengur. Ekkert þeirra liðsfólks Jóhönnu kerlingar, hefir enn fengist til, að svara fyrirspurnum mínum, um þráfalda lausa göngu glæpa hyskisins, hvert sumt jú; er Samfylkingunni innvinklað, svo sem ódámurinn Jón Ásgeir Jóhannesson, til dæmis.

Hafir þú tök á; Vatnsenda búhöldur góður, að uppfræða okkur Hauk, sem aðra síðu lesendur, um myrkviðu krata fylgsnanna, væri vel, hið fyrsta.

Að leysa mál; yrði 1/2 auðveldari, losnuðum við önnur; hér á Fróni, við tilbeiðslu söfnuð Nazista veldisins, suður í Brussel - Berlín, þangað, til þeirra tjaldbúða gömlu nýlendu veldanna - hverjar hljóta jú, að verða þeim til reiðu, hver Fjórða ríkið vilja undirgangast, Ingimundur minn.

Því; hægari yrði um vik, endurreisnin hér heima, með fulltingi fjarlægari þjóða, sem nálægari. Perú og Argentína, muna ''hjálp'' AGS skugga baldrana, enn; mætavel, til dæmis, Ingimundur minn. Ekki stæði upp á þá Suður- Ameríkumenn, meðal annarra - okkur til fulltingis.

Enda; stóð ég með þeim Galtieri hershöfðingja, í andanum, þá baráttan um Malvinas (Falklandseyjar) stóð hæst, í síðustu lotu Argentínumanna, við Breta, 1982, og hvergi er nærri lokið enn, reyndar.  

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi utanverðu /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 21:39

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fjórða ríkið er nú varla nema hálfnazískt Óskar, þó höfuðstöðvarnar séu á því svæði... í hinn ættlegginnn er það nefninlega óskilgetinn sovétkrógi, og vanskapaður í ofanálag. En það er líka ekki stór munur á kúk og skít!

Guðmundur Ásgeirsson, 10.6.2009 kl. 21:56

5 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Nafni !

Ekkert; er ofsagt, í lýsingum Hauks, ágæti drengur.

Guðmundur !

Rétt; mælir þú, enda, hafði Lenín heitinn öruggt skjól, í ranni þýzkra vina sinna, á sínum tíma - Þýzkaland var; eitt skjólsetra rússneskra Kommúnista, eftir fall keisaradæmisins þýzka.

Með beztu kveðjum; sem þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 22:31

6 Smámynd: Sema Erla Serdar

Óskar minn,

að saka mann um landráð er því miður það besta sem margir geta gert!

Aaaaaalveg spurning um hverjir séu landráðsmenn sé út í það farið...

Sema Erla Serdar, 10.6.2009 kl. 23:39

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við þurfum að efna í skammarlaun handa Benedikt.

Jón Valur Jensson, 11.6.2009 kl. 00:44

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þetta er eðlileg þróun og æskileg. Að gæðanna viðmið séu kennd við álfuna okkar, Evrópu. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.6.2009 kl. 01:06

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bjóddu okkur enga vellu hér, Gunnlaugur. Ráðandi ríkin í Evrópubandalaginu eru gömlu nýlenduveldin: Frakkland, Spánn, Bretland, Þýzkaland, Holland, Belgía, Ítalía. Jafnvel Portúgal var mikið nýlenduveldi.

Jón Valur Jensson, 11.6.2009 kl. 01:14

10 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég hélt að Olli Rehn væri finnskur og að Svíar væru með forystu þetta árið, en fyrir alla muni ekki fá neina hitavellu yfir því að einhverjar einfaldar klisjur um kúgara og áhuga erlendra á að taka yfir smáríki ganga ekki upp.

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.6.2009 kl. 01:27

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svíar ráða engu þarna – hvernig dettur þér það í hug, Gunnlaugur? Þar að auki er tilgangur þeirra með því að reyna að ota okkur í bandalagið miðaður við þeirra eigin nafla (atkvæðaleysi þeirra í bandalaginu og þörf fyrir fleiri samstöðuatkvæði frá öðrum norrænum), rétt eins og hjá Finnum, nema hvað Olli Rehn er afar þægt verkfæri framkvæmdastjórnar EU.

Gömlu stórveldin í Evrópu hætta ekki allt í einu að vera eigingjörn og yfirgangssöm með því að ganga í eina sæng, láttu þig ekki dreyma um það. Þau hafa nú þegar beitt sér af síngirni og ásælni gagnvart þriðja heiminum, og leiðandi menn þar skynjuðu það þegar fyrir hálfri öld, ef þú skyldir ekki vita það.

Jón Valur Jensson, 11.6.2009 kl. 01:52

12 Smámynd: Sigurjón

Ég segi það enn og aftur: Vonandi liðast þetta helvítis samband í sundur áður en við höfum þá ógæfu að verða hluti af því...

Sigurjón, 11.6.2009 kl. 02:09

13 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það er stórfurðulegt að upplýst fólk og vel lesið skuli halda að ESB sé "kærleiksbandalag" sem hafi sérstakan áhuga á íslendingum. Þannig er það ekki. Þeir hafa sérstaka áhuga á Íslandi og hafinu umhverfis og ætla sér þann bita inn í sambandið. Enda eru veitt hingað milljónatugum í áróðursskyni og til þess keyptir menn í fullt starf eins og t.d. Eiríkur Bergmann sem hafa ekkert annað hlutverk en að stunda hér lævísa undirróðurstarfsemi undir því yfirskyni að þeir séu að kenna "Evrópufræði" sem er fína heitið á landráðastarfinu.

Haukur Nikulásson, 11.6.2009 kl. 07:44

14 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mér fannst þetta líta ut eins og Baggalúts-brandari...

Ingvar Valgeirsson, 11.6.2009 kl. 12:49

15 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það eru auðvitað fordómar að háskólagrein sem nefnd er Evrópufræði sé "lævís undirróðursstarfsemi" og "landráðastefna". Haukur finnst þér Evrópa og málefni hennar ekkert merkileg og þar af leiðandi ekki rannsóknarinnar virði? Of snautlegt til að skapa grundvöll fræðimennsku.

Hefði frekar áhyggjur af lævísinni í Líú sem er aðalstyrktaraðili Heimssýnar, sem er vettvangur hugmyndafræðilega sundurleits hóps sem á ekkert nema þjóðrembuna sameiginlega. 

Gunnlaugur B Ólafsson, 12.6.2009 kl. 21:14

16 Smámynd: Haukur Nikulásson

Gunnlaugur, það er undirstofnun ESB sem borgar launin hans Eiríks.

LÍÚ er ekkert í mínu umboði þrátt fyrir andstöðu mína við ESB aðild. Ég vil afnema kvótakerfið og bjóða út allan kvóta sem fyrst.

Ég bakka ekki með það að "Evrópufræði" er kennslugrein sem er ætlað að gylla ESB í augum landans og er ekkert annað áróður og landráðavinna.

Haukur Nikulásson, 12.6.2009 kl. 21:33

17 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Já, konan mín fékk Kómeníusar styrk til að kynna sér arkitektúr í Prag og fer síðsumars. Hún væntanlega tapar þá öllum trúverðugleika að þiggja fjármagn af mennta- og menningaráætlun ESB? Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 12.6.2009 kl. 23:32

18 Smámynd: Haukur Nikulásson

Gunnlaugur, við höfum sumir sterka skoðun á því að vilja ekki tapa fullveldi Íslands og sjálfstæði. ESB er að veita milljónatugum, ef ekki hundruðum til þess að komast yfir þetta svæði. Ef þér dettur í hug að þeir geri þetta vegna mannkærleika þá máttu halda það bara áfram.

Ég skil ekki af hverju þú ert að blanda konunni þinni inn í þessa umræðu. Ég skal alveg samgleðjast ykkur með styrkinn. Ef hann er hins vegar að virka þannig á ykkur að styrkja ykkur í þeirri trú að ganga inn í ESB þá hlýturðu að sjá tilganginn hjá þeim. ESB sinnar eru margir með þá glýju að með inngöngu "fáum" við svo mikið af styrkjum og fjárveitingum að það sé góð ástæða til að ganga í bandalagið. Þetta er vændishugsunin sem mér geðjast ekki að. Hjá sumum er allt falt fyrir peninga. Hvernig vinnur maður gegn því?

Haukur Nikulásson, 13.6.2009 kl. 07:30

19 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Samvinna gengur út á að gefa og þiggja. Tilhneigingin er sú að ESB sinnar haldi því fram að við munum "fá" hitt og þetta, en ESB andstæðingar að við munum "tapa" hinu og þessu. Hvorugt stenst nánari skoðun.

Til dæmis er mikið talað um að við munum tapa yfirráðum yfir auðindum. En hvernig höldum við yfirráðum yfir 200 mílna lögsögu. Í gegnum alþjóðlega samninga.

Það er ekkert sjálfgefið að aðrar þjóðir viðurkenni lögsögu þjóðar til eilífðar sem að lætur eins og hún sé ein í heiminum og sendir öðrum löngutöng í samskiptum.

Þannig má færa fyrir því rök að það sé ein mikilvægasta forsenda aðildarviðræðna að tryggja stöðu okkar og sjálfstæði í sameinaðri Evrópu. Það er ekki skynsamlegt að standa til eilífðar í dyragætt EES samnings.

Það er séríslensk afstaða að tengja Evrópumálin einvörðungu við peninga. Hvað menn græði mikið í peningum með aðild. Pólitísk sýn sambandsins gengur út á mannréttindi, lýðræði, frið og margt fleira. 

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.6.2009 kl. 09:32

20 Smámynd: Haukur Nikulásson

Gunnlaugur, úr því að við viljum gefa og þiggja þá máttu svara af hverju við ættum að gang í ESB í stað þess að flýta fyrir því að heimurinn sé allur í sátt og samlyndi?

Hvers vegna viltu loka þig inni í bandalagi 27 þjóða ef þú getur átt frjáls samskipti við hin 172 í heiminum?

Gerir þú þér ekki grein fyrir því að ESB er bandalag sem gætir sinna hagsmuna gegn öðrum þjóðum og þá sérstaklega halda þeir möguleikum fátækari þjóða til betra lífs lokuðum með verndartollum á innflutning?

ESB er ekki lausnin á bættum samskiptum þjóða á heimsvísu, ESB tefur fyrir því að fólk geri sér grein fyrir því að þetta er ein jörð. Við stöndum okkur best í því að bæta heiminn með því að opna fyrir tollfrjáls viðskipti á heimsvísu og láta millistig eins og ESB eiga sig sem klára tímaskekkju og haft á framfarir í heiminum öllum en ekki bara í eineltisklíku ESB sem hefur ekki sýnt sig í að vera lýðræðisbandalag.

Ég fyrir mitt leyti hef lítinn áhuga á því að fá stríðshaukinn Tony Blair sem minn forseta, en það er einmitt maðurinn sem er talinn líklegur sem fyrsti maðurinn í það embætti.

ESB gæti auðveldlega orðið það stór-Þýskaland sem ónefndur einræðisherra dreymdi um fyrir 65 árum eða svo.

Haukur Nikulásson, 13.6.2009 kl. 10:38

21 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ESB gæti auðveldlega orðið það stór-Þýskaland sem ónefndur einræðisherra dreymdi um fyrir 65 árum eða svo.

Þetta gjaldfelldi allt sem þú hafðir skrifað á undan Haukur.. því miður.

Góður punktur hjá Gunnlaugi með 200 mílurnar.. það er eins og hann segir ekkert sjálfgefið að við höldum efnahagslögsögunni ef í harðbakkann slær. 

Óskar Þorkelsson, 13.6.2009 kl. 11:02

22 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Tony Blair forseti Stór - Þýskalands? Churchill hefði orðið ánægður með slíka þróun.

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.6.2009 kl. 11:20

23 Smámynd: Haukur Nikulásson

Óskar, okkur er öllum kunnugt um áhuga þinn á inngöngu í ESB.

Með hvaða rökum ætlar þú að halda því fram að Stór-Þýskaland hafi gjaldfellt skrif mín? Það er einginn munur á þessu tvennu nema að tímasetningin frestaðist hjá Dolla. Gunnlaugur sér þó kaldhæðnina í þessu þrátt fyrir allt.

Haukur Nikulásson, 13.6.2009 kl. 11:59

24 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég sé ekkert annað en ótta við hið óþekkta hjá þér Haukur.. ég sé ekkert sameiginlegt með ESB eða þriðja ríkinu og málflutningur hjá andstæðingum ESB sem fer í þetta far gjaldfellir hvert og eitt einasta orð sem þeir segja gegn ESB því þetta er svakaleg firra og kemur kaldhæðni ekkert við.

Sérðu virkilega ekki mun á nasisma þýskalands eða samvinnu frjálsra ríkja ? 

Óskar Þorkelsson, 13.6.2009 kl. 12:20

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Stór-Þýzkaland er ekki sjálfkrafa það sama og nazismi, Óskar. Og hér má spyrja þig: Sérðu ekki yfirburðavægi gömlu nýlenduveldanna í Evrópubandalaginu (EB)? Sérðu ekki, að úr því að Svíar eru farnir að átta sig á sáralitlu vægi sínu í löggjafarefnum í EB, að við, sem fengjum þar 158. hvern þingmann, margfalt minna en Svíar, hefðum þá nánast ekkert vægi þar til löggjafar 4/5 af öllum lögum sem sett yrðu fyrir þetta land?

Jón Valur Jensson, 13.6.2009 kl. 15:18

26 Smámynd: Haukur Nikulásson

Óskar, það er margþekkt í sögunni að það er aldrei gott að vera nýlenda annars ríkis. Íslendingar bölvuðu því öldum saman að vera ekki sjálfstæðir. Það er engin ótti hjá mér við hið óþekkta, heldur hið þekkta. Maðurinn hefur ekki þroskast neitt voðalega mikið frá síðustu öld, þess vegna er ég á móti þessari aðild.

ESB er ekki kæleiksbandalag það ætti öllum að vera ljóst. Það er líka í mínum huga óþarfa og í meira lagi óæskilegt að láta svoleiðis batterí tefja fyrir því að heimurinn verði skoðaður sem eitt svæði... fyrir alla!

Haukur Nikulásson, 13.6.2009 kl. 17:02

27 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Heimurinn verður aldrei eitt svæði fyrir alla Haukur.  Asia td er allt of frábrugðinn evrópu til þess að evrópa geti haft ítök þar.. kína ræður þar því sem kína vill ráða, með fullri virðingu fyrir japönum. 

að ganga með einhverja drauma í maganum um frjáls viðskipti í þessum heimi utan efnahagsbandalaga er nostalgía og draumórakennt í mínum huga... nostalgía víkingatímans og draumórakenndir nútímans um framtíðina.

Heimurinn mun hrúga sér saman í viðskiptablokkir, ameríkuríkin í NAFTA ( minnir að það heiti þetta).

Asía í bandalag asíuríkja með kína annars vegnar vs indlandi hinsvegar. japanir og thailendingar fá að fljóta með ásamt singapore..

Evrópa mun verja sína hagsmuni með ESB.. 

Island er bara peð á taflborði stjórnmálanna.. og þá vil ég heldur vera undir verndarvæng "stór-þýskalands" en vera upp á misvitra og gerspillta íslenksa ráðamenn kominn !! 

JVJ, svíar vilja okkur inn til þess að styrkja eigin hagsmuni og okkar. 

Óskar Þorkelsson, 13.6.2009 kl. 19:07

28 Smámynd: Haukur Nikulásson

Óskar, af hverju telurðu að það sé meiri draumórakennd í mér með "globalization" en þér með ESB? Þú ert að mínu mati bara skammsýnni og þröngsýnni en ég.

Fyrir mína parta vil ég miklu frekar ganga í bandalag við Bandaríkin en Evrópu. Mála- og menningargrautur Evrópu verður aldrei samræmdur og það er þín draumsýn. Ég á eftir að sjá þig umgangast múslímskar slæðukerlingar á einhverjum jafnréttisgrundvelli. Þetta yrði þó öllu auðveldara fyrir okkur ef við tökum bara allan pakkann í heiminum. Ég á líka eftir að sjá þig borga auka skatta til að greiða niður fátækt í Evrópu og það m.a.s. ofan á IceSave reikninginn sem ég geri ráð fyrir að þú viljir borga líka.

Við eigum í mörgum tilvikum miklu meiri samkennd með þjóðum eins og t.d. Japan heldur en t.d. Sviss vegna tengsla við hafið. Í ESB hefur "sjávarútvegsráðherra" Sviss jafn mikið vægi og okkar þó þeir eigi ekkert land að sjó. Ólíkar aðstæður Evrópuþjóða verða ekki svo glatt samræmdar.

Þá má heldur ekki gleyma að ESB mun krefjast aukinnar hervæðingar af okkur og það er mér ekki að skapi.

Það má vel vera að Ísland sé peð á taflborði stjórnmálanna, við getum þó með góðri samvisku haldið sjálfstæði okkar sem eyríki. Við eigum að mínu mati ekkert frekari samleið með Evrópu en öðrum ríkjum í heiminum. Um það skulum við leyfa okkar að vera ósammála.

Mér finnst nóg að eiga góð og frjáls samskipti við allar þjóðir og finnst skammsýni ESB sinna aumkunarverð. Mér er mjög í nöp við aðferðir ESB til að sölsa undir sig Ísland. Um okkur er þeim fjandans sama og það sýna viðbrögð þeirra við hruninu okkar óumdeilanlega.

Haukur Nikulásson, 13.6.2009 kl. 20:42

29 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er svolítið merkilegt Haukur að þú viljir frekar vera í slagtogi með ameríku lesist USA, en evrópu lesist ESB og nefnir hernað í sömu atrá.. USA er það ríki heimsins sem er líklegast til þess að beita ofbeldi.. líklegast til þess að beita efnahagsþvingunum hverskonar á þau ríki sem eru þeim ekki þóknanleg..

Ég sagði nostalgía og draumórar.. og kom með samlíkingu við víkingatímann þar sem efnahagsfreslið var algert og réttur hins sterka var augljós.. og svo hinna sem komu og tóku í skjóli myrkurs og skyndiárasa ( víkingar).. og kom með draumórana sem eiga viðnútímann að við getum bara rétt fingurinn framan í hvern sem er.. herlaus og vitlaus.. samið við hvern sem er , herlaus og vitlaus.  hagað okkur eins og okkur dettur í hug á skákborði heimsviðskipta.. herlaus og vitlaus. utan bandalaga nema NATO.. semhafa ekki akkurat verið okkur hliðholl þegar í harðbakkann slær.. þorskastríðin 58-72 og 75.. fyrir utan skærurnar fyrir stríð en þá var Nato auðvitað ekki til..

Haukur, ísland er lítil varta á ásýnd jarðar, með 0 ítök á heimsvísu, með orðspor glæpamanns og ímynd víkinga í hugum allra annara en íslendinga sjálfra.. 

við erum ekki neitt.... 

Óskar Þorkelsson, 13.6.2009 kl. 21:05

30 Smámynd: Haukur Nikulásson

Óskar, þú ert svo lítill í þér í síðustu athugasemd að það er eiginlega sorglegt. Má ég stinga upp á einu glasi af gleðilegu rauðvini.

Þú mátt ekki misskilja mig: Ég vil ekki ganga í samband við Ameríku en ef ég ætti engan anna kost en að velja á milli, þá kysi ég USA af öllu illu.

Það er ekki nauðsynlegt að vera stórveldi til að geta átt góða tilveru, hvers vegna virðist það þér svona óbærilegt?

Haukur Nikulásson, 13.6.2009 kl. 21:50

31 Smámynd: Óskar Þorkelsson

60 ára saga spillingar og óstjórnar hefur sannfært mig um það Haukur að íslendingar séu ekki hæfir til að stjórna sér sjálfur.. svo einfalt er það !  Ég vil regluverk að utan svo íslenskir vitleysingar geti ekki haldið áfram að rýja mig inn að skinni.. enn einu sinni...

Óskar Þorkelsson, 13.6.2009 kl. 21:59

32 Smámynd: Haukur Nikulásson

Óskar, ef þú heldur að betra eða meira regluverk hafi gert Evrópu eitthvað óspilltari en okkar máttu hugsa það alveg upp á nýtt.

Af tvennu illu vil ég frekar íslenska vitleysinga sem hægt er að nálgast heldur en útlenda sem eru ósnertanlegir með öllu. Hver er það sem á að vakna núna?

Haukur Nikulásson, 13.6.2009 kl. 22:15

33 Smámynd: Óskar Þorkelsson

nú Haukur.. hversu vel tekst að nálgast útrásarvíkingana ? 

Það tók dani 6 mánuði að ná í einn slíkan og koma honum undir lás og slá.. 

ps. danir eru í esb

Óskar Þorkelsson, 13.6.2009 kl. 22:24

34 Smámynd: Haukur Nikulásson

Óskar, nú er ég alveg mát. Þú vinnur þessa rökræðu á ippon

Haukur Nikulásson, 14.6.2009 kl. 00:49

35 Smámynd: Óskar Þorkelsson

skál félagi :).. í víking

Óskar Þorkelsson, 14.6.2009 kl. 01:27

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband