Lausn málsins er að kyngja stoltinu og fleygja heimskunni

Hver getur ábyrgst að fá hús bætt ef helmingur þeirra myndi hrynja í jarðskjálfta. Tryggingafélög eru flest með hamfaraklausur í tryggingum hjá sér og það þýðir að þau segja sig frá bótaskyldu ef um hamfarir er að ræða.

Efnahagshrunið flokkast undir hamfarir. Með réttu er því hægt að grípa til neyðarráðstafana í ljósi þess. Þó má undanskilja að neyðarlögin voru hreinn og klár óheiðarlegur óþverraverknaður sem gerði hér allt illt verra.

Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að Landsbankinn greiði IceSave dæmið með eignum sínum og einnig að tryggingasjóður innistæðutrygginga sé notaður til fulls. Það er hins vegar fullkominn glæpur að veita ríkisábyrgð á 650 milljörðunum.

Engin veit hversu mikið af "traustu eignasafni" Landsbankans er upp í þetta og sumir taka svo sterkt til orða að kalla það skafmiða, svo áreiðanlegar séu þessar eignir sem engin fær að vita hverjar eru.

Lausnin á þessu máli er að lýsa yfir þjóðargjaldþroti með tilheyrandi þjáningum í einhver ár. Þessa stundina lítur það mun betur út en skuldaklafi næstu kynslóða til næstu 15-20 ára. Hvert einasta mannsbarn þessa lands verður skuldbundið fyrir næstum 6 milljónum sem er klárlega óbærilegur baggi þrátt fyrir að Jógrímur kalli þetta "ásættanlega niðurstöðu".

Ofan á þjóðargjaldþrotið má bæta því við að ná í þessa 30 auðmenn og bankakalla sem eru í raun ábyrgir og láta þá sæta gæsluvarðhaldi strax. Hvers vegna ganga þessir menn ennþá lausir?

Íslendingar ná sér fyrr upp úr hruninu (sem er nú ekki einu sinni allt komið!) ef farið verður að mestu í sjálfsþurftarbúskap næstu árin. Með honum er kannski ekki loku fyrir það skotið að með því verði hægt að upphefja að nýju heiðarlegri lífsgildi en græðgisvæðingu síðustu ára.

Lántaka vegna IceSave er ekkert annað en frestun á hinum óhjákvæmilega. Núverandi stjórnvöld ætla í sjálfselsku sinni að velta þessu á komandi kynslóðir en eiga bara alls ekki þann siðlausa rétt.


mbl.is Minnisblaðinu stöðugt veifað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Tek undir hvert orð.

Axel Þór Kolbeinsson, 8.6.2009 kl. 20:10

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband