ALLS EKKI MÆTA á Austurvöll kl. 14.50 í dag!

Nú þegar þingmenn okkar standa frammi gullnu tækifæri til að selja þjóðina inn í ESB er alveg gráupplagt að mæta alls ekki á Austurvöll svo þeir fái frið til að fremja landráðaverkið til fulls. Íslendingar kunna hvort eð er ekki að stjórna sér sjálfir og það er þess vegna best að viðurkenna það bara strax og láta Brussel fá stjórn allra mála.

Börnum ríkustu þjóðar heims (var það ekki annars?) munar ekkert um að borga þetta lítilræði 650 milljarða sem verða svo orðnir 960 milljarðar eftir 7 ár.

Nú er tækifærið til að auka skuldirnar okkar svo um munar þannig að engin vafi leiki lengur á því að við séum sameiginlega gjörsamlega gjaldþrota þjóð. Loksins er hægt að eyða óvissunni.

Látum þingmennina hafa frið til að kæfa samvisku sína og leyfum þeim að kvitta upp á stærsta skuldaklafa Íslandssögunnar í næði og ekkert kjaftæði!


mbl.is 3,6% samdráttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek þig á orðinu og ætla ekki að mæta.

Ína (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 09:54

2 Smámynd: Sigurjón

Andskotinn, ég gat ekki mætt.  Var að keyra pakka til samstarfsmanna í Mosfellssveitinni...

Sigurjón, 8.6.2009 kl. 17:03

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Íslendingar kunna hvort eð er ekki að stjórna sér sjálfir og það er þess vegna best að viðurkenna það bara strax og láta Brussel fá stjórn allra mála.

Þetta hef ég vitað í 15 ár eða meira.. þess vegna vil ég inn í ESB ;)

Óskar Þorkelsson, 8.6.2009 kl. 17:38

4 Smámynd: Sigurjón

Varst þú ekki á leið úr landi Óskar?  Far vel Frans...

Sigurjón, 9.6.2009 kl. 00:30

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband