Kvótagreifinn skilur ekki að hann er með þýfi í höndunum

Sé þetta almennur skilningur kvótaeigenda skil ég vel að þeir séu reiðir því að taka eigi af þeim kvótann. Munurinn er bara sá að þeir líta á þetta sem einkaeign þegar lagabókstafurinn segir að þetta sé þjóðareign.

Meirihluti þjóðarinnar veit að þetta er þjóðareign og vill innkalla þetta jafnvel í heilu lagi. Kvótasala er því ekkert annað en viðskipti með þýfi og þess vegna hljóta þeir að vita fyrirfram að í þessum viðskiptum er mikil taphætta ef ákveðið er að fara að lögum varðandi úthlutun á jafnréttisgrundvelli.

Kvótakerfið er bara eitt af mörgum tímaskekkjum á Íslandi þar sem sumt fólk nýtur forréttinda til fjármögnunar úr sameiginlegum sjóðum samfélagsins. Það þarf líka að skoða þá áskrift sem felst í landbúnaðarstyrkjum, uppihaldi þjóðkirkjunnar, pólitísku listamannaelítunnar og fleiri sem eru óverðskuldað á jötu almennings í landinu.

Þjóðin hefur ekki efni á að halda úti huglægu bulli þegar þörf er fyrir aðhald og útsjónarsemi í rekstri samfélagsins.


mbl.is „Eigandinn heldur áfram að borga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

þýfi? bíddu ættiru ekki að spara stóru orðin?

voru það útgerðarmenn eða aðrir í sjávarútvegi sem vildu að veiðar yrðu takmarkaðar? þú veist það kannski ekki en kvóti er takmörkun á veiðum.

innköllun á kvóta? áttu við að veiðar verði gefnar frjálsar aftur eins og þær voru fyrir daga kvótakerfisins? 

veistu hverjum var bannað að veiða eins og þeim listi (úthlutað kvóta) árið 1986? nú þeim sem höfðu stundað útgerð. lagt sitt fram og tekið áhættu. hverjir áttu á fá fiskveiðiheimildirnar aðrir en þeir sem höfðu lagt allt sitt í þær árið 1986? 

og hverjir eiga að fá þær núna? engar lausnir hjá þér. bara röfl um að Ísland taki upp efnahagsstefnu Mugabe. 

lestu þér til um afleiðingar fyrningarleiðar Mugabe á jörðum hvítra bænda í Zimbabwe. 

Fannar frá Rifi, 23.5.2009 kl. 18:06

2 Smámynd: Albert Guðmann Jónsson

Ég held að aðal punkturinn með þessu er sá að maður myndi ekki sætta sig við þetta og halda áfram að borga af húsnæðisláni sínu. Þess í stað hætta þeir að borga af lánunum sem eru með veð í kvótanum sem svo lendir á bönkunum. Fyrir mér snýst þetta ekki um réttlátt eða ekki heldur kostnaðinn sem hlýst af þessu fyrir ríkið. Mörg önnur félög í öðrum geira eiga svo hlut í útgerðum íslands. Eins og staðan er í dag eru þessir hlutir veðsettir bankanum einni. Þegar útgerðirnar hætta að borga af sínum lánum og fara í gjaldþrot mun það þá margfaldast í bankakerfinu þar sem önnur félög í öðrum geira lenda í veseni með sín veð (verðlaus) og þá lánin.

Ég er sannfærður um að þetta muni reynast þjóðinni dýrt. Kostnaðurinn er mun meiri en ábatinn af aðgerðinni.

Ég á ekki kvóta  né tengist neinum sem á kvóta.

Albert Guðmann Jónsson, 23.5.2009 kl. 18:07

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

"Þjóðin hefur ekki efni á að halda úti huglægu bulli þegar þörf er fyrir aðhald og útsjónarsemi í rekstri samfélagsins."

þessi settning er úr skjön við allt sem þú segir. færustu einstaklingarnir eru núna í útgerð. þeir sem ekki gátu plummað sig eru búnir að selja sig út eða farnir í gjaldþrot. sárt en það er satt. 

Fannar frá Rifi, 23.5.2009 kl. 18:07

4 Smámynd: Albert Guðmann Jónsson

Sama og gerðist með Glitni.

Albert Guðmann Jónsson, 23.5.2009 kl. 18:08

5 identicon

Fannar, þetta er töpuð barátta.  Þú verður að sætta þig við það að missa allann þann kvóta sem þú keyptir.  Þú hefðir átt að hugsa dæmið til enda áður en þú keyptir kvótann á þessu líka fáránlega verði.  Þú varst að kaupa afnotarétt af "húsinu" til ótiltekins tíma en vegna fávisku þinnar eða spilafíknar þá borgaðir þú 1000 falt of hátt verð annað hvort útaf því að þú hélst að þú værir að kaupa húsið eða að þú varst að taka áhættu á því að þú gætir selt afnotaréttinn nokkrum árum seinna á margfalt hærra verði.

Björn (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 18:37

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Lausnin Fannar: Bjóða út hluta kvótans til eins árs í senn á úthafsveiðiflotann og hinn hluti hans verði settur í strandveiði. Koma einhverju réttlæti í þessi mál aftur.

Hvernig dettur fólki í hug að þjóðareignin eigi að vera til eilífðar á höndum kvótagreifa? Bara vegna þess hversu lengi þetta rangláta kerfi hefur verið við lýði? Kvótaúthlutun fyrri ára er skipulagt langtíma svindl á þjóðinni sem þarf að koma út úr heiminum. Sama gildir um hin ruglmálin sem ég nefndi í pistlinum.

Haukur Nikulásson, 23.5.2009 kl. 22:24

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

"Færustu Einstaklingarnir eru núna í útgerð." - Hvaða traustar heimildir hefur þú fyrir þessari fullyrðingu?

Eru það einhver málefnaleg rök, Fannar, að tala um Mugabe og Zimbabwe í þessu samhengi við okkur?

Haukur Nikulásson, 23.5.2009 kl. 22:31

8 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Haukur, þú verður að taka tillit til þess að Fannar telur sig vera réttborin og innvígðan kvótaerfingja, þannig að það er mikið í húfi fyrir pilt.

Jóhannes Ragnarsson, 24.5.2009 kl. 10:22

9 Smámynd: Fannar frá Rifi

til eins árs í senn?

vaaaá. algjör dauði á allir fjárfestingu og framþróun í sjávarútvegi. það fjárfestir engin í nýju skipi eða nýrri tækni til eins ár í senn. 

Mugabe gerði jarðir hvítra bænda upptækar í Zimbabwe. rökin voru að skiptingin væri ekki réttlát og að eigendur jarðanna hafi eignast þær með óréttlátum hætti. svipuð rök og menn nota hérna. 

hvernig stendur efnahagur Zimbabwe í dag? 

Björn. ertu að segja að það sé vitleysa að stunda sjávarútveg? að það hafi verið vitleysa að reyna að skapa atvinnu í landinu? að það hafi verið vitleysa að fara að lögum landsins og reglum þeim sem markaðar hafa verið með dómum? 

Mannréttindardómstóll Evrópu úrskurðaði að kvótakerfið á Íslandi væri algjörlega löglegt og ekki nein brot á mannréttindum. Mannréttindar dómstóll Evrópu sagði einnig að álit mannréttindar nefndar Sameinuðu Þjóðanna væri ekki marktæk og að hennar álit skipti engu máli. 

en menn verða bara að fá að brenna sig. þegar öll sjávarútvegsfyrirtæki landsins fara í gjaldþrot, stærstu viðskipta vinir fyrirtækjanna sömuleiðis (t.d. vélsmiðjur) þá fara bankarnir líka á hausinn nema til komi nýtt fé frá ríkinu inn í rekstur þeirra. 

semsagt þegar fyrningarleiðin verður farin munt þið borga beint og óbeint allar skuldir sjávarútvegs ásamt því að borga atvinnuleysis bætur sjómanna og landverkafólks. síðan er bara spurning hversu lengi hægt verður að stofna nýjar útgerðir og vinna upp þá markaði erlendis sem tapast. því það skiptir engu máli hversu mikið af fiski við komu með að landi. hann er verðlaus þangað til að hægt er að selja hann. 

Fannar frá Rifi, 24.5.2009 kl. 11:48

10 Smámynd: Haukur Nikulásson

Fannar, ég skil hvers vegna kvótakallarnir telja sig eiga þetta. Um það þurfum við ekki að þrátta svo sem. Útgerðarmenn verða að sjálfsögðu með forskot á að bjóða í þann kvóta sem er innkallaður þeir eiga skip og græjur til þess að veiða. Það er mín skoðun og margra annarra að þetta eigi að taka af þeim kvótann í heilu lagi og bjóða út.

Spurðu þig þeirra spurningar hvers vegna útvegsmenn og bændur eiga að hafa lögborinn rétt til framfærslu vinnu sinnar á kostnað annarra í þessu landi? Það eru jú mun fleiri sem framleiða matvæli og skapa verðmæti sem njóta engrar verndar við sína iðju.

LÍU mafían er samt ótrúlega sterk. Mér sýnist að hún hafi nánast keypt allt áróðurspláss í Mogganum í dag með sama kjaftæðinu og þessi dæmalausa röksemdarfærsla sem varð kveikjan að þessum andmælum mínum og margra annarra.

Haukur Nikulásson, 24.5.2009 kl. 21:52

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég þakka þér fyrir þennan pistil Haukur. Tek undir það sem þú segir. Það er allt of mikið af rugli í samfélaginu sem heftir eðlilegum vexti og velferð í hagkerfinu. Lénsveldið í sjávarútvegi ei dæmi um þetta rugl.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.5.2009 kl. 01:17

12 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mig langar til að benda á það að sveita- og bæjarstjórar hafa risið upp fyrir kvótagreifana og bent á „óréttinn“ sem þeir eru beittir með því að braskið með veiðiheimildirnar verði ekki lengur þeirra. Hvers vegna sjá þessir sveita- og bæjarstjórar ástæðu til að steita görn í nafni kvótabraskarans í sínu byggðarlagi þegar þeir hafa aldrei sagt múkk fyrir aðra íbúa þessa lands??

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.5.2009 kl. 14:21

13 identicon

" Bjóða út hluta kvótans til eins árs í senn á úthafsveiðiflotann og hinn hluti hans verði settur í strandveiði. Koma einhverju réttlæti í þessi mál aftur" 

"Það er mín skoðun og margra annarra að þetta eigi að taka af þeim kvótann í heilu lagi og bjóða út"

Með svona bulli sér maður að borgarbörn sem ekkert vita hafa á útgerðum eða sjávarútvegi eiga helst að sleppa því að tjá sig um þetta, þvílík og önnur eins heimska. 2008 var fyrsta árið frá upphafi þar sem ekki var dauðslys á sjónum, hvers vegna? Nú útaf því að framþróun skipa , tækni og fjárfestinga í þessum geira hefur verið gríðarlegur á síðustu árum. Bjóða kvóta út í 1 ár í senn þýðir endalok framþróunar og fjölgun alvarlegra slysa og dauðsfalla á sjónum. Það er greinilegt að þeir sem halda að bjóða eigi kvóta út í 1 ár í senn þýðir endalok hagkvæms útgerðar hér á landi og þetta vita allir sem snefil hafa af viti á sjávarútvegi. Það er greinilegt að umræða um kvótamálin getur líklega aldrei verið eðlileg þar sem of mikið af vitgrönnu fólki, fólki sem jafnvel aldrei hefur starfað í sjávarútvegi eða jafnvel aldrei séð fisk er að tjá sig mest um þetta og lætur eins og það hafi jafnvel eitthvað vit á þessu eins og t.d eigandi þessara bloggsíðu.

Gummi Lúð. (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 10:18

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband