Verkfælni við rannsókn þáttar auðmannana í hruninu

Það er með ólíkindum að ekki skuli vera löngu búið að ná í auðmennina og taka til alvarlegrar yfirheyrslu og skoðunar á högum þeirra. Þeir eru nefnilega ábyrgir fyrir hruninu á móti þeim spilltu stjórnmálamönnum og embættismönnum sem skópu þennan ótrúlega fjármálavettvang á Íslandi og víðar. Rökstuddur grunur um misferli er til staðar. Eftir hverju er beðið?

Á meðan er ýmist öllu ýtt til hliðar eða tíminn notaður til að bjarga þeim sem núna eru í náðinni hjá þeim sem ráða ferðinni. Hafi einhver haldið að eitthvað hefði breyst með stjórnarskiptunum í átt til ráðdeildar og heiðarleika þá má hinn sami staldra við. Það grasserar nefnilega ennþá stórkostleg spillt hagsmunagæsla sem þarf að uppræta áður en illa fer.

Það sem er ennþá verra er að nýja stjórnin veit ekkert hvernig á að bregðast við vandamálunum og tafsar út í eitt með þau sbr. ofuráherslu á ESB aðild sem einhverja allsherjar lausn. Hvenær í andskotanum verður þessu liði ljóst að það þarf að færa niður uppsvikinn skuldaklafa heimila og fyrirtækja til að koma málunum aftur í gang?

Mér sýnist að nýja stjórnin sé núna orðin svo föst í umræðum um einskis verð smáatriði að þau nota þau hreinlega til að forðast með öllu að takast á við stóra verkefnið.

Þegar hrun er jafn stórkostlegt og raun ber vitni þarf jafn stórkostlegar aðgerðir til að laga stöðuna aftur, smáskammtalækningar eru ekki nothæft sem meðal við svona hamförum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband