Þjóðin kaus ekki um aðild að ESB í síðustu kosningum

Það er alveg á hreinu að þjóðin kaus ekki þessa þingmenn til að sækja um aðild að ESB. Það er gróf túlkun Samfylkingarinnar á því hvað 29% fylgið þeirra þýddi fyrir þjóðina.

Landráð er heitið á þessum verknaði hvað svo sem hver segir. Það er sorglegt að fólk sjái ekki í gegnum þann áróður sem hér er á ferðinni.

Stór hluti fólks vill sjá hvað er í boði. Með öðrum orðum ef nógu hátt verð er í boði þá er Ísland til sölu eins og hver önnur auðlindahóra. Þetta fólk skammast sín ekki fyrir svona vændishugsun.


mbl.is Lítið um rök fyrir umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haukur.

Ég er mótfallinn inngöngu í ESB. Svo einfalt er það og hef ég ýmiskonar rök fyrir því.

Hinsvegar er afstaða margra ESB andstæðinga hláleg og nánast lítilsvirðing gagnvart öðru fólki þar sem lagst er í skotgrafarhernað og öll umræða sem slík um ESB mál nánast skilgreind sem landráð.

Þetta er hugsunarvillar því það að ræða málin og finna rök með og á móti er einn af höfuðkostum þess að búa í frjálsu samfélagi. Það eitt að setjast að samningaborði og sjá hvaða fletir eru á málinu er ekki vændi og vonandi að íslendingar verði svo upplýstir þegar að því kemur að þeir felli aðildarumsókn að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Enda held ég að ESB hafi ekkert að bjóða þegar að því kemur og þá sjá landsmenn og jafnvel núverandi ESB sinnar að okkur sé betur borgið utan Evrópusambandsins.

En leyfum málinu allavegana að þróast um stund. Svona er að búa í lýðræðisþjóðfélagi.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 22:43

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég er á móti því að vera á móti því að athuga hvað er í boði

Óskar Þorkelsson, 14.5.2009 kl. 22:51

3 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Í mínum huga er þetta annaðhvort yfirgengileg heimska eða þeir sem vita betur og vilja þarna inn, þá er það landráð

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 15.5.2009 kl. 00:22

4 Smámynd: Sigurjón

Það er nú nokkuð ljóst hvað er í boði.  Stefna og stjórn ESB er ekki eitthvað leyndarmál sem er aðeins afhjúpað tilvonandi aðildarríkjum.  Við munum ekki fá neinar undanþágur frá stefnu eða lögum sambandsins.  Það hefur meira að segja Olli Rehn sagt og honum er mikið í mun að skúbba okkur inn.  Undanþáguleysið veldur því að þetta er tómt mál að tala um.

Ég vona bara að ESB muni liðast í sundur áður en við höfum þá ógæfu til að ganga þar inn...

Sigurjón, 15.5.2009 kl. 03:57

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

..við hefðum aldrei átt að leggja helvítis símalínuna um suðurland.. 

Óskar Þorkelsson, 15.5.2009 kl. 09:10

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 265320

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband