ESB aðildarumsókn er tilraun til landráðs - Þetta heitir ekkert annað!

Ég þreytist seint á því að mæla gegn aðild að ESB. Hér er í gangi valdagræðgi sem þarf að sporna við.

Af hverju þarf að stofna klíku Evrópuþjóða? Með hverjum? Gegn hverjum? Af hverju eiga sumir að vera inni og aðrir úti? Dettur einhverjum í hug að ESB sé kærleiksbandalag þeirra bestu?

Hvað er að því að vera í bandalagi allra þjóða heims í gegnum sameinuðu þjóðirnar? Hvaða akkur er að því að stofna fullt af litlum þjóðaklúbbum? Er það til þess að stjórnmálamenn hafi næg tilefni til að ferðast um heiminn á kostnað almennings? Hvernig dettur fólki í hug að halda að ESB geti staðið við loforð um að lækka matarverð og vexti? Hversu "vinalegt" var Evrópusambandið þegar það beitti sér sérstaklega af afli til að pína íslendinga til að greiða kröfur sem einkafyrirtæki stofnuðu til? Hversu vinalegir voru Bretarnir, ein af stærri bandalagsþjóðunum, þegar þeir settu á okkur hryðjuverkalög?

Hvernig getur ESB lofað okkur betri og öruggari vinnumarkaði þegar atvinnuleysi er meira þar en hér þrátt fyrir allt? Síðan hvenær hefur eitthvað fengist fyrir ekkert í samskiptum þjóða?

Hvers vegna halda ESB sinnar upp á 17. júní og minningu Jóns Sigurðssonar? Hver trúir þeirri þvælu Eiríks Bergmann að það sé fullveldi að mega afsala sér fullveldi!?

Trúa islendingar almennt ennþá á jólasveininn?


mbl.is Hver veit nema ESB-umsókn frá Íslandi örvi Norðmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

SAMMÁLA!!!! Ég vona bara að þjóðin láti ekki glepja sig til að kjósa þetta "falska" bákn yfir okkur.     Þá fyrst mundi smæð þessarar fámennu þjóðar breytast í mikro-sellu innan um allar milljónaþjóðirnar. ESB er spilaborg á barmi hruns. Ég fylgist með þýskum og enskum  fréttum daglega og sé ekki betur en að við séum sæmilega vel sett hér í okkar sjálfstæði!

Við höfum svo marga möguleika hér heima. Það þyrfti t.d. að byggja miklu fleirri gróðurhús fyrir innlendann markað. Nóg er til af orkunni og vinnuaflinu hér og það er gaman og gefandi að vinna í garðrækt. Við erum dugleg þjóð og ættum að einbeita okkur að okkur óháð og frjáls!

anna (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 18:44

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

norðmenn hafa alltaf verið tvístígandi.. eins og staðan er í dag þá er um 52 % á móti en 47 % hlynnt aðild.

Það er kosið í noregi í haust... 

allt er þegar þrennt er ;) .. og fullreynt í fjórða.

Óskar Þorkelsson, 13.5.2009 kl. 21:51

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Eins og þú þreytist seint á að tala gegn ESB, Haukur, þreytist ég seint á að benda á að það verður bara kosið aftur og aftur og aftur ef "rétt" niðurstaða fæst ekki í fyrsta sinn - rétt eins og hérlendis þegar sameina á sveitarfélög...

Sjá hvað er að gerast í Noregi - þriðja kosningin handan við hornið ef svo fer sem horfir. Ef aðildarumsókn verður samþykkt verður aldrei kosið aftur.

Ingvar Valgeirsson, 13.5.2009 kl. 22:32

4 Smámynd: Sigurjón

O, ætli ESB-sinnarnir láti sér duga þriðja og fjórða skiptið...

Þeir sem vilja ganga í ESB eins og staðan er í dag (ég tala nú ekki um áður en gengið er að samningaborðinu, eins og flestir samspillingarmenn vilja) eru LANDRÁÐAMENN og hananú!  Ef við fengjum aðild, án þess að gefa neitt af okkar náttúrulegu auðlindum eftir, þá væri þetta skoðandi.

Sigurjón, 14.5.2009 kl. 14:27

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið sammála þessu hjá þér Haukur/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 14.5.2009 kl. 18:06

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband