Það þarf aðgerðir núna - ESB umræður gera ekkert nema að tefja

Fólk er að verða bálreitt vegna aðgerðarleysis og gaufs við stjórnarmyndun sem tefst vegna þrefs um ESB málið.

Bankarnir geta núna eftir kosningar farið að handvelja út þá sem þeir setja á hausinn og hverja ekki.

Það ber ekki á því að skilningur sé á því að leiðrétta verði skuldastöðu heimila og fyrirtækja í samræmi við almennt hrun uppskrúfaðra verðmæta.´

Búsáhaldabyltingin er barnaleikur í samanburði við það sem er brátt í uppsiglingu ef sama aðgerðarleysi stjórnvalda heldur áfram.


mbl.is 61,2% vilja aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég óttast einmitt það sama.  Vonandi skilja stjórnvöld að það þarf úrræði strax, en ekki þetta endalausa blaður um ESB.  ég er farin að fá grænar bólur þegar ég sé og heyri samfylkinguna enn einn ganginn hamast á inngöngu og nú segja þeir að það sé vilji þjóðarinnar, ja svei því. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2009 kl. 09:21

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Gjaldeyrisvandinn, trúverðugleiki meðal þjóða eru mikilvægir þættir í stöðugleikapakkanum og geta skapað umhverfi fyrir langtímaplön. Gengisvandamál og verðrtrygging eru vanda´mál bundin við íslensku krónuna og þau eru þau brýnu vandamál sem þarf að leysa. Þetta verður því ekki auðveldlega aðskilið, bráðaðgerðir og langtímaaðgerir. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 7.5.2009 kl. 09:36

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mér skilst að gjaldeyrislánið sé að verða búið - fór allt í kaffi fyrir stjórnarmyndunarfundina...

Ingvar Valgeirsson, 7.5.2009 kl. 10:47

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það er í lagi Ingvar ef þetta fór í Bragakaffið að norðan!

Haukur Nikulásson, 7.5.2009 kl. 13:59

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband