Útstrikanir GuðLAUGs koma ekki á óvart

Það er langt í frá að gruggug fjármál GuðLAUGs og tengsl hans við fyrirtæki vegna prófkjara sinna séu komin upp á yfirborðið.

Hvítþvottur "innri endurskoðunar" Reykjavíkurborga virðist hafa verið á hraðstillingu. Enda má spyrja sig að þeirri sárasaklausu spurningu hvort félagar GuðLAUGs í borgarstjórn hefðu þorað að velta upp öllum steinunum? 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur í RS með yfir 2000 útstrikanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er hætt við að stafabreyting í nafninu festist við hann

Kolla (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 21:36

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ætli ég hafi ekki átt þar einhverja sök hér.

Haukur Nikulásson, 28.4.2009 kl. 21:51

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Útstrikanir geta verið af ýmsum orsökum og geta bæði táknað lítið álit á frambjóðandanum sjálfum eða á stefnu hans, ef hún er mjög umdeild.

Í því ljósi verður stundum að lesa í útstrikanir og leggja mat á hvor þátturinn vegur þyngra. 

Ef flokkar eru klofnir um einstök stefnumál getur það birst í útstrikunum á báða bóga. 

Ómar Ragnarsson, 28.4.2009 kl. 22:51

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Haukur.

Ég tek undir með Ómari Ragnarssyni sem fer hér fram með fagleg rök.

Jóhann Páll Símonarson. 

Jóhann Páll Símonarson, 28.4.2009 kl. 23:36

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sælir Ómar og Jóhann,

Ég held að útstrikanir Guðlaugs tengist eingöngu styrkjamálum og spillingarlykt.

Yfirlýstar skoðanir hans eru svo sem ekkert úr takti við hugsanagang íhaldsins ef því er að skipta.

Haukur Nikulásson, 29.4.2009 kl. 06:25

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þegar þú talar um félaga hans í borgarstjórn - það eru sömu félagar og stoppuðu af REI-sameininguna, er það ekki?

Mér fannst hinsvegar svolítið skrýtið að þegar í ljós kom að VG hafði beðið Rannveigu Rist um styrk sagði Steingrímur að stjórnmálamenn gætu alveg þegið styrki án þess að ganga erinda styrkveitenda. En þegar aðrir fá styrki - reyndar mun hærri, en samt - þá er farið að tala um mútur.

Ingvar Valgeirsson, 29.4.2009 kl. 13:08

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ingvar, við erum væntanlega sammála um frasann "There is no such thing as a free lunch!". Það er hins vegar alltaf ætlast til einhvers endurgjalds í þessum efnum.

Ég dreg þær línur í þessu að styrkir séu ekki það háir að þeir hafi áhrif á ákvarðanatöku og eða gjörðir.  Hvar mörkin eiga að liggja er ekki vísindalega fundin tala, samt var ákveðið að það væri m.v. 300.000 krónur.

Haukur Nikulásson, 29.4.2009 kl. 15:53

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband