Hefði átt að strika Þráinn út - Laun eru ekki "gjöf"

Maður er strax farinn að sjá eftir því að hafa ekki strikað Þráinn út. Ég hugleiddi það alvarlega.

Þráinn getur ekki haldið því fram að hann eigi að hirða heiðurslaun listamanna og gera ekkert fyrir þau. Þessi mórall meðal listamanna virðist útbreiddur. Það skyldi þó hafa í huga að þetta eru "laun" en ekki "gjöf" og á þessu er verulegur munur.

Hafi einhver haldið að Þráinn hafi farið í framboð hugsjónanna vegna þá er það rangt. Hann tróð sér inn á Borgarahreyfinguna af því að Framsóknarflokkurinn hafnaði honum.

Stefnuleysi Borgarahreyfingarinnar endurspeglast í því að siða ekki karlinn til í þessu máli heldur beita orðhengilshætti við að réttlæta það sem er ekki verjandi með manninn á launum þingmanns.

Hvar er fordæmi jafnaðar, réttlætis og ráðdeildar sem Borgarahreyfingin ætlaði að standa fyrir? Afrekar hún að svíkja loforðin í þá veru áður en þau komast inn fyrir dyr Alþingis?

Ég kaus Borgarahreyfinguna. Ekki láta mig sjá eftir því korteri seinna!


mbl.is Þráinn taki ákvörðun um heiðurslaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Berðu saman heiðurslaun Þráins, 200þús fyrir skatt, og eftirlaun Davíðs Oddssona, nærri tvær milljónir fyrir skatta.

Verk þeirra beggja koma til með að standa lengi. 

Myndir Þráins fyrir komandi kynslóðir að skemmta sér við og læra um hvernig þjóðin var í raun og veru á þeim tíma sem myndirnar voru gerðar.

Og partý útrásarvíkinganna í boði Davíðs sem mun hvíla á okkur skattgreiðendum í næstu framtíð.

Hættum að röfla um þetta skitterí sem Þráinn fær.  Þetta er engin ofrausn.

Fólk er alltaf tilbúið að gera algeran tittlingaskít að aðalmáli.

(Svo var það Þráinn sem hafnaði Framsókn)

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 20:56

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Hvern fjandann ertu að draga Davíð inn í þetta eins og hverja aðra smjörklípu? - Ég kaus ekki Davíð og hann var ekki til umræðu hér (aldrei þessu vant!).

Davíð er engin afsökun fyrir græðgi Þráins í þessu máli.

Haukur Nikulásson, 28.4.2009 kl. 21:09

3 identicon

Held þú misskiljir mig.  Davíð kemur málinu ekki við og heldur ekki Þráinn. 

Það sem ég er að segja er að menn gera aukaatriði að aðalatriðum og öfugt. 

Ef vandamál þessarar þjóðar er ekki stærra en að Þráni hafi verið umbunað af þjóð sinni fyrir kvikmyndir sínar þá er hún í góðum málum. 

Þetta eru verðlaun og viðurkenning.  Þetta er viðurkenning en ekki eiginleg laun fyrir vinnuframlag.

Hvað ef hann hefði fengið alla upphæðina í einu fyrir einhverjum árum.  Ætti hann að skila henni.

Mér finnst menn vilja gera meiri skandal úr þessu en styrkjunum til Sjálfstæðisflokksins.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 21:26

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Jón, heiðurslaun Þráins eru tilkominn fyrir tilstilli Framsóknarflokksins á meðan hann var þar innanbúðar. Það er því alls ekki þjóðin sem veitir þetta heldur pólitískir vandamenn hans á sínum tíma. Það er siðferðilega rangt af honum að þiggja þessi laun (ekki gjöf) á meðan hann þiggur full laun fyrir starf sem þingmaður.

Berðu saman afköst hans sem listamanns við t.d. Ágúst Guðmundsson eða Friðrik Þór Friðriksson. Reyndu ekki að telja mér trú um að Þráinn standi þessum mönnum framar.

Haukur Nikulásson, 28.4.2009 kl. 21:36

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

...meðan ég man. Áfram heldurðu með smjörklípurnar nú styrkjamál íhaldsins. Ég er búinn að hamra á því ómælt líka ef þú hefur ekki tekið eftir því í öðrum pistlum.

Haukur Nikulásson, 28.4.2009 kl. 21:38

6 identicon

Var ekki að bera hann saman við einn né neinn. Myndi aldrei segja að hann væri einum eða öðrum fremri.  Þeir gera allir ólíkar myndir en höfða ekki til sama áhorfendahóps.

Ágúst og Friðrik koma örugglega til með að fá heiðurslaun líka.  Vonandi.

Hvað sem Framsóknarflokknum líður þá var tillaga menntamálaráðherra um heiðurslistamenn samþykkt mótatkvæðalaust á alþingi. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 21:43

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Mótatkvæðalaust þýðir bara samkomulag stjórnmálamanna um þessi mál listamanna, ekkert faglegt eða listrænt mat á því.

Þessir sömu þingmenn samþykktu eftirlaunalögin alræmdu á sínum tíma og um sín eigin kjör, gleymdu því ekki.

Haukur Nikulásson, 28.4.2009 kl. 21:55

8 identicon

Bið þig að loka á mig svo ég freistist ekki til að eiga í orðastað við þig síðar.

Það er ekki hægt.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 21:58

9 Smámynd: Haukur Nikulásson

Jón, þú ert fyrstur til að biðja um þetta. Því miður get ég ekki orðið við því af prinsippástæðum. Ég hef aðeins einu sinni lokað á einhvern og það var einhver sem þóttist vera Kristinn H. Gunnarsson. Ég hef afrekað að láta allt standa og líka m.a.s. rakinn dónaskap.

Rökræður eru mér skemmtun og helst ef allir halda haus í kurteisri en jafnvel beittri umræðu. Þó við séum ekki sammála þá er það svona þverhaus eins og mér ekkert á móti skapi.

Haukur Nikulásson, 28.4.2009 kl. 22:14

10 Smámynd: ThoR-E

Hvort sem Jón telur vera hægt að eiga við þig orðastað eða ekki ... að þá hefuru bara rétt fyrir þér í þessu máli.

Hvernig ætli sé hægt að taka mark á Þránni .. lesandi yfir öðrum um sjálftöku, græðgi og svo framvegis .. vitandi að hann sé á tvöföldum launum.

þú ert ekki fyrsti kjósandinn sem farinn er að sjá eftir atkvæði sínu.

ThoR-E, 28.4.2009 kl. 23:28

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband