Það voru margir búnir að spá öðru áfalli á undan Sigmundi Davíð

Ég er til dæmis einn þeirra. Ástæðan er m.a. sú að stjórnvöld hafa ekkert gert af viti frá því að Davíð felldi Glitnisbankann ótímabært og með offorsi.

Núverandi stjórn hefur reynt ýmislegt en virðist þó ekki í það heila tekið átta sig á því samhengi að allir lántakendur hafa verið teknir jafnt í görnina er varðar vexti, verðbætur og gengislánin. Leiðrétting á skuldastöðu heimila og fyrirtækja verður að vera gegnsæ og hlutfallsleg til að vera réttlát. 

Það er ótrúlegt að sumt fólk heldur því fram að sumir eigi ekki skilið að fá skuldaniðurfellingu vegna óhófs og bruðls í lántökum og eyðslu. Þau eiga samt sama hlutfallslega réttinn til niðurfellingar og aðrir. Öðruvísi verður ekkert réttlæti í því að koma þessari þjóð aftur á réttan kjöl.

Þótt það sé afar ólíklegt að ég kjósi Framsóknarflokkinn að þessu sinni er ég ánægður með áherslu þeirra á leiðréttingu skulda og var m.a. einn þeirra sem lagði þetta til við þá og aðra þingmenn s.l. haust.

Það er eiginlega þvert á samúð mína með Framsóknarflokknum að verða að viðurkenna að þeir eru með einu vitlegu tillöguna á þá veru að koma heimilum og fyrirtækjum raunverulega til hjálpar.

Það er hins vegar morgunljóst að það verða fljótlega aðrar kosningar vegna þess að það er eiginlega allt óuppgert ennþá. Ekki bara efnahagsmálin heldur líka spillingarmál þingmannsefnanna sem nú sækjast eftir kjöri. Það er fyrirsjáanlegur ófriður bæði utan og innan þingsins og það jafnvel strax í sumar.


mbl.is Sigmundur Davíð spáir öðru hruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það má þá fara að draga fram búsáhöldin aftur...!

corvus corax, 23.4.2009 kl. 20:40

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þetta er bölsýni.

Hilmar Gunnlaugsson, 23.4.2009 kl. 20:56

3 identicon

Furðuleg afstaða finnst mér að kjósa ekki þann flokk sem þú telur með raunhæfustu tillögurnar til bjargar fyrirtækjum og heimilum.  Ertu kannski haldinn sjálfseyðingarhvöt?  Auðvitað kjósum við Framsóknarflokkinn, eina endurnýjaða stjórnmálaaflið.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 21:40

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Gunnar, ég kýs ekki Framsókn vegna þátttöku í spillingarmálum með íhaldinu. Þeir fá mín vegna að vera í lengra fríi.

Tillögurnar hverfa ekki, það tekur hina smátíma að ná áttum í því.

Haukur Nikulásson, 23.4.2009 kl. 23:22

5 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Já, af hverju má aldrei UPPLÝSA þjóðina um SANNLEIKANN?  Bara sú staðreynd að ennþá er verið að "ljúga að okkur & halda leyndum skýrslum" leiðir til skorts á trausti og maður fær í raun bara kuldahroll að hlusta á þessa "atvinnulygara sem eru í stjórnmálum".  Nú á að reyna að "tala upp þjóðarskútuna - alveg eins og reynt var að tala upp svikamyllur bankanna".  Ég frábið mér að vera þátttakandi í slíkum blekkingar leik!  Hélt að nóg væri komið að "sýndarveruleika & lygum", en ég sé að gera á aðra tilraun til að hafa okkur (þjóðina) að bjánum...!  Hingað og ekki lengra, við biðjum um sannleikann, ekki "endarlaust froðusnak..."  Truth will set yOu free..!

Gleðilegt sumar - kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 23.4.2009 kl. 23:52

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband