Brjóstumkennanleg vörn hjá Þorgerði Katrínu "nýja forystumanninum"

Þorgerður Katrín er brjóstumkennanleg í þessari vörn. Tafsar út og suður með smjörklípum og ásökunum á aðra og notar síðan pólitískt útúrsnúningakjaftæði til að losna frá beinu umræðunni um óheilindin.

Að snúa því upp á Svandísi að hún sé nánast í rógburði þegar óskað er eftir vitneskju um fjármögnun Guðlaugs Þórs og fleiri á fokdýrri kosningabaráttu þeirra er of gegnsætt hjá henni til að sannfæra nokkurn mann. Það eru miklu fleiri en Svandís forvitin um það hvernig Guðlaugur Þór fjármagnaði auglýsingarnar og einnig hvernig hann og frúinn fengu og fjármögnuðu besta bitann í nýbyggingu ÍAV við Glæsibæ.

Hér hafa engar ásakanir verið bornar fram.  Það er einfaldlega óskað eftir því að þeir geri hreint fyrir sínum dyrum vegna rökstudds gruns um að þeir hafi haft rangt við og misnotað sér aðstöðu sína. Allar varnirnar hingað til eru ótrúverðugar svo vægt sé til orða tekið.


mbl.is Aldrei heyrt alvarlegri ásakanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margur heldur mig sig. Svandís Svavarsdóttir samþykkti lista kaupréttarhafa í margnefndu REI máli og færði þar auðmönnum miljarða á silfurfati. Trúir þú því að hún sem lykilmaður hafi ekki fengið neitt fyrir sinn snúð? Ég þekki engan sem trúir því. Svo fékk Svandís fyrrverandi eiginmann sinn til að gera skýrslu um afrek hennar innan Orkuveitunar og lét Orkuveituna borga honum áttahundruð þúsund krónur fyrir, en skýrsluna átti hún að vinna sjálf. Svandís er gjörspilltur stjórnmálamaður sem stjórnast af græðgi og valdhroka.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 18:22

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Mikill fróðleikur um Svandísi hér á ferð. Ég gef henni ekkert heilbrigðisvottorð frekar en öðrum í pólitíkinni Ómar.

Haukur Nikulásson, 14.4.2009 kl. 22:54

3 Smámynd: Sigurjón

Ég sá viðtalið við Þorgerði og mikið djöfull getur hún þvaðrað um allt og ekkert.  Hún er heimsk klappstýra á íþróttakappleik og getur ekkert gert nema stafað nafn liðsins (reyndar vitlaust).  Jafn hæfileikalausann og ósjarmerandi stjórnmálamann hef ég varla augum litið, nema ef væri Steingrímur Joð...

Sigurjón, 15.4.2009 kl. 01:38

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Aumingja konan er náttúrlega komin í þrot með afsakanir og undanslátt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.4.2009 kl. 11:06

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband