13.4.2009 | 08:00
Hér talar maður sem upphafði dæmda þjófinn inn á þing
Það er með ólíkindum að lesa Björn Bjarnason. Maðurinn sem talar um heiður og virðingu beitti sér séstaklega fyrir því með talsverðum brögðum og misnotkun á handhafavaldi forseta Íslands til að koma dæmdum þjófi á aftur þing. Það sem Björn kallar heiður og virðing er eitthvað sem þeir Sjálfstæðismenn ástunda stundum en ekki alltaf!
Sem uppalinn Sjálfstæðismaður gekk ég út af þessum spillta söfnuði haustið 2006. Ég get því alveg skilið gremju og óánægju þeirra alvöru heiðvirðu Sjálfstæðismanna sem horfa nú upp á ljóta sannleikann um forystu flokksins.
Það er ekki létt verk að gera upp við sig að stjórnmálaskoðun þín og sannfæring sé troðin í skítinn af spilltu skítapakki sem hefur olnbogað sér á toppinn með bellibrögðum, spilltum tengslum og erfðum. Það er mjög erfitt að sætta sig við að tryggð og ævilangur stuðningur hafi verið svívirtur með þessum hætti
Venjulegt fólk á enga samleið með þessu óheiðarlega og lygna pakki og þess vegna er réttast í stöðunni að urða þennan stjórnmálaflokk eins og hvert annað útrunnið rusl.
Heiður Sjálfstæðisflokksins ekki metinn til fjár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:59 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Ég gæti ekki verið meira sammála. Að vísu ekki uppalinn í þessum skít, en var búinn að vera þarna nægilega lengi til að skilja samhengi hlutanna og það sem endanlega fór nú með mig þarna út var þetta guðsvolaða kvótakerfi framsóknar og andskotans í sjávarútveginum. Stór hluti af þessu liði er þarna til að verja skepnuskapinn þann, sem sennilega er upphafið af froðunni sem hruninu olli.
Nei þeir skeyta ekki um neinn heiður þessir drullusokkar, því get ég lofað þér. Nema kannski sinn eigin, sumum þeirra er voða annt um hann og telja sig "heiðursmenn"...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 13.4.2009 kl. 08:21
Það er rétt hjá ykkur báðum að þessi flokkur er löngu kominn fram yfir síðasta söludag. Heiðarleikinn var slíkur fyrir síðustu kosningar að þeim þótti við hæfi að kara æru þjófsins hreina svo atkvæði þjófsnauta hans skiluðu sér nú örugglega til FLokksins. Urðum þennan skítahaug djúpt í næstu kosningum.
Sigurður Sveinsson, 13.4.2009 kl. 08:37
Mér finnst ósköp eðlilegt að akkúrat þessir bloggarar hér að ofan séu sammála drullusokki eins og Hauki Nikulássyni. Ég efast reyndar alltaf um heiðarleika og heilindi þeirra sem fara að básúna "fyrri veru" sína í stjórnmálaflokkum. Og ég er alveg viss um að Haukur þessi veit, en ákvað að hafa það að engu; að undirritun forsetavalds á beiðnum um "uppreista æru" er aðeins formsatriði og hreinlega skylda að lögum og stjórnarskrá, við uppfyllt skilyrði. Ég skil þó ekki alveg til fulls þá góðmennsku sjálfstæðismanna að skera Bessastaðaskrípið, Grísinn, niður úr þeirri snöru að VERÐA að skrifa undir "uppreista æru" Árna Jóhnsens á sínum tímu. Eina "skýringin" sem ég hef fengið er að sú ríkisstjórn sem þá sat, lét dintur og tíðar utanlandsferðir Ólafs Grímssonar aldrei fresta undirritunum forsetaembættisins.
Halldór Halldórsson, 13.4.2009 kl. 09:50
Lákúra Halldórs Halldórssonar fer ekki á milli mála. Uppnefnir fólk og sýnir svívirðu í garð annarra. Trúlega Trúr Sjálfstæðisflokknum og auglýsir vel þeirra innræti hér eins og sitt eigið.
Heiðarlegum Sjálfstæðismönnum er vorkunn.
Marta Gunnarsdóttir, 13.4.2009 kl. 12:25
Væri ekki bara hægt að stofna nýjan flokk? Hóp heiðarlegra hægrimanna?
Sóley Björk Stefánsdóttir, 13.4.2009 kl. 12:31
Halldór er nákvæmlega með það sem ég hef haldið um marga af mínum fyrrverandi félögum: Haldinn svo sterkri trú að það er sama hvað menn gera af sér þarna. Aldrei skal kosið neitt annað en íhaldið.
Ég ætla samt að leiðrétta hann með eitt atriði: Því var BLÁkalt logið að þjóðinni að uppreist æra væri eitthvert algengt formsatriði hjá forsetaembættinu. Sannleikurinn er sá að þetta hefur sárasjaldan eða næstum aldrei verið gert áður. Nefndu bara einhver dæmi um það.
Athugasemd Halldórs, þótt skítlega sé orðuð í minn garð, fær að standa honum til vegsauka.Haukur Nikulásson, 13.4.2009 kl. 12:50
Þegar þetta var í umræðunni hér um árið þegar fyrrv. Kvíabryggjubóndinn fékk æruna upp reista, þá var því haldið blákalt fram að þetta væri "algengt" að það jaðraði næstum við að halda mætti að þetta væri gert á hverjum degi. Þegar farið var að ganga á liðið sem hélt þessu fram og það beðið um að koma með dæmi, þá tók það nú dálítinn tíma að finna þessu fordæmi, en síðan fundust 2 eða 3 dæmi þess frá lýðveldisstofnun, svo "algengt" var nú þetta.
Það hefur lengi tekist að trúa fólki um allan andskotann í trausti þess að það viti ekki betur. En sú tíð er liðin, nema hjá þeim fáu sem eftir eru í SjálfstæðisFLokknum, þar er allt satt sem foringinn segir, jafnvel þó fólk vit annað. Sannleikurinn getur bara ekki verið eitthvað annað fyrst Foringinn segir það. Þessu fólki er vorkunn, hvað hægt er að gera í því veit ég ekki.
Frelsi hefur alltaf fylgt ábyrgð. Jafnt FLokka og einstaklinga. Það er eitthvað sem SjálfstæðisFLokkurinn þarf að skoða.
Sverrir Einarsson, 13.4.2009 kl. 17:08
Uppreist æra er nú ekki fáheyrt dæmi. Gamall vinur minn, sem sat inni fyrir morð fyrir mörgum árum, fékk uppreisn æru frá forseta einhverjum árum eftir að honum var sleppt. Sirka eins og að drekka vatn.
En þó var alger óþarfi að veita Árna uppreisn æru. Enn meiri óþarfi hjá honum að bjóða sig fram og svo aftur enn meiri óþarfi að kjósa hann í prófkjörinu.
Annars var ég búinn að ákveða að kjósa Hjarna Harðar. Svo hætti hann við, bévaður. Þá ákvað ég að kjósa hvern þann sem harðast berst gegn inngöngu landsins í ESB. Það reyndust vera Frjálslyndir, en þar sem Sturla Jónsson er í fyrsta sæti í mínu kjördæmi kemur það ekki til greina. Líklega eini maðurinn á landinu sem mér finnst verri kostur en Árni Johnsen.
Spurning um að flyja bara til Noregs.
Ingvar Valgeirsson, 13.4.2009 kl. 19:30
"stjórnmálaskoðun þín og sannfæring sé troðin í skítinn af spilltu skítapakki sem hefur olnbogað sér á toppinn með bellibrögðum, spilltum tengslum og erfðum."
"Venjulegt fólk á enga samleið með þessu óheiðarlega og lygna pakki og þess vegna er réttast í stöðunni að urða þennan stjórnmálaflokk eins og hvert annað útrunnið rusl."
Höfundur þessara orða á sér orðið marga "vegsauka"! En auðvitað er stór munur á um hvern orð eru notuð, ekki satt?
Halldór Halldórsson, 14.4.2009 kl. 09:43
Halldór, það er þessum mönnum létt í vasa að maður skammist út í þá vegna ábyrgðar þeirra á séríslenska efnahagshruninu, óheiðarleika og spillngu í gegnum árin. Við erum rétt að byrja að sjá toppinn á þeim ísjaka, sjáðu bara til.
Þeir ættu margir að vera í grjótinu þessa stundina fyrir glæpi. Tilefnin eru næg.
Haukur Nikulásson, 14.4.2009 kl. 10:15
Ég áskil mér fullan rétt til að kalla hvern þann ýmsum ónefnum, sem gefur mér einkunnir eins og "óheiðarlegt og lygið pakk", jafnvel "skítapakk"!
Halldór Halldórsson, 14.4.2009 kl. 10:51
Þú segir ekkert nema sannleikan hér Haukur. Munurinn á þér og mér er bara að ég var búin að sjá þetta miklu fyrr og farin að leita mér að öðru skipi. Velktist um lengi eða þangað til Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður. Hef einbeitt mér að honum síðan og líkar vel. Heiðarlegt og gott fólk þar. Þó nokkuð hafi verið um inngöngu fólk sem vildi eitthvað annað en velferð flokksins að leiðarljósi, þá hefur það fólk nú farið aftur, þegar það sá að stefnu flokksins yrði ekki breytt. Svoleiðis er nú það minn kæri.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2009 kl. 11:16
Halldór, ég held að ég láti þig eiga síðasta orðið.
Haukur Nikulásson, 14.4.2009 kl. 11:17
Ásthildur, það er rétt hjá þér, ég gaf íhaldinu miklu lengri séns en það átti skilið.
Frjálslyndi flokkurinn nær mér ekki vegna forystuleysis Guðjóns. Ég hef margreynt að hafa samband við hann og hann svarar engum tölvupóstum og hefur engan áhuga á samskiptum við mögulega stuðningsmenn. Þess vegna er þessi flokkur að hverfa þrátt fyrir ágæta málefnaskrá og marga góða stuðningsmenn eins og þig.
Haukur Nikulásson, 14.4.2009 kl. 11:21
Ég geri nú ekki andskoti mikið með hvað fírum eins og Halldóri Halldórssyni finnst um mig eða mínar skoðanir. Það þarf nú ekki lengi að lesa til að sjá í hornið á innrætinu.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 16.4.2009 kl. 20:11