Telur Mogginn þá að þessu máli sé þar með lokið?

Aldrei hefur það farið á milli mála að Morgunblaðið gengur erinda Sjálfstæðisflokksins af mikilli trúmennsku. Nýjasta dæmið er náttúrulega að milljarða skuldir voru skúraðar af fyrirtækinu og það selt nýjum eigendum, og jú, mikið rétt: gegnheilum skósveinum og fylgismönnum Sjálfstæðisflokksins.

Mér finnst fyrirsögn þessarar fréttar eigi að segja okkur meðalvitleysingunum að nú sé þetta mál bara búið og FL-okkurinn geti nú snúið sér að alvöru kosningamálum, eins og maðurinn með "laug" í nafninu sínu sagði í öðru fréttaviðtali sem ég heyrði í dag.


mbl.is Allt komið fram sem máli skiptir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Fyrir flokkinn já og Moggann, sendillinn axlaði ábyrð

Finnur Bárðarson, 11.4.2009 kl. 22:15

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

Sem sýnir að siðferði er ekki til í FLokknum.

Sverrir Einarsson, 11.4.2009 kl. 22:22

3 Smámynd: Pétur Ásbjörnsson

Skrítið, mér finnst eins og Guðlaugur þór hafi komið út úr þessu með páskaliljur í höndunum...

Pétur Ásbjörnsson, 11.4.2009 kl. 22:35

4 Smámynd: Sigurjón

Eða pálmagrein...

Sigurjón, 11.4.2009 kl. 22:48

5 Smámynd: Stefán Óli Sæbjörnsson

Hvar er séra Pálmi

Stefán Óli Sæbjörnsson, 11.4.2009 kl. 23:12

6 Smámynd: Sigurjón

Þetta er ekki hans Pálmasunnudagur...

Sigurjón, 12.4.2009 kl. 02:09

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband