Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins geri grein fyrir sínum fjármálum

Eftir ævilangan stuðning við Sjálfstæðisflokkinn til 35 ára sagði ég mig úr flokknum haustið 2006. Fékk ógeð á spillingu, einkavinavæðingu og síðast en ekki síst því óbragði sem fylgdi því að forysta flokksins beitti sérstökum brögðum til að gera dæmdum þjófi kleift að bjóða sig fram fyrr en hann á rétt til skv. lögum. Hann var bara hvítþveginn af handhöfum forsetavalds.

Oft hefur manni blöskrað mikil fjárráð sumra frambjóðenda íhaldsins og er maður í sumum tilvikum sannfærður um að auglýsinga- og kynningakostnaður sumra slagi mjög hátt í launin fyrir embættið.

Sérstaklega hefur mér þótt Guðlaugur Þór stórtækur og þá rifjast upp fyrir mér að ÍAV (Íslenskir aðalverktakar - fyrirtæki sem var selt ólöglega úr rikiseigu) fengu að byggja á lóð við Glæsibæ og fengu Guðlaugur Þór og frú besta bitann úr því húsnæði. Samt er ÍAV ekki á lista yfir stærstu styrktaraðila FL-okksins. Nú langar mig að spyrja beint út: Fékk Guðlaugur Þór styrk eða ívilnun vegna húsnæðisins í Glæsibæ? Eiginlega má gera þá sjálfsögðu kröfu á Guðlaug Þór að hann opinberi fjármál sín, enda er hann jú í opinberri þjónustu. Hann á að þola slíka skoðun.

Aðrir frambjóðendur FL-okksins mega líka gera grein fyrir sínum málum og einkanlega "nýi" formaðurinn Bjarni Benediktsson (með olíusamráðið óuppgert í vasanum) og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem er hluti af margnefndri "nýrri forystu" Sjálfstæðisflokksins. Ýmislegt má kalla nýtt nú til dags!

Svona nú sjallar, upp með bókhaldið! Vekið á ykkur "nýtt" traust fyrir kosningarnar!


mbl.is Þingflokkurinn á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband