Leiðrétting skulda er ekki í sjónmáli - hvað ætlar stjórnin að gera?

Það er deginum ljósara að það er ekki hægt að velta á undan sér þeim skuldapakka sem fjölskyldur og fyrirtæki þurfa að bera. Það sjá allir nú þegar og líka ríkisstjórnin.

Vandamálið er að fæstir þingmenn og ráðherrar eru meðal skuldara og eru þar af leiðandi eiginlega stikkfrí frá þessum leiðindamálum þegar á reynir.

Leiðrétta þarf skuldastöðuna vegna þess að hún hefur verið fölsuð í þá óviðráðanlegu stöðu sem hún er í núna. Fölsunin felst í stýrivaxtadellu Davíðs Oddssonar og afleiðingar þess sem var röng verðbólgumæling og tilheyrandi verðbótaálag og vaxtaokur.

Lánastarfsemi á Íslandi hefur í nokkur ár verið stórfelld vörusvik sem fólki gengur erfiðlega að átta sig á. Það trúa því nefnilega fæstir að hægt sé að stela svona skipulega og stórkostlega af fólki og fyrirtækjum sem skulda peninga. Ykkur er óhætt að vakna til þess raunveruleika.

Þó að ég sé ánægður með að Jóhanna leiði nýja ríkisstjórn óttast ég samt að stjórnin muni ekki hafa það hugrekki sem þarf til að taka á þessu máli af viti. Það að velta málunum á undan sér er engin lausn. Lengri hengingarsnúra er ekki það sem við viljum.


mbl.is Erfiður vetur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Tek undir með þér.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 10.2.2009 kl. 06:24

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband