29.1.2009 | 17:16
Fjárhagsleg björgun er ekki möguleg með 18% stýrivöxtum áfram
Þessi ákvörðun IMF er algjör fábjánaháttur gagnvart íslenskri þjóð.
Hverja er verið að vernda með 18% stýrivöxtum? Skuldara þessa lands sem hafa til margra ára greitt spákaupmennsku útlendra krónubréfaeigenda og hafa fyrir löngu verið píndir meira en hægt er. Það er ekki meira til i þeirra vösum.
Þessi hálfvitapeningastjórn er beinlínis að segja fólki að það hafi eiginlega engan tilgang að borga skuldir lengur því það stendur enginn undir þessu.
Það er skýlaus krafa að það verði farið í skipulagða niðurfærslu skulda, hvort sem er myntkörfulána og verðtryggðra lána. Hvað þarf marga til að koma stjórnvöldum í skilning að engin önnur leið er fær ef þessi þjóð á að geta lifað?
Það skiptir ekki máli hvort skipt er um ríkisstjórn ef það þýðir ekki að til komi nýjar og raunhæfari björgunaraðgerðir. Ef IMF er ósátt við alvöru aðgerðir þá á bara að skila IMF allri aðstoðinni og hefja sjálfsþurftarbúskap undir hugsuninni að það sé betra að vera fátækur á núlli en skuldugur upp á annan tug milljóna hvert mannsbarn.
Það gengur ekki að halda lántökuvitleysu áfram ef það er bara viðbót á heildarskuldir og áframhaldandi botnlaust vaxtaokur á skuldaranna.
IMF: Munu ræða mögulega vaxtalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Nú þegar að 70% af lánum heimila eru verðtryggð þá finnur nú fólk lítið fyrir þessu stýrivöxtum. Það er verðbólgan sem hækkar lánin. Fyrirtæki sem eru með mikið af skammtíma skuldum finna mest fyrir þettu. Í raun eru 18% strýrivextir neikvæðir þar sem verðbólgan er 18,7%. Held að flestir sérfræðingar sem ekki eru í tengslum við atvinnurekendur hafi verið sammála IMF sem og að aðalhagfræðingur Seðlabanka var líka sammála þessu á kynningarfundi í dag.
IMF og sérfræðingar töluðu um það að nú færi verðbólga að hjaðna fljótlega og um leið yrðu vextir lækkaðir. Krónan er að styrkjast og ég held að það hjálpi fyrirtækjum sem þurfa að flytja inn hráefni.
Magnús Helgi Björgvinsson, 29.1.2009 kl. 18:59
Verðbólgumælingin er nú dregin í efa Magnús. Það er spurning hvaða þætti er eðlilegt að draga inn í hana á svona óeðlilegum tíma og skyndilegu hruni alls sem áður þótti sjálfsagt að mæla. Það þótti t.a.m. sumum ekki rétt að reikna hækkun fasteigna inn í verðbólgumælingu og héldu margir því fram að það væri ekki gert víðast í nágrannalöndum okkar. Ég reyndar hef ekkert fyrir mér í því efni.
Meginmálið er að peningastjórn endurspeglar ekki þarfir samfélagsins heldur einhvers lítils og þröngs hagsmunahóps að því er virðist. Gegnsæi er ekkert og ég er grjótviss að Seðlabankinn veit ekkert hvað hann er að gera, því ef hann hefði einhvern tímann haft hugmynd um það þá værum við ekki í þessari stöðu nú.
Fjármálafáviska er það eina sem við vitum örugglega að var sameiginleg stjórnvöldum, Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu og bönkunum. Ég ætla ekki að segja til um hversu stóran hlut í hruninu hver þessara aðila á fyrir sig.
Haukur Nikulásson, 29.1.2009 kl. 19:48
Ég hef alltaf átt erfitt með að sætta mig við að skulda meira vegna hækkana á áfengi og tóbaki. Fæ fyrir vikið samviskubit þegar ég kaupi þessar nauðþurftir. Eins skil ég ekki að ef (að mestu) kvenpeningurinn missir sig á tuskuútsölum í Kringlunni sé það gott fyrir lánið mitt. En ég er ekki hagfræðingur eða viðskiptamógúll. Hins vegar er ég sammála hverju orði hjá þér Haukur.
Ævar Rafn Kjartansson, 29.1.2009 kl. 20:46
Verðbólgumælingin er vitlaus, en það er til einföld leið. Nota launavísitöluna til verðtyrggingar og setja hámark á vexti t.d. 3% sem er sú ávöxtun sem fjármagnseigendur sætta sig við. Þá geta lífeyrirsjóðirnir sem kvarta mest þegar talað er um afnám verðtryggingar ekki sagt neitt og þeirra umbjóðendur fá verðtryggingu af sínum peningum í hlutfalli við kjörin á markaðinum.
Það er einn megin galli á verðbólgumælingunni sem notuð er núna að hún mælir verðlag en tekur ekkert tillit til magns. þ.e. ef eitthvað hækkar mjög mikið þá hækkar vísitalan mikið og lánin okkar með, en það kemur ekki inn í mælinguna að við kaupum minna af viðkomandi vöru. Sem sagt raunhækunin er ekki eins mikil og verðhækkunin. Þess vegna gefur launavísitala réttari mynd af verðbólgu.
Sigurjón Jónsson, 30.1.2009 kl. 09:34