Fjárhagsleg björgun er ekki möguleg með 18% stýrivöxtum áfram

Þessi ákvörðun IMF er algjör fábjánaháttur gagnvart íslenskri þjóð.

Hverja er verið að vernda með 18% stýrivöxtum? Skuldara þessa lands sem hafa til margra ára greitt spákaupmennsku útlendra krónubréfaeigenda og hafa fyrir löngu verið píndir meira en hægt er. Það er ekki meira til i þeirra vösum.

Þessi hálfvitapeningastjórn er beinlínis að segja fólki að það hafi eiginlega engan tilgang að borga skuldir lengur því það stendur enginn undir þessu.

Það er skýlaus krafa að það verði farið í skipulagða niðurfærslu skulda, hvort sem er myntkörfulána og verðtryggðra lána. Hvað þarf marga til að koma stjórnvöldum í skilning að engin önnur leið er fær ef þessi þjóð á að geta lifað?

Það skiptir ekki máli hvort skipt er um ríkisstjórn ef það þýðir ekki að til komi nýjar og raunhæfari björgunaraðgerðir. Ef IMF er ósátt við alvöru aðgerðir þá á bara að skila IMF allri aðstoðinni og hefja sjálfsþurftarbúskap undir hugsuninni að það sé betra að vera fátækur á núlli en skuldugur upp á annan tug milljóna hvert mannsbarn.

Það gengur ekki að halda lántökuvitleysu áfram ef það er bara viðbót á heildarskuldir og áframhaldandi botnlaust vaxtaokur á skuldaranna.


mbl.is IMF: Munu ræða mögulega vaxtalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nú þegar að 70% af lánum heimila eru verðtryggð þá finnur nú fólk lítið fyrir þessu stýrivöxtum. Það er verðbólgan sem hækkar lánin. Fyrirtæki sem eru með mikið af skammtíma skuldum finna mest fyrir þettu. Í raun eru 18% strýrivextir neikvæðir þar sem verðbólgan er 18,7%. Held að flestir sérfræðingar sem ekki eru í tengslum við atvinnurekendur hafi verið sammála IMF sem og að aðalhagfræðingur Seðlabanka var líka sammála þessu á kynningarfundi í dag.

IMF og sérfræðingar töluðu um það að nú færi verðbólga að hjaðna fljótlega og um leið yrðu vextir lækkaðir. Krónan er að styrkjast og ég held að það hjálpi fyrirtækjum sem þurfa að flytja inn hráefni.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.1.2009 kl. 18:59

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Verðbólgumælingin er nú dregin í efa Magnús. Það er spurning hvaða þætti er eðlilegt að draga inn í  hana á svona óeðlilegum tíma og skyndilegu hruni alls sem áður þótti sjálfsagt að mæla. Það þótti t.a.m. sumum ekki rétt að reikna hækkun fasteigna inn í verðbólgumælingu og héldu margir því fram að það væri ekki gert víðast í nágrannalöndum okkar. Ég reyndar hef ekkert fyrir mér í því efni.

Meginmálið er að peningastjórn endurspeglar ekki þarfir samfélagsins heldur einhvers lítils og þröngs hagsmunahóps að því er virðist. Gegnsæi er ekkert og ég er grjótviss að Seðlabankinn veit ekkert hvað hann er að gera, því ef hann hefði einhvern tímann haft hugmynd um það þá værum við ekki í þessari stöðu nú.

Fjármálafáviska er það eina sem við vitum örugglega að var sameiginleg stjórnvöldum, Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu og bönkunum. Ég ætla ekki að segja til um hversu stóran hlut í hruninu hver þessara aðila á fyrir sig.

Haukur Nikulásson, 29.1.2009 kl. 19:48

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég hef alltaf átt erfitt með að sætta mig við að skulda meira vegna hækkana á áfengi og tóbaki. Fæ fyrir vikið samviskubit þegar ég kaupi þessar nauðþurftir. Eins skil ég ekki að ef (að mestu) kvenpeningurinn missir sig á tuskuútsölum í Kringlunni sé það gott fyrir lánið mitt. En ég er ekki hagfræðingur eða viðskiptamógúll. Hins vegar er ég sammála hverju orði hjá þér Haukur.

Ævar Rafn Kjartansson, 29.1.2009 kl. 20:46

4 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Verðbólgumælingin er vitlaus, en það er til einföld leið. Nota launavísitöluna til verðtyrggingar og setja hámark á vexti t.d. 3% sem er sú ávöxtun sem fjármagnseigendur sætta sig við. Þá geta lífeyrirsjóðirnir sem kvarta mest þegar talað er um afnám verðtryggingar ekki sagt neitt og þeirra umbjóðendur fá verðtryggingu af sínum peningum í hlutfalli við kjörin á markaðinum.

Það er einn megin galli á verðbólgumælingunni sem notuð er núna að hún mælir verðlag en tekur ekkert tillit til magns. þ.e. ef eitthvað hækkar mjög mikið þá hækkar vísitalan mikið og lánin okkar með, en það kemur ekki inn í mælinguna að við kaupum minna af viðkomandi vöru. Sem sagt raunhækunin er ekki eins mikil og verðhækkunin. Þess vegna gefur launavísitala réttari mynd af verðbólgu.

Sigurjón Jónsson, 30.1.2009 kl. 09:34

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband