Verður Solla að fá að vera AÐAL áður en hún hættir?

Það er að koma betur og betur í ljós að völd, vegtyllur og peningar ráða för hjá ráðamönnum þessarar þjóðar ekkert síður en auðmönnunum. Þetta er líka ástæðan fyrir því að engin alvöru rannsókn á afglöpum mun fara fram þegar á reynir. Þetta fólk tengist of illilega.

Það kemur fram að ákörðunum hefur verið slegið á frest vegna veikinda Sollu og það getur heil þjóð ekki sætt sig við. Við sættum okkur enn síður að veikindi Sollu nú þýði að hún eigi í einhverju ímynduðu virðingarskyni að fá að vera forsætisráðherra í einhverjar vikur áður en hún hættir í pólitík. Það er einsýnt að svo verður því miður.

Vegtyllan er sýnilega aðalatriðið, fólkið og þjóðarhagur aukaatriðið.


mbl.is Vilja taka að sér verkstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þegar ég heyrði þetta með forsætisráðherrastólinn í morgunn þá hélt ég að þetta væri djók.. sko fyrir það fyrsta þá er þessi krafa svo stór að þetta er í raun ósk til sjálfstektarinnar að slíta stjórnarsamstarfinu.  Sjálfstektin getur ekki undir nokkrum kringumstæðum gefið þennan stól frá sér án þess að missa andlitið og virðinguna um leið.. sem sagt niðurlægður.  Þótt sjálfstektin sé á hnjánum bókstaflega, þá eru þeir ekki búnir á því og kunna meira fyrir sér í svínslegum pólitískum lúabrögðum en samfó.. ég er ansi hræddur um að ef þetta er satt þá muni Samfó fá skell frá sjálfstektinni í dag.. skellur sem ekki er séð fyrir.

Óskar Þorkelsson, 26.1.2009 kl. 08:52

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þetta er aum krafa svo ekki verði meira sagt. En sjáum hvernig dagurinn þróast.

Ævar Rafn Kjartansson, 26.1.2009 kl. 11:28

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já dagurinn hefur þróast í þá átt að stjórnin er fallinn, svo er spurning um hvað tekur við.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2009 kl. 14:57

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mér sýnist nokkuð ljóst að Samfó hefur sett þessa kröfu fram til að slíta samstarfinu. Asnalegt að gera það hreint og beint.

Ingvar Valgeirsson, 26.1.2009 kl. 15:12

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband