Er ekki nóg fyrir Moggann að flagga Birni sem forsíðubloggara?

Ég er að verða svolítið þreyttur á ritstýringu mbl.is á því hverjir eru á forsíðu bloggsins. Þar er næstum öllum sjálfstæðismönnum sem nenna yfirhöfuð að tjá sig í skrifuðu máli flaggað með áberandi hætti á forsíðu bloggsins. Skiptir hér engu máli hvort það er eitthvert vit í þessum skrifum eða ekki. Það er að verða meira áberandi líka að Björn Bjarnason er ekki bara á forsíðu bloggsins, heldur ýta þeir því enn fastar að fólki með því að búa til fréttir úr því sem ekkert er. Þessi áróður Moggans fyrir íhaldið mun nú harðna í aðdraganda kosninga.

Það er líka að verða sífellt meira áberandi að margir þessara bloggara íhaldsins hafa ekkert þol lengur til að taka við athugasemdum á blogginu og því eru skrifin þeirra bara einhliða málflutningur sem enginn má svara eða rökræða. Margt af þessu fólki gerir ekkert annað þessa dagana en að blogga um "skrílslæti" mótmælenda. Er ekki eðlilegra að Mogginn setji pistlana þeirra bara á síður blaðsins? Það þarf enga gagnvirkni þar. Hvers vegna er miðillinn að hampa þeim sem ekki nýta aðalkost miðilsins sem er gagnvirkni og rökræður?

Látið frekar þá sem eru með alvöru umræður og hafa úthald í rökræður fara á forsíðu bloggsins. Það er til að mynda löngu kominn tími á að ég fái þarna sess þó ég segi sjálfur frá. Mogginn á alveg að geta þolað nokkrar raddir þeirra sem ekki eru lengur á klafa íhaldstrúarinnar.


mbl.is Björn: Mikilvægt að búið sé að velja landsfundarfulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já þetta er magnað. Líka skondið hve fáir xd bloggarar gefa færi á kommentum á bloggum sínum, en eru með því yfirlýsingaglaðari.

Þetta eru málefnalegir menn, eða hvað.

hilmar jónsson, 24.1.2009 kl. 22:47

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Innilega sammála þér um að þú ættir að vera forsíðubloggari. Þeir eru sagðir vera um 200. Ég held ekki að það séu stjórnmálaskoðanir sem ráði mestu um það hverjir komast í þann hóp. Prófaðu að skrifa Árna Matthíassyni. Ég veit dæmi þess að fólk hefur komist í þennan hóp vegna beiðni þar um. Ekki lesa Moggabloggsguðirnir öll blogg.

Sæmundur Bjarnason, 24.1.2009 kl. 23:43

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Árni Matthíasson hefur fengið beiðni frá mér, Sæmundur. Ég er bara ekki í náðinni hjá honum. Ég tel það vera vegna þess hversu óvæginn ég er í garð íhaldsins sem ég studdi og vann fyrir allt til ársins 2007 eða í rúm 40 ár af ævi minni.

Haukur Nikulásson, 24.1.2009 kl. 23:59

4 Smámynd: halkatla

Þetta virkar rosalega montin yfirlýsing: "löngu kominn tími á að ég fái þarna sess þó ég segi sjálfur frá" - en hún er alveg rökrétt það er nú bara þannig og ég er sammála þér nú sem oft áður. Mbl er farið í haukana!

halkatla, 25.1.2009 kl. 00:07

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Anna Karen, það er rétt hjá þér og hún á að vera svona. Fullkomlega montin og yfirlætisleg. That's me!

Haukur Nikulásson, 25.1.2009 kl. 00:13

6 identicon

Já, það er ekki sama Jón eða Séra/sullenberger Jón. Sumir bara byrja að blogga.. af toppnum. Hér er t.d. einn sem gaman væri að vita hvaða ítök hefur á Moggann svo hann eigi rétt á eða skilið að fljóta með elítunni á toppnum á blogginu. Örfáar lélegar færslur og ekki er maðurinn að skapa umræður með færslum sínum. En svona er lífið, ef þú ert séra þá eru þér allar dyr opnar, jafnvel þó þú sért hálfóskrifandi og illa orðandi á hluti og málefni. Þú ert góður penni Haukur og ættir sannarlega að vera í flokki ofurbloggahóps elítunar, sem og margir aðrir góðir á blogginu. Aftur á móti finnst mér óásættanlegt að moggamenn setji sem skilyrði til að komast í elítuna, að menn eigi að vera harðir bloggarar sem skapi heitar og góðar umræður um dagleg málefni en setji svo bæði menn á toppinn sem þola ekki athugasemdir í kerfi sitt (athugasemdalaus blogg) og svo í þokkabót nýbyrjaða bloggara bara afþví þeir eru eitthvað meira en Jón úti í bæ, eða halda það í það minnsta. Ekkert nema sleikjuháttur, eða vin/frænd- og eða tengsl á einhvern hátt.

Bloggari Sullenberger.

Gúndi. (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 00:46

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband