Stjórnin er fallin - Huga þarf að endurnýjun í stjórnkerfi landsins

Það fer ekki á milli mála að kröfur mótmælenda eru að hafast og stjórnin er í raun fallin.

Næsta skref er að koma sér saman um að læra af stjórnarháttum undanfarinna ára og koma á nýrri skipan í þjóðfélaginu. Það er t.d. tímabært að breyta kosningalögum og reyna að nálgast það verkefni betur að velja valinkunna sómamenn og konur til þingstarfa, ekki bara flokksforingja og sníkjudýrin þeirra.

Það reynir nú mjög á að samræma störf þeirra sem vilja koma landinu af braut spillingarinnar og græðginnar á braut jafnaðarmennsku og hófsemi. Til þess þarf fólk að draga niður eiginhagsmunapólitík og hafa vilja til að mynda stjórnmálaafl sem stefnir að ásættanlegum breytingum en ekki fjölda áhrifalausra smáflokka sem ekki ná 5% lágmarki til að koma fólki á þing.

Til að þetta geti orðið verða smákóngarnir sýna alvöru samstarfsvilja þangað til endanlegur leiðtogi yrði valinn á síðustu metrunum í slíku starfi og þá með beinni kosningu allra skráðra félaga. Það er hægt að gera þetta af viti ef viljinn er til þess.


mbl.is Þingfundur fellur niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband