Er ekki nóg málfrelsi fyrir Eirík Stefánsson að góla endalaust á útvarpi Sögu?

Það er nú hægt að misbjóða manni herfilega. Eiríkur Stefánsson er á góðri leið með að verða að svipuðu þorpsfífli og þeir félagar hans Ástþór, Sverrir Stormsker og Jónína Ben. Þau eiga það öll sameiginlegt að geta stundum talað um mál er varða réttlæti og samfélagsumbætur. Samt eyðileggja þau þetta allt með tómum fíflagangi.

Er nokkur furða að Mogginn hampi þeim sérstaklega sem forsíðubloggurum? Þetta er einmitt það sem hentar íhaldinu og það er að mestu goparnir meðal stjórnarandstæðinga og mótmælenda eru hafðir sem mest áberandi til að fólk trúi því að þau séu að endurspegla hina almennu mótmælendur.  þau eru eiginlega bara vatn á myllu stjórnvalda fyrir trúðslegan yfirgang í fjölmiðlum.

Mogginn gerir sitt til að stjórna umræðunni með þessum hætti og mótar skoðanir þeirra einfaldari sem ekki sjá í gegnum það þegar hampað er vondum málflutningi mótmælenda beinlínis til að vinna stjórnvöldum stuðning.


mbl.is Fjöldi manns á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mikið til í þessu hjá þér Haukur

Óskar Þorkelsson, 17.1.2009 kl. 22:01

2 identicon

Ásgerður Jóna Flosadóttir á líka heima á þessum lista. Hún er sérleg vinkona Eiríks og Ástþórs.

BB (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 23:37

3 Smámynd: Landfari

Það sem ég skil ekki er af hverju Hörður leifir ekki þeim felögum að halda sína töluna hvorum. Hann auglýsir þetta sem raddir fólksins en svo eru sumir bara rétthærri en aðrir.

Get ekki að því gert að mér finnst hann sjálfur vera að beita þeim aðferðum sem hann er að mótmæla.

Landfari, 18.1.2009 kl. 02:40

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Er birting blogga á forsíðu ekki eitthvað tengd vinsældum? Stormsker, Ástþór og Jónína eru mikið lesin og því flaggað. Reyndar leit ég á mbl.is rétt í þessu og sá bara Hlyn Hallsson, Ómar Ragnarsson, Baldvin J. og Friðrik Þór. Allir að mótmæla þannig séð, enginn að verja Seðlabankann, Íhaldið, Ríkisstjórnina eða neitt í þá veru. Reyndar finnst mér sem Hlynur Halls ofsæki mig á mbl.is, finnst sem hann sé alltaf á forsíðunni.

Er þetta ekki eitthvað form bloggparanoju hjá þér, Haukur?

En á hinn bóginn finnst mér skrýtið að Ástþór fái athygli ennþá. Hann ætti fyrir löngu að vera orðinn eins og róni, eitthvað sem fólk leiðir bara hjá sér og lítur í hina áttina.

Ingvar Valgeirsson, 18.1.2009 kl. 11:33

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

forsíðublogg er eitthvað tengt vinsældum en svo er þarna líka handstýring.. td BB sem er ekki einu sinni moggabloggari :)  Þetta er sem sagt ritstýrt.  Það er eiginlega skammarlegt að verða forsíðubloggari í dag.. svona miðað við hvernig handstýringunni er háttað.

Óskar Þorkelsson, 18.1.2009 kl. 11:38

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Landfari: Ég hef beðið Hörð um að fá að tala þarna á fundi og tel mig hafa ýmislegt fram að færa. Það er bara í hans höndum hvort hann vill það. Það þýðir þó ekki að ég ætli að haga mér eins og Ástþór og félagar sem halda að þeir eigi einhvern heilagan rétt á því að Hörður prómóteri vitleysinga til að skemma bara fyrir málstaðnum. Ég skil Hörð að þessu leyti.

Ingvar og Óskar: Blogginu er handstýrt og það hef ég stúderað. Forsíðubloggarar eru valdir svona: Þjóðfrægt fólk, blaðamenn Morgunblaðsins, þekkt fjölmiðlafólk, þingmenn, sveitarstjórnarmenn Sjálfstæðisflokksins, embættismenn Sjálfstæðisflokksins, sérstakir vinir Árna Matthíassonar, nokkrar skemmtilegar og fyndnar konur, fólk sem á vorkenna með þjóðarathygli (þ.m.t. dauðvona) og síðast en ekki síst kverúlantar úr hópi stjórnarandstæðinga sem bæta málstað Sjálfstæðisflokksins með yfirkeyrt bull. Það er að sjálfsögðu góður slatti af fólki sem skrifar þarna sem mörgum finnst skemmtilegt og verðskuldar mikinn lestur.

Ég tel mig ekki vera með neina sérstaka paranoju Ingvar. Ég geng með pólitíkus í maganum og bað Árna um að setja mig á forsíðu til að koma að þjóðþrifamálum. Ég vek hjá honum andúð, sem ég tel tilkomna vegna þess að ég sagði mig úr Sjálfstæðisflokknum eftir ævilangan stuðning og þjónustu. Ég fékk nóg af spillingunni þarna og ógeðinu sem ríkir í einkavinavæðingu sem restin af þessum flokki er ennþá að kóa með. Til að koma mínum málum á framfæri verð ég að blogga með fréttum til að fá einhvern lestur. Það versta sem íhaldið fær í hausinn eru menn eins og ég sem er búinn að sjá hvernig þeir raunverulega starfa að mestu eins og trúfélag einfeldninga með Guðinn sinn Davíð Oddsson.

Það er svo sem ekki mikið mál að komast í talsverðan lestur með því að blogga svo sem 5 sinnum á dag. Mér finnst hins vegar að þegar maður er búinn að skrifa næstum þúsund pistla á tveimur árum, að Árni eigi að leyfa mér að hefja þjóðþrifamál án þess að þurfa tengja það við fréttir.

Það sem Mogginn er ekki að virða við mig er að þeir hafa beinlínis tekjur af manni í formi auglýsinga. Ég tel mig því ekki fá hjá þeim eðlilega þjónustu til baka.

Björn Bjarnason, Einar K. Guðfinnsson, Sigurður Kári, Birgir Ármannsson og fleiri eru góð dæmi um menn sem fengju enga lesningu nema út á forsíðuuppstillingu hjá Mogganum.  Ég fæ heldur ekki skilið að það sé heilbrigt að stilla snarrugluðu fólki upp á forsíðunni eins og Ástþóri, Sverri Stormsker og Jónínu Ben sem skrifa nánast eingöngu eitthvað sem er bilað. Með þessu er Mogginn stórtækur í útbreiðslu ranghugmynda.

Ég ætla mér ekki að fara í trúðsleikinn til að vekja athygli. Maður hefur jú ennþá einhverja sjálfsvirðingu. Ég missi heldur ekki svefn yfir því að hljóta ekki náð fyrir mönnum sem nú eru pólitískir andstæðingar, við hverju öðru á ég að búast?

Haukur Nikulásson, 18.1.2009 kl. 12:19

7 Smámynd: Landfari

Haukur, það er nú einu sinni þannig að Herði torfa finnst á sér og fleirum brotið og tekur því ekki þegjandi. Það gera hinsvegar mjög margir, hver í sínu horni.

Ástþóri Magnússyni finnst á sér brotið að fá ekki að koma sínum skoðunum á framfæri á fundi sem er auglýstur opinn fyrir alla. Þegar á reynir er hann bara opinn fyrir suma. Þá sem eru jafnari en aðrir.

Hann tekur því ekki þeygjandi frekar en Hörður Torfa,  öfugt við þig sem lætur þér það linda að aðrir ákveði að þín rödd eigi ekki að heyrast.

Það fyndna vi þetta allt er að Ástþór fékk þessa hugmynd að mótmælum hjá Herði sjálfum sem ætlar að funda á þriðjudaginn á Austurvelli til að trufla annan fund, þingfund.

Hörður fékk lögregluna til að koma í veg fyrir truflunina og ef löggan gætir jafnræðis þegnanna verður hún að stöðva fund Harðar á þriðjudaginn því annars er hún að mismuna þegnunum gróflega en öll eigum við að vera jöfn fyrir lögunum, líka Ástþór.

Ég er búinn að leita að máefnalegri gagnrýni á Ástþór en finn bara skítkast og uppnefni. Hafandi skoðað feril Ástþórs sem mótmælanda finnst mér hann vera í farabroddi hvað varða uppátæki sem vekja athygli en skaða samt engann og valda ekki tjóni eða kostnaði fyirr okkur sem greiðum skatta.

Þess vegna findist mér að mótmæendur almennt ættu að leita í smiðju til Ástþórs til að skipuleggja mótmæli.

Hörður er í allt of miklu mæli að gera það sem hann er að mótmæla að aðrir geri. Það gerir hann ósamkvæman sjálfum sér og skemmir góðan málstað.

Landfari, 18.1.2009 kl. 19:15

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Vandamál Ástþórs er það virðingarleysi sem hann hefur skapað sér með bjánagangi. Það tekur enginn mark á honum nema örfáir menn sem eru með honum í trúðsskap. Aðferðarfræðin hans vinnur engum málsstað lið hversu góður sem hann annars er.

Ég þarf ekki að kvarta yfir því að mín rödd heyrist ekki. Ég er reyndar nokkuð viss um að vera ekki síðri ræðumaður en margir þeirra sem Hörður hefur boðið að tala. Ég er heldur ekkert búinn að gefa það upp á bátinn að ég fái ekki boð frá honum fyrr en síðar. Það er bara ekkert unnið með óhemjugangi og frekju í þessum efnum.

Haukur Nikulásson, 18.1.2009 kl. 20:34

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband