Það væri sérstakur þjóðarhagur ef hún nýtti sér eftirlaunafrumvarpið

Hafi einhvern tíma verið eitthvað vit í Sollu sem stjórnmálamanni þá er það alveg horfið.

Hún sveik eina kosningaloforðið gagnvart mér sem ég vildi að hún héldi og það var að fella íhaldið úr stjórn. Hún bætti um betur. Upphafði þá til áframhaldandi óhæfuverka og studdi þá með ráðum og dáð til algers gjaldþrots þjóðarinnar.

400 milljónir setti hún í öryggisráðsvitleysuna, tugir milljóna notar hún í "friðarferðir" og kvennaráðstefnur, milljarðar fara í Varnarmálastofnun og sendiráðadellu um allar jarðir. 

Hún er svo ótrúlega duglaus, huglaus og undirgefin íhaldinu að það væri sérstakur þjóðarhagur ef hún sliti stjórnarsamstarfinu og ræki með því Davíð og Geir. Þá fyrst vekti hún einhverja ánægju meðal þess fólks sem kaus hana. 


mbl.is Væntu of mikils af dómsmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ánægjuleg tilhugsun án þess að hún hafi fengið mitt atkvæði.

Ævar Rafn Kjartansson, 9.1.2009 kl. 16:05

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hún sveik eina kosningaloforðið gagnvart mér sem ég vildi að hún héldi og það var að fella íhaldið úr stjórn

Hún bætti um betur hjá mér og sveik mig með stríðsyfirlýsinguna og stuðningin við Bush...  

Óskar Þorkelsson, 9.1.2009 kl. 18:18

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband