Fjölskyldur setji eigin neyðarlög

Stundum veltir maður því fyrir sér hvernig hægt er að bera saman rekstur einstaklings, fjölskyldu, fyrirtækis, sveitarfélags og ríkis. Þarfirnar eru svipaðar í flestu tilliti, mismunurinn felst fyrst og fremst í fjölda þeirra sem koma að hverju rekstrardæmi.

Ef fólk gerði sér almennt grein fyrir því að sömu lögmál gilda í raun fyrir rekstur allra þessara eininga þá væri ekki jafn mikil vanmáttarkennd í samfélaginu gagnvart þeim sem slá um sig með viðskipta- og hagfræðihugtökum og raun ber vitni. Fólk dregur sig þess vegna í hlé frá umræðunni og telur sig ekki skilja málin.

Vandræðagangur í rekstri hefst með því að eyða meiru en aflað er. Þetta á við allar rekstrareiningarnar sem ég taldi upp áður. Eini munurinn er að tölurnar eru stærri þegar þú kemur að ríkisrekstri.  Það er stundum verið að gera einföld mál flókin í umræðunni til að fela raunveruleikann á bak við slæma stjórnun eins og þjóðin er að upplifa þessa daga.

Mér finnst að það hafi farið að mestu framhjá almenningi hversu stórkostlegt svínarí neyðarlögin á Alþingi voru og ætla til samanburðar að heimfæra þau yfir á t.d. litla fjölskyldu og þá litið málið svona út:

Fjölskyldan í litla koti á ekki lengur reiðufé til að borga skuldir. Hún hefur fjárfest í nýju húsi, bíl og  sumarhúsi með stórum lánum. Nú fást ekki frekari lán og þá eru góð ráð dýr. Á fjölskyldufundi er ákveðið með neyðarsamþykkt að borga ekki húsnæðislán og kreditkortaskuldir til að eiga fyrir mat og eins til að börnin í  fjölskyldunni fái áfram sína vikulegu vasapeninga. Þar sem neyðarsamþykktin er bindandi með lögum fjölskyldunnar er bankanum og ríkinu óheimilt að innheimta hjá fjölskyldunni húsnæðislánin og kreditkortaskuldirnar og fjölskyldan er þar með orðinn skuldlaus að mestu þ.e. ef frá er tekin skyldan gagnvart vasaspeningum barnanna.

Þessi samanburður er settur svona fram til að skilja hveru kolröng neyðarlögin voru. Þau ganga þvert á allt almennt viðurkennt siðferði í viðskiptum. Þetta er í raun ljótari verknaður en það kennitöluflakk sem oft hefur verið gagnrýnt hjá vafasamari fyrirtækjum. Neyðarlögin gengu lengra og ósóminn er toppaður með því að þeir sem eru að öllu leyti ábyrgir fyrir stöðunni með stjórnleysi, dómgreindarleysi, sinnuleysi og græðgi sitja enn við borðið og stjórna.

Afleiðingarnar af þessu er að ríkið ætlar að leysa til sín allar eignir hins skulduga almennings í gegnum bankana sem þeir stálu með húð og hári. Sömu stjórnendurnir sitja síðan áfram með nýjar lántökur frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum til að moka inn í sömu einkavinina og áður fyrr. Það hefur ekkert breyst nema að nú skuldar íslensku almenningur allt sem þeir leika sér með.

Í gamla daga voru sparifjáreigendur hýrudregnir, nú eru skuldararnir teknir í staðinn. Hvað haldið þið að við þolum 25% vexti lengi? Og það í vaxandi atvinnuleysi og kreppu? Það þarf ekki bjartsýnismann til að sjá að þetta gengur ekki. 

Hversu ofsafengið má taka íslenska þjóð í rassgatið áður en hún bregst eðlilega við svona niðurlægingu af hendi stjórnvalda?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Vel mælt Haukur og þetta er bara sannleikurinn ,sem fólk margt er ekki almennt búið að fatta/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 4.1.2009 kl. 12:15

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Háir vextir eru reyndar að kröfu IMF. Seðlabankinn var búinn að lækka stýrivextina eitthvað, en eitt af skilyrðum lánsins var að stýrivextir yrðu hækkaðir aftur.

Ingvar Valgeirsson, 4.1.2009 kl. 20:59

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ingvar, fyrir hverja eru háir vextir? Það eru engin ný lán og það er verið að vaxtaokra okkur til helvítis því að með vöxtunum er líka verðtrygging.

Spáðu í það hverjir það eru sem eru að taka okurvextina? Það er ríkið að mestu leyti núna því þeir hirtu allar kröfur bankanna og fleygðu samtímis erlendu lánunum þeirra. Ríkið er þannig leiðandi í að stela en setur málamyndalög á Alþingi til að það sé "löglegt".

Það er tímabært að einhver láti reyna á það fyrir rétti hvort neyðarlögin okkar standist hætis hót betur en hryðjuverkalögin í Bretlandi sem sett voru reyndar í framhaldi af neyðarlögunum okkar. 

Haukur Nikulásson, 4.1.2009 kl. 21:38

4 Smámynd: Jón Árni Sveinsson

Seg mig Haukur. Veist þú af tilvikum um ritskoðun á þessu svæði moggans. Ég held ég hafi orðið fyrir svoleiðis. Annars er kanski grein á mínu svæði sem er lesverð þó hú hafi ekki fengið náð fyrir "yfirvöldum" og sjáist þessvegna af fáum. Þökk annars fyrir góð skrif og áhugaverð.

Jón Árni Sveinsson, 4.1.2009 kl. 23:30

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Jón, Mogginn hampar sumum sem forsíðubloggurum. Það eru líklega um hundrað sem skiptast á um að birtast á bloggforsíðunni 8 í senn. Mogginn handvelur þá eftir þessari reglu. Fyrst koma allir blaðamenn Moggans, allir stjórnmálamenn Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjornum, Alþingi eða í flokksstarfinu. Svo koma leiðtogar stjórnarandstöðu, síðan helstu kverulantarnir í stjórnarandstöðu sem Mogginn telur að bulli nóg til að skapa andstöðu við flokka sína og svo velur Árni Matthíasson nokkra tónlistarmenn sem hann hefur mætur á sem og nokkra sem hann telur hafa einhverja fræðimennsku fram að færa.

Magn eða gæði færslna hafa ekkert að segja.

Ritskoðun birtist á blogginu í ofangreindu formi sem og því að þeir eiga til að fella niður blogg á fréttum þegar það er til sérstakra leiðinda fyrir flokkinn eins og þegar þeir felldu niður athugasemdir við fréttina um hagfræðinginn hans Davíðs sem reyndi að snapa fæting í mótmælunum á gamlaársdag. Þeir létu reyndar undan þrýstingi og settu þær inn aftur.

Þú getur bölvað þér upp á að þó maður gráti og væli í þeim að komast á forsíðuna vegna þess hversu duglegur og málefnalegur maður sé þá er ég þeim allavega ekki þóknanlegur. Ég er nefnilega fyrrverandi Sjálfstæðismaður og dreg aldrei af mér að lýsa eftirsjá í stuðningi við flokkinn í gegnum 30 ár. Þeim svíður eitthvað undan þeim málflutningi. Ég er líka frekar óvæginn að benda Mogganum á ritvillur og málambögur sem eru ekki samboðnar launuðum blaðamönnum.

Ég gæti svo sem séð við þessari höfnun á að komast á forsíðu með því að tengja mig við margar fréttir á hverjum degi en finnst það heldur óhrjáleg vinnubrögð. Það hefur verið sannreynt að virki til að fá meiri lestur.

Ég skrifa fyrir sjálfan mig og safna í sarpinn pólitískum hugmyndujm. Þegar og ef eitthvað fer í gang sem verður mér að skapi gefur maður bara í hann á réttum tíma. Mér liggur ekki svo mikið á að maður leyfir sér að læra þetta í rólegheitum.

Njóttu þess bara að skrifa og hér geturðu fengið ágæta útrás fyrir nöldrið og ef það keyrir úr hófi fram eru nógu margir til að segja þér til syndanna.

Velkominn í hópinn. 

Haukur Nikulásson, 5.1.2009 kl. 00:13

6 identicon

Takk fyrir athugasemdir og þurftarráð.

Jon Arni Sveinsson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 00:49

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 265326

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband