Davíð Oddsson stjórnar í boði Ingibjargar Sólrúnar og Samfylkingarinnar

Ég er eiginlega farin að halda að Ingibjörg Sólrún sé masókisti. Hún njóti þess að kveljast undir Davíð Oddssyni yfirformanni Sjálfstæðisflokksins og einræðisherra og Geir H. Haarde sýndarformanni og sýndarforsætisráðherra.

Það er eiginlega óskiljanlegt hvers vegna Solla er svona eftirlát við mann sem skemmti sér svo dável við að niðurlægja hana á borgarstjórnarárum sínum. Ég óttast að eitthvað af þessum minningum og vitneskjan um "skítlegt eðli" peningamálastjórans hafi horfið í veikindum hennar.

Ef skammtímaminnið er ekki í sem besta lagi má minna hana á að íhaldið setti allt á hausinn ótímabært og Samfylkingin hefur bara að mestu verið áhorfandi í dæminu. Hún treystir sér ekki til að gera það sem rétt er og það sem er enn verra, hún virðist ekki hafa marktæka ráðgjafa sem geta ráðlagt henni um framhaldið.

Nú er hún á leið í sjúkrameðferð sem hefði eiginlega átt að hefjast með því að boða til kosninga áður en hún fór. 

Hér fyrir neðan er pistill sem ég tók í leyfisleysi af vefsíðu Jónasar Kristjánssonar og vona að hann fyrirgefi mér það þar sem ég birti hann í heild sinni:

Allt í boði Ingibjargar
Margt samfylkingarfólk misskilur ástandið. Það er allt í boði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Að svo miklu sem hrunið hér er stærra en kreppan í öðrum löndum. Geir Haarde og Davíð Oddsson eru prívat og persónulega í hennar boði. Það er í hennar boði, að engin ber ábyrgð á neinu, enginn er rekinn, engar eignir eru frystar, enginn er handtekinn. Algert aðgerðarleysi fjármálaeftirlitsins er í boði Ingibjargar Sólrúnar. Það er í hennar boði, að útrásarvíkingar stýra skilanefndum bankanna. Svo talar hún ekki um neitt annað en Evrópusambandið. Henni finnst óbærilegt að tala um neitt annað.


mbl.is Mótmælt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband