29.12.2008 | 12:46
Grein Jóns Ásgeirs er bæði hófstillt og trúverðug
Ég hef ekki ennþá fundið hjá mér sérstaka þörf til að telja Jón Ásgeir óheiðarlegan í viðskiptum, hann segist sjálfur vera harðdrægur, en það er í sjálfu sér ekki lögbrot. Ég ætla heldur ekki að veita honum sérstakan heiðarleikastimpil sem ég veit bara ekkert um.
Ríkinu hefur heldur ekki tekist að gera hann að neinum sérstökum glæpamanni eftir 6 ára eltingarleik. Miðað við umfang rannsóknarinnar og kostnað er ríkið að stórtapa á þessu ofsóknum og hefur ekkert upp úr þessu dæmalausa einelti. Miðað við umfang viðskipta hans er uppskeran algjör tittlingaskítur. Misskiljið mig ekki, ég er samt viss um að aðrir auðmenn en hann verði uppvísir að ljótari glæpum þegar upp verður staðið.
Óvildin í garð þessa eina manns af hendi seðlabankastjórans, ríkjandi yfirformanns Sjálfstæðisflokksins, er megin orsök hins séríslenska bankahruns. Þótt efnahagslífið og bankarnir hafi verið veikir var óþarfi að hrinda öllu um koll með því dæmalausa offorsi sem Davíð Oddsson gerði á 4 dögum. Hann, upp á sitt eindæmi, er stærsta einstaka meinið í þessu öllu saman. Það þarf enga rannsóknarnefnd þingsins til að þetta sé flestum ljóst sem fylgjast með.
Það sem kemur mér mest á óvart við lestur greinar Jóns Ásgeirs, er hvað hann er hófstilltur í garð Davíðs Oddssonar, hreint með ólíkindum.
Reiði fólks er skiljanleg, en hún er að mínu mati oft í röngum farvegi. Hún á fyrst að beinast gegn ríkisstjórn, seðlabankanum og fjármálaeftirlitinu. Þegar búið er að skipta þessu liði út er fyrst hægt að skoða útrásarvíkingana með eðlilegum hætti og draga þá til ábyrgðar sem þar hafa brotið af sér.
Núverandi stjórn stendur nefnilega vörð um alla nema boðflennuna í einkavinavæðingarpartýi Davíðs.
Jón Ásgeir tekur dóma nærri sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:39 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Frábær pistill!
borghildur8 (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 13:44
Haukur Nikulásson; Afskaplega vandaður og hógvær pistill hjá þér. Góð lesning í þesssum hávaða eldglæringum hatursfólks sem er með blóbragðið í munninum.
Þú skrifar í lokin: "Reiði fólks er skiljanleg, en hún er að mínu mati oft í röngum farvegi. Hún á fyrst að beinast gegn ríkisstjórn, seðlabankanum og fjármálaeftirlitinu. Þegar búið er að skipta þessu liði út er fyrst hægt að skoða útrásarvíkingana með eðlilegum hætti og draga þá til ábyrgðar sem þar hafa brotið af sér."
Þetta er málið; "......draga þá til ábyrgðar sem hafa brotið af sér."
Í Rúanda (& Búrúndi) fjöldamorðunum, þá var viðhaft kynþáttamorð, allir sem voru af öðrum kynflokknum (Tútsar eða Hútúar, man ekki hvort) skyldu hoggnir og drepnir, feður, mæður og börn - allir.
Hjá obbanum af "mótmælendaliðinu" sem er með eggjakast á Alþingi Íslendinga, rúðubrot hjá Fjármálaeftirlitinu o.s.frv., ef þeir fengju að ráða, þá yrðu allir hoggnir sem væru í ætt við útrásar- banka- og auðmenn. Rússnenska byltingin 1917 - 1918 með tilheyrandi fjöldamorðum, þar sem keisarafjölskyldunni var eytt með aftökum, börnin einnig, yrði endurvakin á Íslandi ef þessir aftaníossar og nornir fengju að ráða. Hatrið er það mikið.
Kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 29.12.2008 kl. 14:20
Já það er áreiðanlega best að klappa Jóni Ásgeiri og hans líkum hófstillt á bossann í anda meðvirkni og mannkærleika.
Jóhannes Ragnarsson, 29.12.2008 kl. 15:54
Sammála þér Haukur, en nornabrennur hafa alltaf verið vinsælar og ýtt er undir þær af þeim sem sök bera, því það beinir athyglinni frá þeim sem raunverulega eru ábyrgir.
Þeim sem við kusum og treystum til að setja samfélaginu reglur, þeim sem fóru í einkavinavæðingu og ryksuguðu upp allar sameiginlegar eigur þjóðarinnar, hlunnindi hafsins og fyrirtækin okkar.
Þeim sem skammta sér og flokksveldinu peninga úr vösum okkar, þeim sem veðsettu börnin okkar.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 29.12.2008 kl. 22:48