Grein Jóns Ásgeirs er bæði hófstillt og trúverðug

Ég hef ekki ennþá fundið hjá mér sérstaka þörf til að telja Jón Ásgeir óheiðarlegan í viðskiptum, hann segist sjálfur vera harðdrægur, en það er í sjálfu sér ekki lögbrot. Ég ætla heldur ekki að veita honum sérstakan heiðarleikastimpil sem ég veit bara ekkert um.

Ríkinu hefur heldur ekki tekist að gera hann að neinum sérstökum glæpamanni eftir 6 ára eltingarleik. Miðað við umfang rannsóknarinnar og kostnað er ríkið að stórtapa á þessu ofsóknum og hefur ekkert upp úr þessu dæmalausa einelti. Miðað við umfang viðskipta hans er uppskeran algjör tittlingaskítur. Misskiljið mig ekki, ég er samt viss um að aðrir auðmenn en hann verði uppvísir að ljótari glæpum þegar upp verður staðið.

Óvildin í garð þessa eina manns af hendi seðlabankastjórans, ríkjandi yfirformanns Sjálfstæðisflokksins, er megin orsök hins séríslenska bankahruns. Þótt efnahagslífið og bankarnir hafi verið veikir var óþarfi að hrinda öllu um koll með því dæmalausa offorsi sem Davíð Oddsson gerði á 4 dögum. Hann, upp á sitt eindæmi, er stærsta einstaka meinið í þessu öllu saman. Það þarf enga rannsóknarnefnd þingsins til að þetta sé flestum ljóst sem fylgjast með.

Það sem kemur mér mest á óvart við lestur greinar Jóns Ásgeirs, er hvað hann er hófstilltur í garð Davíðs Oddssonar, hreint með ólíkindum.

Reiði fólks er skiljanleg, en hún er að mínu mati oft í röngum farvegi. Hún á fyrst að beinast gegn ríkisstjórn, seðlabankanum og fjármálaeftirlitinu. Þegar búið er að skipta þessu liði út er fyrst hægt að skoða útrásarvíkingana með eðlilegum hætti og draga þá til ábyrgðar sem þar hafa brotið af sér.

Núverandi stjórn stendur nefnilega vörð um alla nema boðflennuna í einkavinavæðingarpartýi Davíðs.


mbl.is Jón Ásgeir tekur dóma nærri sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær pistill!

borghildur8 (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 13:44

2 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Haukur Nikulásson;  Afskaplega vandaður og hógvær pistill hjá þér.  Góð lesning í þesssum hávaða eldglæringum hatursfólks sem er með blóbragðið í munninum.

Þú skrifar í lokin:  "Reiði fólks er skiljanleg, en hún er að mínu mati oft í röngum farvegi. Hún á fyrst að beinast gegn ríkisstjórn, seðlabankanum og fjármálaeftirlitinu. Þegar búið er að skipta þessu liði út er fyrst hægt að skoða útrásarvíkingana með eðlilegum hætti og draga þá til ábyrgðar sem þar hafa brotið af sér."

Þetta er málið; "......draga þá til ábyrgðar sem hafa brotið af sér." 

Í Rúanda (& Búrúndi) fjöldamorðunum, þá var viðhaft kynþáttamorð, allir sem voru af öðrum kynflokknum (Tútsar eða Hútúar, man ekki hvort) skyldu hoggnir og drepnir, feður, mæður og börn - allir.

Hjá obbanum af "mótmælendaliðinu" sem er með eggjakast á Alþingi Íslendinga, rúðubrot hjá Fjármálaeftirlitinu o.s.frv., ef þeir fengju að ráða, þá yrðu allir hoggnir sem væru í ætt við útrásar- banka- og auðmenn.  Rússnenska byltingin 1917 - 1918 með tilheyrandi fjöldamorðum, þar sem keisarafjölskyldunni var eytt með aftökum, börnin einnig, yrði endurvakin á Íslandi ef þessir aftaníossar og nornir fengju að ráða. Hatrið er það mikið.

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 29.12.2008 kl. 14:20

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já það er áreiðanlega best að klappa Jóni Ásgeiri og hans líkum hófstillt á bossann í anda meðvirkni og mannkærleika.

Jóhannes Ragnarsson, 29.12.2008 kl. 15:54

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sammála þér Haukur, en nornabrennur hafa alltaf verið vinsælar og ýtt er undir þær af þeim sem sök bera, því það beinir athyglinni frá þeim sem raunverulega eru ábyrgir.

Þeim sem við kusum og treystum til að setja samfélaginu reglur, þeim sem fóru í einkavinavæðingu og ryksuguðu upp allar sameiginlegar eigur þjóðarinnar, hlunnindi hafsins og fyrirtækin okkar.

Þeim sem skammta sér og flokksveldinu peninga úr vösum okkar, þeim sem veðsettu börnin okkar.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 29.12.2008 kl. 22:48

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband