28.11.2008 | 11:26
Alþingi er ítrekað að samþykkja vanhugsuð lög - Erum við á leið til fasistaríkis?
Maður fyllist hreinlega vonleysi að upplifa hversu vanhugsuð þau lög eru sem Alþingi setur þessa dagana. Mér sýnist að stjórnarandstaðan sé ítrekað blekkt til að taka þátt í þessari vitleysu á vitleysu ofan.
Frumvarpsdrögin um rannsóknarnefndina er hrein og klár fasistaaðgerð. Gefur nefndinni vald til að haga sér eins og lögregluríki fyrir ríkisstjórnina til elta uppi hugsanlega glæpamenn meðal auðmanna en á að hvítþvo hana sjálfa og fría frá eigin mistökum og dómgreindarleysi. Skv. frumvarpinu er hægt að sekta og fangelsa vitni sem er ótrúlegur afsláttur á því réttarkerfi sem hér hefur ríkt. Ýmist minnir þetta í aðra röndina á herforingjastjórnina í Chile, eða í hina, á óamerísku nefndina á McCarthy-tímanum. Þessi nefnd mun aldrei verða neitt merkilegri sem rannsóknaraðilil heldur en handónýt ríkisendurskoðun. Af hverju er hún ekki notuð áfram til svona rannsóknar? Auk þess hefur verið réttilega bent á að hæstaréttardómari sem nefndarformaður er kominn í flókna hagsmunaárekstra hins þrískipta valds og það stenst ekki mikla skoðun að mati lögfróðra manna.
Lögin um gjaldeyrisviðskiptin eru enn eitt viðbótarbullið sem mun valda því að gjaldeyrir fyrir útflutning mun bara ekkert skila sér til baka. Lögin eru að hindra frjálst fjármagnsflæði og hljóta því að brjóta í bága við EES samninginn og þá hlýtur að vera sjálfgert að skila honum til baka, eða hvað? Lagasetningin hindrar að fólk geti selt eignir hér á landi og yfirgefið það stjórnleysi sem hér ríkir. Nú er búið að koma upp rimlum til að sjá til þess að hér verði lýður til að borga óráðsíu undanfarinna ára sem og milljarðalánin frá IMF sem ekki eiga að vera í þágu þjóðarinnar heldur bara ríkisstjórnarinnar. Það blasir við að aðeins útflytjendur muni hafa einhvern aðgang að erlendum gjaldeyri því þeir munu bara geyma hann erlendis á reikningum til eigin nota.
Nánast öll lög sem sett hafa verið í framhaldi af því að Seðlabankinn knésetti Glitni hafa verið hrein og klár ólög. Þau eiga það öll sameiginlegt að víkja frá góðum og gildum réttarvenjum, góðum viðskiptaháttum, góðu siðferði og sanngirni við úrlausn mála.
Ísland nálgast það óðfluga að vera fasistaríki í herkví stjórnmálamanna sem hafa komið öllu á hausinn með dómgreindar- og sinnuleysi í bland við aura- og valdagræðgi. Þetta fólk á að víkja áður en hætta verður á hreinni og klárri uppreisn almennings sem ekki sér lengur hvernig það á að framfleyta sér í þessu landi.
Hömlum aflétt og nýjar settar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:55 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Hef reynt eins og ég get að hugsa jákvætt til ríkisstjórnar og trúa því að þau væru að gera eins vel og þau geta. En verð að játa því að ég get ekki annað en verið sammála því að öll lög síðan Davið réðst á Glítnir hafa verið illa hugsuð ólög. Ekki lá svona á að koma þessi gjaldeyrisviðskiptalög gegnum Alþingi. Vil þó ekki nota orðið fascism en þetta eru einræðistilburðir sem eiga varla við einu sinni á stríðstímum. Hugsa sér að réttarríkið var svona þunnt lag ofan á kalda valdstefnu. Nú er ég bráðum kominn út á götu ef þetta heldur áfram svona.
Christer Magnusson, 28.11.2008 kl. 12:03