Allir búnir að fá nóg af þessu stjórnarsamstarfi hvort eð er

Mér sýnist að það sé að verða bara spurning um örfáa daga hvenær þetta stjórnarsamstarf verður slegið af.

Mér sýnist að megnið af Samfylkingarfólkinu á þinginu sé farið að ofbjóða að sitja aðgerðarlaus hjá á meðan Davíð Oddsson teymir Geir geðlausa áfram í "björgunarstörfunum" og bráðum kominn með fulla vasa fjár til að viðhalda þeim völdum áfram.

Helgi Hjörvar er genginn af trúnni sbr. nokkuð ítarlega samantekt hans í Fréttablaðinu í dag um aflglöp Davíðs og nú bætist Jón Gunnarsson við í slagsmálin og dregur tvo Samfylkingarráðherra með sér þar inn. Þetta verður brátt fullvaxinn kráarslagur.

Geir og Sollu er löngu ljóst að stjórnin þeirra er ónýt. Það er bara svo svakalega erfitt að segja skilið við völd og peninga, spyrjið bara alkóhólistana! 

 


mbl.is Gagnrýnir Björgvin og Þórunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband