Helgi að brjóta sig úr meðvirkni þingmanna meirihlutans

Ég gleðst mjög yfir því að Helgi Hjörvar sé hér að brjóta sig svolítið frá meðvirkni þingmanna meirihlutans. Það vantar samt fleiri þingmenn sem hafa það hugrekki að láta þjóðarhag ráða samvisku þeirra fremur en að hugsa um það hversu þægilegt er að vera þingmaður á háum launum með drjúgum 6-7 mánaða fríum og fríðindum.

Það er eðlileg tregða að þingmenn vilji ekki rjúfa þing. Þeir eru að setja starf sitt í hættu og það er komandi atvinnuleysi. Þeir setja því frekar lím í stólana sína en að gerast of gagnrýnir á störf ríkisstjórnar og þess meirihluta sem ræður. Það þarf nú greinilega mjög umtalsverðan manndóm hjá þingmanni að setja þjóðarhag ofar sínum eigin.

Þetta er virk fíkn líkt og hjá alkóhólistum... fíkn eftir peningum og völdum þrátt fyrir augljóst umboðsleysi þeirra sem hafa komið þjóðinni á hausinn.

Það að meirihluti þingmanna sætti sig við seðlabankastjóra sem tókst með eigin hendi að koma bankakerfinu og fjárhag ríkisins í rúst á nokkrum dögum er óskiljanleg meðvirkni og undirlægjuháttur.

Ég vona að fleiri taki undir með Helga á Alþingi.
 


mbl.is Nýja Seðlabankastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Það er þingmanna að setja samfélaginu reglur til að starfa eftir, til þess eru þeir kosnir sem okkar fulltrúar.

Þessari skildu hafa þeir brugðist.

Þau voru of upptekin við að úthluta stjórnmálaflokkum landsins miljóna tugi úr Ríkissjóðnum okkar, til að fjármagna reksturinn og lygarnar í okkur.

Þau voru of upptekin við að úthluta sjálfum sér ofureftirlaun ,og sporslur til þeirra sem ekki voru kjörnir síðast að jötunni, þeir sjá um sig og sýna.

Nú hamast þetta fólk við að saka aðra um að hafa brugðist, kjarklausa lyddurnar reka rýtinga í bak allra annarra, í stað þess að axla ábyrgð á eigin aðgerðarleysi.

Er hægt að leggjast mikið lægra, við að drekkja sannleik að hætti tungufossa.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 20.11.2008 kl. 13:46

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband