Davíð sjálfur forsætisráðherra þegar bankaeftirlitið fór úr Seðlabankanum

Það er skrýtið að heyra Davíð kenna öllu og öllum um það sem hann ber sjálfur stærstu sökina.

Hann setti íslenska bankahrunið í gang með eigin hendi. Það vita allir sem eitthvað vilja vita. Auðvitað voru bankarnir viðkvæmir, það eru öll fyrirtæki sem eru tekin viljandi niður með þeim hætti sem Davíð leyfði sér í eineltistilburðum sínum á Jón Ásgeir.

Davíð var forsætisráðherra og með Seðlabankann á forræði sínu þegar bankaeftirlitið fór þaðan. Hvernig getur hann sem Davíð Seðlabankastjóri verið trúverðugur að kenna um það sem gerist á vakt Davíðs forsætisráðherra?

Hvers konar undirlægjuháttur er það að halda Davíð enn við stjórnvölinn? Þjóðin er að fá það illilega staðfest að sjálfstæðisflokknum er alveg sama hvers konar fangelsislið og dómgreindarlausir útbrunnir karlar veljast til starfa og hvaða afglöp þeir framkvæma. Í blárri tryggð er ekki blakað við neinu af ótta við útskúfun yfirformannsins í flokknum. 


mbl.is Yngvi Örn: Seðlabankastjóri í stjórn FME
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Góð færsla hjá þér og ég er 100% sammála!!!!

Himmalingur, 18.11.2008 kl. 20:57

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband