Aftur, aftur og aftur: Ríkisstjórnin segi af sér enda búinn að margsanna sig ónýta

Það hlýtur að vera komið að þeim tímapunkti að þessi ríkisstjórn fái áfallahjálp. Allt sem hún hefur gert frá því Glitnir óskaði eftir lánveitingu hefur verið vitleysa á vitleysu ofan. Hér er ekkert verið að leita að sökudólgum, þeir hafa blasað við okkur allan tímann í allri sinni sjálfumgleði, síðast við að reyna framboð til öryggsráðsins á meðan Davíð kom skriðunni af stað hér heima.

Þegar á reyndi þorðu stjórnvöld ekki að grípa til heiðarlegra aðgerða og þess vegna stöndum við nú í þeim döpru sporum að enginn treystir okkur. Óheiðarlegu neyðarlögin eru nú að naga okkur illilega í bakið og þeir íslendingar sem ekkert hafa til saka unnið sitja uppi með óstarfhæft samfélag með þjófstimpil á rassgatinu. Þetta áttum við ekkert skilið.

Stjórnin sem kom okkur á botninn þykist ennþá geta staðið björgunarvaktina. Nú má hún axla sína ábyrgð og segja af sér áður en allt verður kolvitlaust á götunum og við missum allt í stjórnleysi. Þetta er því miður raunveruleg hætta. Bregðist við henni!

(Mikið djöfull er leiðinlegt að margendurtaka sig svona). 


mbl.is Afgreiðslu umsóknar frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Utanþingsstjórn strax

Hólmdís Hjartardóttir, 12.11.2008 kl. 09:36

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband