Krónan er enn höfð fyrir rangri sök

Edda Rós Karlsdóttir er virðingarlaus í þessu máli.

Hún, ásamt, öðrum bankamönnum gerðist svo dómgreindarlaus að nota krónuna, sem er teskeið meðal gjaldmiðla, þegar þörf var á jarðýtu eins og Evru eða dollar.

Að hallmæla krónunni er eins og að hallmæla Yaris þegar þú þarft rútu til fólksflutninga. 

Blaðamanni Moggans má vera ljóst að það er ekkert til sem heitir "Nýi Landsbanki". Bankinn heitir nú NBI hf.


mbl.is Koma „krónulufsunni" í gang á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Treysti Eddu Rós ekki

Guðrún (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 12:14

2 Smámynd: Ólafur Als

Þó svo að hugmyndin um að taka upp dollar sé ekki ný af nálinni, má segja að hún sé álitlegur kostur þessa dagana. Evrópubandalagsinnganga og upptaka Evru gæti tekið mörg ár, reyndar liggur það fyrir að svo sé - nokkur ár hið minnsta. Hins vegar gætu Íslendingar tekið upp dollar með litlum erfiðleikum, að því gefnu að Bandaríkjastjórn stæði ekki alfarið í vegi þess. Þeir þyrftu ekki einu sinni að ábyrgjast stöðu mála hér. Bent hefur verið á, m.a. af Guðmundi Ólafssyni, að upptaka dollars þyrfti ekki að taka langan tíma og væri hægt að telja í vikum, alla vega ekki meira en fáeinum mánuðum. Þessa hugmynd þarf að fá fram í umræðuna.

Ólafur Als, 7.11.2008 kl. 21:38

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það mætti alveg skoða þetta með dollarinn Ólafur, sammála.

Haukur Nikulásson, 7.11.2008 kl. 21:41

4 Smámynd: Ólafur Als

Hver veit nema kosning Obama gæti gert upptöku dollars álitlegri. Ekki er víst að það, að handleika dollara falli öllum í geð, þeir eru jú gjaldmiðill annars lands sem mörgum er í nöp við þessa dagana. Ég vil fá þetta fram í umræðuna og mun ég gera það sem í mínu valdi stendur til þess að koma umræðunni af stað. Hvernig væri, Haukur, að fleiri tækju þátt í að hrinda umræðunni af stað?

Ólafur Als, 7.11.2008 kl. 22:04

5 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Edda Rós talar þarna jafn óvarlega og Davíð Oddsson er búinn að gaspra. Nokkuð sem við síst þurfum núna. En bandarískan dollar..... Hversu aum verður ásjóna landsins við það. Og má ekki við meiru!

Ævar Rafn Kjartansson, 7.11.2008 kl. 22:19

6 Smámynd: Ólafur Als

Ég fæ ekki séð að ásjóna landsins verði aum við það að taka upp dollar, nema menn leggi vitlausa merkingu í þann gjörning. Umræðan snýr að því að efnahagsstærðin Ísland beri ekki sjálfstæðan miðil. Upptaka evru er flókið ferli og langvinnt og eflaust í huga margra aumt, líkt og í huga Ævars er aumt að taka upp dollar. Hér verða menn að leggja eitthvað bitastæðara til málanna en upphrópanir og frasa, málið er of alvarlegt til þess að falla í skotgrafir ...

Ólafur Als, 7.11.2008 kl. 22:42

7 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Samtenging við dollar norska krónu danska eða evru. En bandarískur dollar sem gjaldmiðill þjóðarinnar finnst mér óhugnalegt. Það er ekki frasi. Ég viðurkenni það fúslega að íslenska krónan er brandari. En hvaða þjóðir nota dollara sem gjaldmiðil? Hversu lágt eigum við að leggjast?

Ævar Rafn Kjartansson, 8.11.2008 kl. 00:14

8 Smámynd: Ólafur Als

Ævar, ég skil ekki af hverju það sé óhugnanlegt að taka upp dollar. Að hvaða leyti er það að leggjast lágt? Er það af því að þú ert ekki hrifinn af Bandaríkjunum eða er eitthvað annað sem býr þar að baki? Málið snýst um það hvort Ísland beri sjálfstæða mynt. Ef svarið er nei, þá verður að taka upp annan gjaldmiðil með þeim bestu ráðum sem í boði eru. Dollar kemur þar til greina en ekki fæ ég séð að tenging við myntir skandinavískra landa sé raunhæfur kostur, enda hafa t.d. Norðmenn kastað þeirri hugmynd alfarið frá sér og eflaust myndu Danir og Svíar gera slíkt hið sama. Hættan er og sú að einhver þessara þjóða gæti tekið upp á því að leggja sínar myntir af og taka upp evru.

Eins og gefur að skilja er það sársaukafull aðgerð að kasta fyrir róða þá mynt sem tengist landi og þjóð. Krónan okkar er eftir sem áður myntin okkar, þó svo að við höfum á köflum gert grín að henni. Hún er að sumu leyti táknmynd okkar sjálfstæðis. Um það verður ekki deilt. Þess utan geta menn lagt alls kyns merkingu í upptöku annarrar myntar og allar þær huglægu tengingar sem í slíku fælist.

Á meðan þú skýrir ekki hvað þér þykir óhugnanlegt við upptöku dollars verðurðu að sitja uppi með frasastimpilinn. En mig varðar í sjálfu sér ekkert um að elta ólar við það - miklu fremur vil ég umræðu um þá kosti sem í stöðunni eru og í mínum huga kann upptaka dollars að slá margar flugur í einu höggi ... svona í efnahagslegum skilningi.

Ólafur Als, 8.11.2008 kl. 01:14

9 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Er ekki auðveldast að orða þetta sem svo að ef íslenska þjóðin spilar með dollara erum við orðnar undirlægjur hagkerfis sem passar ekki við Ísland? Sbr. heilbrigðiskerfi, menntakerfi, áherslur ofl.

Ævar Rafn Kjartansson, 8.11.2008 kl. 01:59

10 Smámynd: Ólafur Als

Ég skil hvað þú ert að fara en athugasemd þín er nokkuð á skjön við það sem mestu máli skiptir. Í fyrsta lagi er mest um vert að fá skjól í sterkum gjaldmiðli - það á við um dollar en einnig örfáa aðra gjaldmiðla síður mögulega til upptöku hér. Í öðru lagi er æskilegt að íslenskt efnahagskerfi sveiflist ekki um of frá því sem á við um dollar eða annan þann gjaldmiðil sem tekinn yrði upp. Dollarinn er væntanlega ekki sá besti hvað þetta varðar en mögulega skárri en evra, síðri en eitthvað annað.

Áherslur í félagsmálum og öðru, sem kann að falla illa að heimssýn þinni eða annarra hefur lítið með þetta mál að gera. En vissulega er hér um táknrænan verknað að ræða þar eð tilfinningar spila inn í. Hvernig sem á málin er litið yrðu Íslendingar "undirlægjur" gjaldmiðils annarrar þjóðar eða sambands þjóða. Hve vel hagkerfin passa við Ísland verður að skoða - á þessari stundu sé ég einungis tvo mögulega gjaldmiðla: dollar og evru.

Upptaka dollars er okkur sársaukaminnst, upptaka evru felur í sér inngöngu í Evrópubandalagið og að gangast alfarið undir efnahagsstefnu þess eins og það er m.a. sett fram í Maastricht-skilmálunum. En vitanlega geta menn áfram haldið sig við krónuna okkar með þeim fórnarkostnaði sem það felur í sér - ekki er óvarlegt að áætla að viðhald hennar feli í sér helming þess hagvaxtar sem búið er við og jafnvel meira. Eru það ásættanleg "kjör"? Þennan fórnarkostnað verður að vega á móti því að taka upp gjaldmiðil hagkerfis sem slær eftir sínu höfði en ekki okkar. Það felur m.a. í sér fórnarkostnað en væntanlega miklu minni.

Ólafur Als, 8.11.2008 kl. 11:37

11 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

En að verða bara fimmtugasta og fyrsta stjarnan í fána USA?

Júlíus Sigurþórsson, 8.11.2008 kl. 19:05

12 Smámynd: Ólafur Als

Ekki þykja mér það nú góðar tvíbökur og allt tal um slíkt gerir ekki annað en að eyðileggja fyrir þeirri hugmynd að taka upp dollar - ef það er sú leið sem gæti aðstoðað við að koma á efnahagslegri ró og gefa færi til nýrrar sóknar.

Ólafur Als, 8.11.2008 kl. 19:29

13 Smámynd: Haukur Nikulásson

Upptaka dollars er kannski heppilegri að því leyti en Evran að upptaka hans þarf ekki að vera í andstöðu við Bandaríkin eins og upptaka Evru virðist í andstöðu við ESB, sem ég fæ sífellt meira á tilfinninguna að vilji bara kúga okkur til hlýðni.

Haukur Nikulásson, 8.11.2008 kl. 20:11

14 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Evra er allavega ekki í augnablikinu valkostur, svo mikið veit ég og kannski er þetta bara einhver misskilinn þjóðernisrembingur gagnvart dollar hjá mér. En ég veit það allavega að krónan er „game over“. Ef IMF er að kúga okkur er mér skítsama hvort hér verði bandarískur, kínverskur eða japanskur gjaldmiðill.

Ævar Rafn Kjartansson, 8.11.2008 kl. 22:38

15 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ævar, þú spyrð hvaða þjóðir noti Bandaríkjadal - t.d. Míkrónesía, Jómfrúreyjar, Panama, Ekvador og allnokkrir aðrir. Þó það hafi verið hlegið að forsætisráðherra þegar hann nefndi þetta fyrst er þetta miklum mun gáfulegra en að taka upp Evru með tilheyrandi fullveldisafsali.

Ingvar Valgeirsson, 9.11.2008 kl. 15:59

16 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ok allar góðar hugmyndir á að skoða. Það þarf allavega nothæfan gjaldmiðil. Og sem fyrst.

Ekki bíða, skiptið strax!

Einhliða upptaka á mynt er ódýrari

Ævar Rafn Kjartansson, 9.11.2008 kl. 16:10

17 Smámynd: Tryggvi Helgason

Mér finnst rétt að menn ræði þann möguleika að taka upp notkun á bandaríska dalnum, í staðinn fyrir krónu.

Raunar hefi ég lengi mælt með því að festa gengi krónunnar við dalinn, - það er að segja að festa "krónulufsuna" við dalinn, svo maður leifi sér nú, að nota fína orðbragðið þessara sprenglærðu, háskólamenntuðu.

En það vekur auðvitað upp ótal spurningar; - svo sem; hvað á að skrá margar krónur móti dollar, við skiftin ?

60 krónur, eins og dollarinn fór lægst gagnvart krónu, eða 130 eins og núverandi skráning, eða eitthvað annað, - til dæmis 300 krónur á móti dalnum, sem ég teldi eðlilegt.

Menn geta svo reiknað sjálfir, miðað verð á ýmsum hlutum.

Hús sem í dag er verðlagt á 36 milljónir myndi verðlagt á 600 þús. dali miðað við gengið 60, - 277 þús. miðað við gengið 130, - eða 120 þúsund dali miðað við gengið 300, sem er kannske eðlilegasta verðið.

6 milljóna bílinn myndi þá kosta 20 þúsund dali.

Bara svona til umhugsunar.

Tryggvi Helgason

Tryggvi Helgason, 9.11.2008 kl. 18:07

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband