Ekki hægt að réttlæta mismunun hluthafa

Í þessu dæmi er formaður VR að einfalda málin. Væri um venjulega hluthafa að ræða væri engu eyrt. Þeir væru látnir borga. Mismunun af þessu tagi er ekkert hægt að verja þótt hluthafar séu hér starfsmenn.

Hafa verður líka í huga að starfsmenn bankans fengu lánað eins mikið og þeir vildu sem ekki stóð venjulegum hlutabréfakaupendum til boða. Engar tryggingar voru teknar aðrar en veð í bréfunum. Samkvæmt þessu átti bara að láta starfsmennina njóta væntanlegs ágóða án nokkurrar hlutdeildar í áhættu.

Einnig má leiða að því líkum að umfang hlutabréfakaupa starfsmanna hafi verið svo umfangsmikil að það hafi hjálpað til við að ýta verðinu upp í 1000 krónur á hlut. Svo hátt hefði hlutabréfaverð trúlega ekki orðið nema vegna eftirspurnar starfsmannanna.

Allar ákvarðanir sem teknar hafa verið í kringum hrun bankanna hafa verið rangar. Gildir hér einu hvort um er að ræða seðlabankann, eftirlitsaðila, ríkið eða Alþingi.

Ríkið kemst ekki upp með að ætla að innheimta útlán bankanna að fullu, því skuldarar munu ekki taka því þegjandi að ríkið ætli sér að eignast allar skuldakröfurnar án þess að ætla að standa skil á einni einustu krónu, dollar eða Evru til erlendra banka sem lögðu þeim til góssið. Erlendir lánveitendur eru að tapa líklega 8000-9000 milljörðum. Finnst okkur það bara sjálfsagt mál? Hafa íslendingar enga samvisku?

Ef ekki verður byrjað strax á því að frysta öll bankalán, verðtryggingar og annað á meðan leitað er sanngjarnrar lausnar mun stefna í uppreisn. Þjóðin lætur ekki bjóða sér að ríkið og bankarnir ætli sér að sleppa skaðlaust frá hruninu með því að láta bara innlendu skuldarana standa skil á öllu. Það verður að eiga sér stað niðurfærsla skulda úr því að ríkið gerðist svo dómgreindarskert að fara með bankana í kennitöluflakk og stórfelld svik við erlenda kröfuhafa. Með þessu var Ísland í heilu lagi gert að risastórum þjófi. Er einhver sem ekki kveikir á þessari staðreynd?

Ég gæti alveg skilið að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn vildi ekki lána ríki sem notar lagasetningu til að stela og mismuna kröfuhöfum. Enn og aftur ítreka ég þá skoðun mína að neyðarlögin voru sóðaleg og óheiðarleg aðgerð framkvæmd í óðagoti og dómgreindarleysi. Það átti að láta bankana fara í gegnum formlegt gjaldþrot. Það lá ekkert á að fremja efnahagslegt sjálfsmorð heillar þjóðar með vitleysunni í Davíð og Geir. 


mbl.is Ekki hægt að taka aðra ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband