Þarf eitthvað stærra tilefni en þjóðargjaldþrot til stjórnarslita?

Ég hætti að kjósa íhaldið á sínum tíma vegna spillingar innan þess flokks.

Ég kaus Samfylkinguna, með hálfum huga þó, til að fella íhaldið úr stjórn.

Ég biðst afsökunar á því að með atkvæði mínu hefur Samfylkingin viðhaldið íhaldinu til áframhaldandi valda og sjálfir eru þeir skaplausir þiggjendur ráðherrastóla í skjóli Davíðs. Reynslan segir okkur að Samfylkingin er jafnvel aumari en fyrri hækjan Framsóknarflokkurinn. 

Valdafíkn Samfylkingarráðherra gerir það að verkum að þeir vilja ekki að rjúfa þetta handónýta stjórnarsamstarf sem er undir raunverulegri stjórn Davíðs Oddssonar. Það virðist sama hversu svakalega vitlausar ákvarðanir hafa verið teknar í banka- og peningamálum, ennþá þykist þetta fólk getað stjórnað einhverju.

Hvað þarf oft að segja BURT! til að það skiljist?


mbl.is Samfylking afneitar Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Haukur.

Mjög góð og þörf grein hjá þér. Ég hef líka til langs tíma verið stuðningsmaður Samfylkingarinnar. En sá stuðningur er löngu farinn veg allrar veraldar með þeirri valdafýknu en duglausu forystu sem flokkurinn hefur haft.

Það fóru að renna alvarlega á mig tvær grímur þegar núverandi formaður ISG hélt Borgarnesræðuna frægu og snarbreytti þar annars ágætri stefnu í sjávarútvegsmálum Samfylkingarinnar yfir í nánast alveg sömu stefnu og kótaránsflokkarnir D og B höfðu fylgt dyggilega í andstöðu mikils meirihluta þjóðarinnar samt Þetta vogaði hún sér að gera án þess svo mikið að ræða þetta í flokknum eða við fólkið í flokknum og sína nánustu samstarfsmenn.

Þetta var með ólíkindum og hljómaði sérlega ankannalega vegna þess að þessi manneskja hafði nokkru áður og svo einnig líka í þessari frægu ræðu margtalað um þessi svokölluðu "samræðustjórnmál" sem ættu að koma í staðinn fyrir valdstilskipanir.  Mér fannst það líka döngunarlaus flokkur sem lét þetta yfir sig ganga, nánast án þess að hljóð heyrðist.

Síðan héldu ýmsir að það yrði einhver breyting við að Samfylkingin hljóp uppí fangið á Sjálfstæðisflokknum. Nei það var nú aldeilis ekki nema síður væri. Valdagræðgin og valdaþorstinn varð öllu yfirsterkari og ef við rifjum upp síðustu misserinn, þá var það hjákátlegt síðustu misserinn að sjá þetta ráðherralið Samfylkingarinnar baða sig í kastljósi "frægðarinnar og framans" sem þeim áskotnaðist með Sjálfstæðisflokknum. Þetta er nú að verða frægð af endemum!

Enginn flokkur sýndi aðra eins skammfeilni í þjónkunn sinni og slefandi hollustu við útrásarvíkingana. Þau ISG og Björgvin G. þeystust um heiminn á SAGA CLASS og í einkaþotum útrásarvíkinganna á fundi sem þetta lið hafði skipulagt þar sem þau sögðu þessa menn algerlega pottþétta og bankarnir væru gríðarlega sterkir og bla bla ba bla og Ingibjörg Sólrún gekk allra stjórnmálamanna lengst þegar hún sagði að þau myndu verja bankanna fram í rauðann dauðann. Ætli við séum nú ekki að sjá framan í þennan "Rauða dauða" Samfylkingarinnar akkúrat núna. Þetta lið er alveg liðónýtt og ekki nokkur von til þess að þeir geti leitt þjóðina sína útúr þessum hremmingum, sem þeir sjálfir áttu reyndar stóran þátt í því að koma okkur.

Þeirra helsta og nánast einasta baráttumál er það að koma okkur í ESB sama hvað það kostar og þeir reyna með öllum sínum lúgalegu ráðum að nýta sér það neyðar- og hörmungarástand sem nú er í þjóðfélaginu. Þetta er ekki gæfulegt lið meira að segja sér maður að það hlakkar orðið í sumum þeirra við þegar bætist við enn eina hörmungarfréttinn í viðbót, því þá telja þau að líkurnar aukist mjög á því að við´ættum nokkra aðra kosti en þetta volaða bandalag ESB. Svei þessu landráðahyski !   

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 11:32

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mér finnst þetta gott innlegg hjá ykkur báðum. Ég get líka tekið undir margt hjá ykkur. Ég hef t.d. aldrei átt í jafnmiklum vandræðum fyrir nokkrar kosningar eins og þær síðustu með að ákveða hvar ég átti að setja exið.

Ég var svo sannarlega að vona að fleiri hefðu séð í gegnum spillinguna í Sjálfstæðisflokknum eins og þú Haukur þannig að ég reiknaði með að Samfylkingin yrði ótvíræður sigurvegari kosninganna. Þess vegna ákvað ég að kjósa flokkinn sem ég vildi sjá vinna með þeim þar sem ég reiknaði stöðuna þannig að það yrði að fá einhverja til að vinna á móti slagsíðunni í Samfylkkingunni.

Steingrímur J. byrjaði á fyrsta degi eftir kosningar að eyðileggja þann möguleika sem ég lagði lið með atkvæðinu mínu. Ég tók það svo út með verkjum að horfa upp á það í fréttum hvað greiðlega gekk að gera samkomulag um núverandi stjórnarsamstarf sem hefur komið út í mínum augum eins átakalaust og Samfylkingin hafi verið innlimuð þegjandi og hljóðalaust inn í Sjálfstæðisflokkinn

Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.11.2008 kl. 12:10

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, Samfylkingin er fyllilega samsek öllu sem Sjallarnir hafa gert rangt upp á síðkastið. Eiginlega mun verri, þar sem flokkurinn er í virðist enga ábyrgð taka á neinu og kennir samstarfsflokknum um alltsaman. Minnir svolítið á lítinn krakka í þeim efnum.

Gaman að sjá Ingibjörgu Sólrúnu, fyrrum stjórnarmann í Seðlabankanum, segja að það sé prinsippmál hjá Samfó að pólítíkusar fari ekki fyrir Seðlabankanum... ég hló aðeins.

Það sorglega er að almenningum gleypir þetta hrátt og Samfó bætir við sig fylgi skv. skoðanakönnunum. Fólk, sem kennir stjórnvöldum um hvernig komið er, virðist steingleyma að Samfó er einmitt í stjórn!

Ingvar Valgeirsson, 2.11.2008 kl. 14:56

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er reyndar rétt hjá þér Ingvar en við megum ekki gleyma að Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að leiða stjórnarsamstarfið. Hann er búinn að gera það í hvað þrjá áratugi? Það sem er að koma upp núna er þess vegna ekki alls ekki eingöngu afleiðingar af stjórnarsamstarfi þessara tveggja flokka. Mér finnst alveg stórundarlegt hvernig Samfylkingin hefur horfið inn í Sjálfstæðisflokkinn þennan stutta tíma sem samstarf þeirra hefur varað. Mér finnst líka afar undarlegt hvernig flokkurinn hefur komið fram eftir þjóðnýtingu Glitnis. Það hefur lítið til þeirra heyrst. A.m.k. lítið af því sem ég hefði einhvern tímann búist við af þeim við aðstæður sem þessar. Það má þó ekki gleyma því að Ingibjörg Sólrún hefur verið að glíma við alvarleg veikindi (eru veikindi sem leggjast á heilann það ekki alltaf?) en Samfylkinginn hefur fleirum á að skipa en henni.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.11.2008 kl. 15:06

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband