23.10.2008 | 12:00
Þetta eru helstu stærðir bankahrunsins
Um síðustu áramót var eigið fé bankanna þriggja skv. þeirra reikningum 710 milljarðar. Eignir voru 11.352 milljarðar og skuldir 10.642. Meðal skulda eru innlend og erlend innlán upp á 3.527 milljarða.
Við gjaldþrot skreppur eignaliðurinn saman og það lítur út fyrir að eignir upp á 11.352 geti fallið niður í 10-15% af bókfærðu verði, þetta er kallað stundum hrakvirði. Það þýðir að gjaldþrotið sem við blasir sé hugsanlega upp á 9.000 milljarða króna m.v. áramótin 2007-8. Til að ala ekki á of mikilli svartsýni ætla ég ekki að uppfæra þessar tölur eða gengi til dagsins í dag.
Þessi upphæð er 28 milljónir á hvert mannsbarn í landinu, þar með talið eru börn, gamalmenni og öryrkjar. Innlánin sem ríkið þarf að semja um eða ábyrgjast geta numið allt að 11 milljónum á hvert mannsbarn í landinu. Um þetta er verið að semja við fjárhagssendinefndir breta og hollendinga.
Hafi einhver trúað því að botninn sé kominn aðeins þremur vikum eftir bankahrunið má hinn sami búa sig undir vonbrigði. Staða þjóðarinnar er núna sú að við eigum að vera þakklát fyrir máltíð og húsaskjól.
Það má með sanni segja að nú þurfi að hefja nýja þjóðfélagsskipan sem byrjar ekki bara á núlli, heldur í stórum mínus.
Hafi einhvern tíma verið þörf á krafti og samstöðu þá er það núna.
Bankastjórarnir með of há laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:03 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Þetta er einmitt það sem maður óttast.
Thee, 23.10.2008 kl. 12:05
Ég kíkti aðeins á 6 mánaða uppgjör bankanna og þá eru innlánin orðin 4.174 milljarðar í bókum þeirra (voru 3.527) þetta er 18% hækkun á sex mánuðum. Hlutfall erlendra og innlendra innlána verður ekki ráðið af ársreikningunum.
Alla ársreikninga og árshlutareikninga gömlu bankanna má ennþá finna á vefjum nýju bankanna, eins og það komi "nýju" bönkunum eitthvað við
Haukur Nikulásson, 23.10.2008 kl. 13:48
Þetta er svo absúrd að maður er enn í afneitun eða heiladauður út af þessu!
Ævar Rafn Kjartansson, 23.10.2008 kl. 17:23
Takk fyrir að setja þetta fram þannig að allir skilji.
11 miljónir á hvert mannsbarn er 44 milljónir á hverja 4-manna fjölskyldu.
Ég er með þá tilllögu að útrásarmennirnir og eignamennirnir komi til hjálpar og greiði í landssjóð 99% af eignum sínum en haldi eftir 1%. Þeir sem eiga t.d. 100 milljarða greiða 99 milljarða en mega í sárabætur halda eftir 1 milljarði. Þeir hlytu að vera hæstánægðir með það. Hvað skyldi mikið geta safnast á þennan hátt?
Ágúst H Bjarnason, 24.10.2008 kl. 14:42
Ekki veit ég hvernig hægt er að krefjast þess að auðmennirnir komi með sitt til baka. Mig grunar að þeir muni kenna Davíð og ríkisstjórninni um það að hafa fellt spilaborgina sem þeir svo sem réttilega gerðu óháð því að þetta var allt á brauðfótum.
Uppgjör þessara mála verður með þeim hætti að það munu allir vísifingur stefna í allar áttir og allir neita ábyrgðinni. Býstu við einhverju öðru?
Við fáum enga friðþægingu. Við bara borgum í formi hærri skatta og lífskjararýrnunar.
Í næstu kosningum verður svo sama liðið kosið upp á nýtt. Gullfiskaminni kjósenda mun ekki bregðast frekar en fyrri daginn. Sjáðu bara til.
Haukur Nikulásson, 24.10.2008 kl. 16:26
Auðvitað er þetta bara óskhyggja hjá mér, en þeir yrðu menn að meiru ef þeir kæmu með mestan hluta af sínu. Kannski líður þeim bara vel núna hvar sem þeir annars fela sig. Kannski alveg samviskulausir.... Kæmi það svo sem ekki mjög á óvart.
Svo mega auðmennirnir íhuga þetta.
Ágúst H Bjarnason, 24.10.2008 kl. 16:39
Ég held að það sé borin von til þess að þeir taki nokkuð til sín í þessu efni. Mér heyrist andinn vera sá að þeir séu bara fórnarlömb vondra ákvarðana hér heima fyrir og geta fært fyrir því sterk rök.
Peningafíkn er eins og áfengisfíkn. Á meðan hún er virk getum við ekki búist við að þeir afhendi peningana sína frekar en bytturnar láti áfengið af hendi.
Haukur Nikulásson, 24.10.2008 kl. 17:48
Góður punktur þessi samlíking þín á peningafíkn og áfengisfíkn. Það skuggalegasta í þessu samhengi er þó hvað stjórnvöld eru illa haldin af meðvirkninni. Tek undir það sem hefur komið fram, m.a. hjá Jóni Baldvini, að þjóðin þarf á vinveittri en erlendri rannsóknarnefnd að halda til að fara rækilega ofan í kjölinn á þessum klíkubandalögum stjórmála- og athafnamanna. Það þarf að fá það á hreint hvort og/eða hvernig þessi innbyrðis hagsmunatengsl hafa komið niður á þjóðinni.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.10.2008 kl. 13:29