16.10.2008 | 07:55
Nú er kominn tími til að hætta öllu mjálmi - ÞAÐ ÞARF EITTHVAÐ AÐ HEYRAST!
Eitt stærsta ríkið innan ESB er Bretland. Þeir hafa skotið Ísland í kaf með beitingu neyðarlaga um varnir gegn hryðjuverkum. Efnahagslegu hryðjuverki þeirra á Ísland er ekki einu sinni lokið. Þeir ætla líka að hirða allar eigur íslendinga upp í skuldir og kvaðir. Ég tel Það ágætt að vera búin að komast að því hvað ESB er aumt samfélag í raun áður en meirihlutinn hér á landi kemst í að sækja um aðild.
Yfirdrepsháttur með einhverju orðagjálfri sem síðan fyllir alla fjölmiðla Evrópu mun þagga niður í mjóróma íslendingum. Okkar málstaður er kaffærður og ef við viljum sporna við því þarf að láta í sér heyra svo um munar. Til þess eru aðeins tvö lítil ráð og á þau verður hlustað:
Slíta stjórnmálasambandi við Bretland umsvifalaust. Rökin gegn því að þurfa að eiga samskipti við breta eru komin langt fram úr ásættanlegri diplómatískri kurteisi. Bretar hafa ekki sýnt okkur neitt nema yfirgang, óbilgirni og dónaskap. Við erum í nauðvörn og þurfum því núna að haga okkur samkvæmt því. Það er ekki lengur nein aukin áhætta fólgin í þessari aðgerð. Norðmenn myndu örugglega umbeðnir aðstoða okkur við að gæta hagsmuna okkar í Bretlandi á meðan þetta gengur yfir. Þykist raunar vita að þeir myndu stoltir leggja sig alla fram við að aðstoða litla bróður í því efni.
Segja Ísland úr NATO. Bandalagið er ekki einu sinni að virka innbyrðis gagnvart svokallaðri "vinaþjóð". Það liðkar örugglega fyrir samingum við rússa um lánafyrirgreiðslu og nú má Geir vera sammála mér um að það ER þörf nýrra vina.
Ég tel almennt sjálfsagt að sýna stillingu í öllum málum, en það er ófyrirgefanlegt geðleysi að bregðast ekki harkalega við því að vera sem þjóð sett á hausinn með jafn stórfelldu efnahagslegu óhæfuverki eins og bretar eru sekir um.
ESB-leiðtogar styðja Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:18 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Já, heldurðu að óskynsamlegt þumbarakast sé málið? Heldurðu að fúll á móti vinni okkur fyrr út úr ástandinu? Ef við viljum hefna okkur á bretum þá er það að vera betri en þeir og vinna okkur hraðar úr þessari krísu.
Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 08:43
Magnús, í mínum huga er þetta ekki spurning um þumbarakast heldur að setja upp samningsstöðu sem er skiljanleg.
Ef þú ert sleginn að ósekju bregðast menn við á ólíkan hátt, t.d. að slá frá sér, flýja, eða leggjast niður og gráta. Í þessu tilviki vil ég hefja gagnsókn og láta finna fyrir okkur. Geir er búinn að reyna diplómatísku og rólegu leiðina, en hún er bara því miður ekkert að virka, bretarnir eru bara að færast í aukana.
Við skulum þó vera sammála um að gefast ekki upp og vinna í málinu.
Haukur Nikulásson, 16.10.2008 kl. 08:52
Ráðin þín eru að slíta samband við umheiminn af því hann er svo vondur við okkur.
Hefur þú hugleitt að bretar hafi rétt fyrir sér og við rangt fyrir okkur? Við tókum við sparifé þeirra en ábyrgðumst ekki innistæðurnar. Í minni bók gerir það okkur að ótíndum glæpalýð og réttlausa.
Ég vil heldur ganga í ESB og losna þar með við óstjórn þeirra sem áttu að veita bönkunum eftirlit en gerðu ekki.
Kári Harðarson, 16.10.2008 kl. 09:36
Kári, ég er ekki með neina uppgjöf í huga. Það er innganga í ESB, hún er uppgjöf. Í þessu er ekkert að annar aðilinn hafi rétt fyrir sér og annar rangt. Ríkisstjórnir beggja landa hafa haft rangt við. Á það hef ég enga dul dregið í mínum pistlum.
Vandamál okkar í stuttu máli var að eyða um efni fram með óhóflegum lántökum. Það sem Ísland þarf að læra er það sem flest heimili þurfa að gera og það er að eyða ekki um efni fram. Þetta er ekki flóknara en það í hnotskurn.
Atvikaraðir og orsakakeðjur skýra þetta allt við nánari skoðun. Fólk er hins vegar ruglað með hagfræðihugtökum sem það hefur ekki á takteinum og veldur óþarfa minnimáttarkennd í umræðunni.
Ég er svo mikill jafnaðarmaður að vera á móti inngöngu í ESB, við erum heimsborgarar og eigum að vinna að málum eingöngu á þeim grunni frekar en að draga þjóðir og fólk í eineltishópa.
Haukur Nikulásson, 16.10.2008 kl. 09:45
ESB sem samnefnari er ekkert að gera í sambandi við kreppuna. Aðildarlöndin standa nánast öll sér á parti, hvert að bjarga sér. Ungverjar eru að leita aðstoðar IMF, hvar er ESB tryggingin þeirra?
Haukur Nikulásson, 16.10.2008 kl. 09:49
Er hrunið á Írlandi og í Ungverjalandi, tveimur ESB þjóðum að fara fram hjá Kára? ESB er ekki lausnin eykur frekar á vandann eins og hverjum og einum ætti að vera ljóst. Hvað er langt síðan þetta byrjaði? Nú eru ESB menn að huga að yfirlýsing, þvaður!
Tori, 16.10.2008 kl. 09:52
Kári, ég held að þú gætir haft rétt fyrir þér. Ég fékk allavega ónott þegar ég heyrði Sigurjón Árnason reyna hvítþvo sig í viðtali um daginn.
En hryðjuverkalög andskotin hafi það, eru þeir að segja að íslenski bankamenn hafi tekist það sem IRA og Al-Qaeda hafa mistekist með sprengjum, að valda ótta meðal breta. Að íslenskir bankamenn hafi mætt með tékkhefti og nú er bretland rjúkandi rústir. Þetta er svolítið afrek. Síðan þetta víkinga kjaftæði, hvenær keyptu víkingar nokkurn skapaðan hlut af bretum sem þeir gátu frekar rænt.
Haukur, því miður þá verðum við að semja við ESB til að fá frið fyrir bretum. Íslendinga hafa rúið þá innað skinni og þeir eru fúlir. Þeir sem heimsveldi rýja aðra innað skinni ekki öfugt. Besta vörninn núna er meðal aðila sem þórðargleði ríkir núna yfir græðgi breta, meðal Þjóðverja og Frakka.
Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 10:00
Magnús, auðvitað eigum við að standa við skuldbindingar það er engin spurning um það þurfum við ekki að deila. Bretar eiga sinn rétt, en hann verður að vera innan þeirra eigin laga. Þeir hafa hins vegar ekki borið gæfu til að gæta þess og fyrir það gjöldum við.
Við höfum áður slitið stjórnmálasambandi við breta og það þótti góð ástæða fyrir því þá. Þau slit sögðu öðrum bandalagsþjóðum íslendinga að okkur væri misboðið. Því miður er okkur núna að mistakast illilega aðkoma skilaboðum okkar á framfæri. Ég sé ekki ástæðu til að taka órétti þegjandi alsaklaus af þessu hafaríi rétt eins og þú (væntanlega).
Haukur Nikulásson, 16.10.2008 kl. 10:18
Vil benda ykkur herramönnum á ágæta frétt sem birtist í Fréttablaðinu í dag sem segir allt sem segja þarf um Evruna:
"Það er ein kreppa sem okkur hefur sem betur fer tekist að sleppa við innan evrusvæðisins og það er gjaldeyriskreppa og gengishrun ofan á fjármálakreppuna." Þetta segja Hans Martens og Fabian Zuleeg í nýju áliti European Policy Centre, en þeir benda á að fyrri fjármálakreppur hafi undantekningarlaust leitt til gengissveiflna og oft djúpra gjaldeyriskreppna. Spákaupmenn leggi til atlögu við gjaldmiðla landa sem talin eru glíma við fjármála- og bankakreppur, og seðlabankar neyðist til að bregðast við með háum vöxtum.
Ísland og hrun krónunnar eru sérstaklega nefnd sem dæmi því til sönnunar að litlir gjaldmiðlar auki óstöðugleika þegar fjármálakreppa skellur á.
Í álitinu er bent á að þótt evran hafi mildað afleiðingar yfirstandandi kreppu þurfi ríki myntbandalagsins að gera meira til að samræma viðbrögð sín. Skýrari reglur þurfi fyrir aðgerðir við áföllum í bankakerfinu, samræma þurfi allt fjármálaeftirlit, en sérstaklega sé mikilvægt að reglur um innistæðutryggingar verði endurskoðaðar.
Að lokum er skorað á þau lönd sem enn standa utan myntbandalagsins eða Evrópusambandsins að endurskoða afstöðu sína, því evran hafi sannað gildi sitt sem "uppspretta stöðugleika á viðsjárverðum tímum í óvissum heimi"
Það sjá allir sem vilja sjá að ESB er eina vitið fyrir okkur og Evran er þar kjölfestan í öllu samstarfinu. Sú efnahagsstefna sem rekin hefur verið hér hefur beðið skipbrot og gjaldmiðillinn þar með. Verst þó að þurfa hafa komist að þessari niðurstöðu "the hard way" og fara inn niðurlútir nánast skríðandi á skeljunum inn í ESB í stað þess að fara þar inn berandi höfuðið hátt fyrir ca. tveimur árum síðan.
Með kveðju, Svíi
Svíi (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 11:43
Svíi, er ekki norska krónan við góða heilsu þótt hún teljist líka tiltölulega lítill gjaldmiðill?
Munurinn á okkur og norðmönnum er sá að við eyddum um efni fram, þeir ekki. Það skiptir ekki máli hvort þú eyðir um efni fram í Evrum eða krónum, þrotið verður á endanum það sama.
Það er að sýna sig þessa daga að ESB og Evran er ekki sá bakhjarl sem meirihluti íslendinga virðast mæra sem okkar einu framtíðarsýn. Ungverjar eru ekki að upplifa það núna, hvernig skýrirðu það?
Haukur Nikulásson, 16.10.2008 kl. 12:37
Á íslensku krónunni og þeirri norsku er sá á bakvið þá norsku hvlílir olíusjóður Norðmanna sem er gríðarlega stór eins og við þekkjum. Á bakvið krónuna okkar var loft, eins og hefur komið á daginn á árinu með tilheyrandi áhlaupum á þessa örmynt og skortstöður ofl. Fjárfestar hafa leikið sér að krónunni okkar í lengri tíma sem við erum nú að súpa seyðið af.
Ég umgekkst nokkuð nokkra spænska fjárfesta í fyrra í gegnum mitt starf og voru þeir okkur Íslendingum mjög þakklátir fyrir krónuna og er skemmst frá því að setja að þeir keyra ekki um á Lödum í dag né búa í neinum húsaræksnum í fátækrahverfum þar í bæ. Allt í boði íslensku heimilianna.
Evran hefði verið fullkomin í gegnum þennan ólgusjó sem við höfum verið að fara í gegnum núna. Evrópubúar svitna nú yfir einhverri 5% verðbólgu og 3-4% stýrivexti, sem þykir nánst rán á hábjörtum degi. Hvað segjum við þá við 15%+ verðbólgu og 12-15% stýrivöstum og gjaldmiðil sem hefur veist um 65% á móti Evrunni á aðeins einu ári? Allt í himnalagi bara?
Þér að segja þá eru Ungverjar ekki með Evru.
Kv. Svíi
Svíi (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 13:00
Það er hárrétt hjá þér, Svíi, með bakhjarla gjaldmiðlanna, en þeir eru ekki orsakir vandamála né lausnir heldur sú ráðdeild sem þarf að sýna í rekstri hvers samfélags. Okkur varð bara fótaskortur á eyðsluklónni.
Það er rétt hjá þér Ungverjar eru ennþá með Forintuna þó þeir hafi gengið í ESB 2004.
Mér flaug í hug eftir að hafa hlýtt á fréttir að hugsanlega er staða okkar orðin það slæm að það mætti athuga með að taka aftur ógreiddar eignirnar á Varnarsvæðinu og leigja rússum þar aðstöðu, undir formerkjunum neyðin kennir naktri konu að spinna. Mér hugnast það jafnvel betur en sjálfstæðisafsalið til ESB.
Haukur Nikulásson, 16.10.2008 kl. 14:10
Hverju erum við að tapa sem við höfum ekki þegar gloprað niður? Hvaða sjálfstæðisafsal ertu að tala um???????? Ég bara heyri neytt frá Danmörku, Finlandi, Svíþjóð um að þeir hafi tapað sjálfstæði sínu. Eru þinginn þeirra ekki starfandi og ríkisstjórnir á fundum um allar trissur. Ekki hringdi Geir beint í Brussel um daginn, hann þurfti að hringja á nokkra staði.
Þegar menn eru búnir að þilja upp sömu klisjurnar svo oft að menn eru farnir að trúa þeim gagnrýnislaust. Þetta tal þitt minnir á brandarann um manninn sem taldi bændur í sveit eini almennt óliðlega dóna. Svo er það eitt skipti þegar hann sprengir dekk og fattar að honum vantar felgulykil og byrjar að rölta á næsta sveitabæ. Á leiðinni ímyndar hann sér að á þessum bæ búi þessi týpiski bóndi og byrjar að djöfla bóndanum sem sé eflaust þessi tegund sem hann ímyndar sér. Þegar hann svo loks kemur að sveitabænum segir hann bóndanum að geti hyrt helvítis felgulykilinn sinn.
Þótt sagan sé kannski ekki alveg svona, þá grunar mig að það sé allavega svona sem þín afstaða er uppbyggð.
Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 14:38
Ég heyrði þessu sögu þegar ég var krakki og þá var hún um tjakkinn en ekki felgulykilinn
Ég næ því bara ekki Magnús, og fyrirgefðu mér þá skoðun, að fólk vilji í vælu- og rolugangi afsala sér sjálfsforræði til erlends nýlenduríkis. Hjá mér heitir þetta bara landráð því miður.
Þú mátt spyrja þig að því í alvöru hvers vegna íslendingar halda 17. júní hátíðlegan ár hvert? Styttan af Jóni Sigurðssyni var líklega bara sett upp fyrir misskilning? Af hvaða grunnástæðum byggðist Ísland?
Var þetta allt saman bara nauðsynlegur undanfari þess að ganga í ESB og fá höfuðborg sem heitir Brussel og láta ákveða fyrir okkur með miklum tilkostnaði og þýðingum á 40 tungumál hvað skuli vera stöðluð stærð á smokkum?
Leyfum okkur að hafa mismunandi skoðun á þessu næsta stóra kosningamáli. Og hafðu engar áhyggjur, ég er líklega í minnihluta þeirra sem vilja vera utan ESB. En ég er samt ekki hættur.
Haukur Nikulásson, 16.10.2008 kl. 14:58
Held einmitt að sveiflurnar á gengi krónunnar hafi gert okkur að þeim eyðsluklóm sem við erum. Góðærið var fengið að láni eins og klisjan segir. Vil benda á eftirfarandi grein sem lýsir ágætlega hvað hér gerðist:
Throughout the period of inflation targeting, inflation was above its target rate, resulting in interest rates exceeding at times 15%.
In a small economy such as Iceland, high interest rates both encourage domestic firms and households to borrow in foreign currency, and also attract currency speculators.
This lead to large inflows of foreign currency, leading to sharp exchange rate increases, giving the Icelanders an illusion of wealth.
The speculators and borrowers profited from the interest rate difference between Iceland and abroad as well as the exchange rate appreciation.
These effects encouraged economic growth and inflation, further leading the central bank to raise interest rates.
The end result is a bubble caused by the interaction between domestic interest rates and inflows of foreign currency.
The exchange rate was increasingly out of touch with economic fundamentals, with a rapid depreciation of the currency inevitable.
This should have been clear to the central bank, which wasted several good opportunities to prevent exchange rate appreciations and build up reserves.*
Við semsagt héldum að við værum rík en vorum það í rauninni aldrei. Svona fer alltaf þegar gjaldmiðlar eiga lítið sem ekkert bakland og þjónar einungis þeim tilgangi að virka sem pókerpeningur á borði erlendra (og innlendra) gamblara. Að ráðast svo á einkennin en ekki rót vandans með vaxtahækkunum líkt og SÍ hefur gert er með ólikindum vitlaust. Það svipar til þess að í staðinn fyrir að gera við hriplekt hús að fylla það með fötum og vonast þannig til að regntímabilinu ljúki. Er þetta kerfi sem við viljum bjóða komandi kynslóðir upp á?
Hef heldur aldrei skilið skilgreinungu margra á sjálfstæði. Ég veit ekki betur en að allar þjóðir Evrópu séu sjálfstæðar upp að því leyti að þau þurfi að lúta leikreglum sem fyrirbyggja spillingu og einokun, eitthvað sem við höfum þurft að glíma við síðan forfeður okkar námu hér land. Eitthvað segir mér að ef sjálfstæði, líkt og við lifum við núna, býður upp á áframhaldandi nepotisma, fákeppni og einokun þá má henda því sjálfstæði á haugana með krónunni. Missir þú sjáfstæði þitt ef þú mátt ekki stunda handrukkun eða drepa fólk í kringum þig? Hvar draga menn mörkin?
ESB snýst um hagsmuni heildarinnar og hámörkun hennar á svið mannréttinda, vísinda, viðskipta, menntunar og frelsis. Um hvað snýst Ísland í dag?
Að lokum þarf ekki að fara mörgum sögum af samskiptum landa við Rússa í gegnum árin og finndist mér persónulega djöfullegt að þurfa skuldbinda okkur við það ríki. En um leið er sláandi svipur með Rússnesku fyrirgreiðslupólitíkinni og þeirri Íslensku og því e.t.v. fleira sem þessar þjóðir eiga sammerkt en ætla mætti í fyrstu.
Kv. Svíi
*
Heimildir:
Jon Danielsson
Economist, Financial Markets Group, London School of Economics
http://news.bbc.co.uk/2/hi/business/7658908.stm
Svíi (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 15:09
Málið er að þetta er ekki RÍKI, heldur samtök RÍKJA um sameiginlega hagsmuni.
Ég held upp á 17.júní hátíðlega og fagna þar með lausn okkar undan oki EINNAR þjóðar. Ísland hefur haft það best þegar við erum í samstarfi við sem flestar þjóðir, ESB er besti samstarfsvetfangurinn sem okkur bíðst núna.
Eins og svíi bendir réttilega á. Þá er okkar sjálfstæði ófullkomið og vantar aga, menn komast upp með að klúðra án þess að taka afleiðingunum, allavega þangað til núna. Þegar við vegna ónýttra meðvirkra eftirlitsaðila og regluaðila, fáum að súpa seyðið af eigin drambsemi. Það er sagt að lýðræðisríki fái alltaf þá stjórnendur sem þau eiga skilið, það er allavega í tilviki Íslands.
En hvað finnst þér um aðkomu norðmanna og upptöku norsku krónunar? Er þetta nokkuð sem þér hugnast? Segjum sem svo að þú þyrftir að velja á milli ESB og Gamla Sáttmála, hvort velurðu?
Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 15:37
nokkrar punktar í viðbot:
hefði Ísland verið innan ESB og með Evru þá hefði þessi eyðsla ekki geta átt sér stað, annars vegar vegna þess að Íslendingar (einstaklingar og bankar) hefðu ekki geta hagnast á hagstðu gengi (gengi alltaf 1), hins vegar er samningur Evru-landa sín á milli að halda agann í ríkisútgjöldum.
Þess fyrir utan hefðu bankarnir sætt strangari og oflugari eftirlit en raun bar vitni.
Svo um daginn héld Anders Fogh-Rasmussen fram að Danir væru þessa daga að borga stöðu fyrir utan Evru með hærri vöxtum og áhrifaleysi. Daginn eftir gekk sænski forsætisráðherra á fund ESB-leiðtoga og fullyrti við fjölmiðlamenn að þó það væri gaman að standa einn í goðu veðri þá væri sinsamlegra fyrir Svía að taku upp Evru ...
Jens Ruminy, 16.10.2008 kl. 18:10
Ég get fúslega samþykkt að hefði Evra verið gjaldmiðill hefði það næstum örugglega komið í veg fyrir þessa dæmalausu Jöklabréfaútgáfu sem er hluti af því tjóni sem við berum núna vegna spákaupmennsku sem við munum borga til langrar framtíðar. Ég hef ekki haft á móti því að vera með annan gjaldmiðil en krónu. Krónan er samt ekki sökudólgur í þessu máli heldur misheppnuð stjórn (ef skyldi kalla) peningamála hjá Seðlabankanum.
Það er hárrétt að ESB er ennþá bara ríkjasamband. Hinsvegar er engin launung á því að það stefnir í átt að því að verða með mynd hliðstæða bandaríkjunum, það er draumur ESB stjórnenda og jafnvel meirihluta íslendinga líka.
Bandaríkin, með sinn Bush á toppnum, er nefnilega það sem ég óttast að verði annað hlutskipti ESB. Vitleysingur á þeim toppi gæti í nánustu framtíð valdið álíka stórslysi varðandi heimsfrið eins og toppurinn okkar í Seðlabankanum olli í fjármálum Íslands.
Ég er á þeirri skoðun að sagan fari í hringi. Maðurinn þroskast seint og lærir seint af reynslunni. Við sjáum þetta á öllum stigum mannlegs samfélags og það er eins og allar kynslóðir þurfi að fá að endurtaka mistök genginna kynslóða. Af þessum sökum tel ég að minni samfélög séu heppilegri með tilliti til heimsfriðar sem verður að vera með mikinn forgang umfram margt annað.
Ég er ánægður með innleggin, ég efast ekki um að þið sem hafið aðra skoðun séuð, líkt og ég, bara að vonast eftir betra samfélagi. Leiðirnar að því eru bara mismunandi. Ég vil hoppa yfir Evrópusambandið beint í alheimssamband og spara með því óþarfa eineltistímabil elítuþjóða vs. þriðji heimurinn.
Haukur Nikulásson, 16.10.2008 kl. 18:45
Fyrirgefðu Magnús, ég get alveg þegið aðstoð norðmanna og spáð í upptöku norskrar krónu þess vegna. Bæði ESB og Gamli sáttmáli fela í sér sjálfstæðisafsal, pass á báða.
Svíí, ég vann hjá Varnarliðinu og átti þar góð ár. Ég hugsa að rússar gætu eflaust líka orðið jafn góðir vinnuveitendur. Af hverju að ætla þjóðum að vera góðar eða vondar? Bandaríkjamenn eru mun herskárri í dag en rússar og hefur það frekar snúist við á síðustu árum.
Haukur Nikulásson, 16.10.2008 kl. 18:59
Þakka fyrir málefnalega umræðu Haukur um þessi málefni sem brennur á okkur þessa dagana. Það er ljóst að af mörgu er að taka og vanda þarf til verkanna þegar kemur að svona stórmálum. Ljóst er að við þurfum að halda dauðahaldi utan um auðlindirnar okkar og fallast ekki á inngöngu fyrr en það er allt tryggt. Það er eru til undantekningarákvæði innan Evrópusambandsins þegar kemur að auðlindum sem eru stór partur að þjóðarframleiðslu viðkomandi lands og nefni ég t.d. timburiðnaðinn í Svíþjóð sem heyrir alfarið undir þá og heimila ekki öðrum Evrópskum fjárfestum að seilast eftir.
Með þetta í huga sé ég ekkert því til fyrirstöðu að við göngum til viðræðna við ESB, leggjum samninginn undir þjóðina og njótum góðs af því sem ESB hefur upp á að bjóða skyldum við kjósa að sá samningur sé ásættanlegur.
Það sem ég átti við um Rússana hér áðan er að þeir hafi í gegnum áratugina og aldirnar sýnt allskonar furðulega takta sem ekki samrýmast okkar hugmyndafræði um frelsi og réttlæti. Því finnst manni ósjálfrátt eins og eitthvað hangi á spýtunni þegar svona flottu tilboði er kastað á borðið hjá okkur á ögurstundu. Eitthvað býr að baki.
Nóg um það. Þakka fyrir þetta spjall.
Með kveðju, Svíi
Svíi (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 20:44
Já, það eru margir tortryggnir í garð rússa, enda erum við uppalin við það. Þegar ég vaknaði úr meðfæddri hræðslu við rússagrýluna eftir kalda stríðið og fór að hugsa sjálfstætt sér maður hlutina í öðru ljósi. Miðað við þann vinskap sem okkur hefur verið sýndur af "vinaþjóðum" er ég á því að skoða aðra möguleika með opnum huga.
Að sjálfsögðu læt ég það yfir mig ganga að hugsanlega verði sótt um aðild að ESB. Það er partur af lýðræðinu. Ég mun hins vegar beita mér gegn því af þeim ástæðum sem ég hef margtuggið hér.
Þetta leysist ekki okkar á milli hér en þér til ánægju þá kann ég vel að meta þau málefnalegu rök sem meðmælendur ESB deila með mér, það er alltaf betra að reyna að taka eins upplýsta ákvörðun og hægt er þegar þar að kemur.
Takk fyrir ágæta umræðu Svíi.
Haukur Nikulásson, 16.10.2008 kl. 23:17