14.10.2008 | 11:32
Ókeypis efnahagsráðgjöf - Betri tillögur einhver?
Mér finnst við þessar aðstæður tilvalið að rifja upp þær skoðanir sem ég hef viðrað undanfarin tæp tvö ár í nærri 800 pistlum, sem flestir hafa verið um stjórnmál.
Hér koma nokkrar þeirra:
Fella niður milljarða styrki til landbúnaðarmála. Í fyrsta lagi er ekki eðlilegt að ein starfstétt njóti verndar umfram aðrar í nútímasamfélagi. Hagræðing þarf að vera í formi stækkun búa. Það er nokkuð sjálfgefið að landbúnaður verður nú samkeppnisfærari þegar gengi krónunnar hefur fallið.
Fella niður styrki til allra trúarbragða. Þjóðkirkjan verði tekinn af fjárlögum og hinir trúuðu reki þessi starfsemi eins og hver önnur hugðarefni og áhugamál. Þetta er fáránlegasta tímaskekkjan í siðuðu og upplýstu samfélagi. Hér sparast milljarðar.
Fella niður styrki til menningarmála og íþrótta fullorðinna. Fólk á sjálft að sjá um þetta. Þetta innifelur að hætta opinberum styrk til Sinfóníunnar og RÚV (sem á að selja). Hætta styrkjum til leikhúsa og annarrra stofnana sem eru niðurgreiddar af ríkinu til að fólk geti leikið sér. Það er ekki ásættanlegt að ríkið niðurgreiði leikarskap þeirra áhugamála sem njótendur vilja ekki halda uppi með sjálfsaflafé.
Hætta öllum útgjöldum til varnarmála. Þetta hefur engan tilgang lengur. Við höfum ekki lengur ráð á útgjöldum í svona huglægan ótta.
Hætta rekstri óþarfa sendiráða um allan heim og kaupa þá þjónustu hjá sendiráðum hinna norðurlandanna með t.d. einum sendifulltrúa hjá þeim. Hér sparast milljarðar og hægt að selja talsverðar eignir.
Hætta þátttöku í NATO. Þetta sparar mörg hundruð milljóna. Auk þess er tímabært að afneita þátttöku í Íraksstríðinu og biðjast afsökunar á frumhlaupi Davíðs og Halldórs í því efni.
Breyta Íslandi í eitt kjördæmi og ganga þannig frá kosningum að fella prófkjör inn í þær og leyfa kjósendum að velja þingmenn úr öllum flokkum og gera einstaklingum kleift að bjóða sig fram án flokks. Nútíma tækni getur leyft að kosningar endurspegli raunverulegan vilja þjóðarinnar en ekki örfárra flokksleiðtoga. Þetta sparar milljarða í óraunhæfum framkvæmdum sem tengjast kjördæmapoti.
Leiðrétta eftirlaunafrumvarpið. Það sparar kannski ekki nema einhver hundruð milljóna en setur nauðsynlegt fordæmi í að siðbæta stjórnmálin.
Yfirfara og fella niður launuð nefndarstörf sem engu skila. Sem dæmi þá er forsætisráðherrafrúin á háum launum hjá byggingarnefnd spítalanna og nú þegar búið að slá af verkefnið. Þegar Geir talar um að herða sultarólina má hann líta í eigin garð með hliðsjón af þessu og eftirlaunafrumvarpinu.
Ríkið innkalli allan fiskveiðikvóta og bjóði út. Það er hefur aldrei gefist betri tími til að taka til í kvótakerfinu.
Rikið taki til baka eignaupptökuna á Varnarsvæðinu. Heyrst að ekkert hafi verið greitt ennþá fyrir eignirnar sem þá voru metnar á 30 milljarða en seldar fyrir 14 fyrir tilhlutan fjármálaráðherra til bróður síns og vina. Í tengslum við þetta er hneyksli að fjármálaráðherrann skipi stóran hluthafa í eigendahópnum í stjórn nýja Landsbankans. Honum verður væntanlega falið að láta Landsbankann aðstoða þá við að halda fengnum. Pólitísk spilling dó ekki með bankahruninu, því miður!
Með öllum þessum sparnaði er hægt að lækka skatta og fella niður tolla og gera Ísland að tollfríríki. Við eigum að hefja til vegs og virðingar algerlega haftalaus viðskipti við allar þjóðir heims, ekki bara Evrópu. Ísland hefur alla möguleika á að vera öðrum fyrirmynd þó nú syrti í álinn í bili.
Aðalhlutverk ríkisins á að vera vandaður rekstur nauðsynlegrar samfélagsþjónustu. Undir þetta falla heilbrigðis-, mennta-, félags-, trygginga- og öldrunarmál. Auk þessu rekstur löggæslu, dómskerfis og samgöngumannvirkja. Eflaust má bæta einhverjum liðum sem við teljum nauðsynlegt en eru veigaminni.
Áhuga- og dekurmál sjálfskipaðra fagurkera eiga ekkert erindi í útgöldum samfélagsins.
Hvað finnst þér?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:40 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Ég get alls ekki tekið undir með þér að það eigi að fella niður styrki til landbúnaðarmála. Nú þurfum við einmitt að byggja á því sem landið gefur. Ég er heldur ekki sammála þér að það eigi að fella niður styrki til menningarmála. Það má hins vegar taka til rækilegrar skoðunar hvað er verið að styrkja. Menning getur skilað arði. Hún skapar atvinnutækifæri og sum menning skilar framleiðsluafurðum.
Þú lýstir eftir fleiri tillögum. Eg bendi á nýju fræðslulögin. Innleiðing þeirra mun hafa gífurlegan kostnað í för með sér. Þau mun líka skapa ringulreið og óvissuástand. Ekki bara meðal þeirra sem vinna í skólum heldur líka hjá nemendum og foreldrum þeirra. Það er ekki bætandi á óvissuna þannig að mér sýnist einleikið að innleiðingu þessara laga verði frestað og tvær flugur slegnar í einu höggi.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.10.2008 kl. 23:04
Rakel, ég er í minnihluta með sumar af þessum skoðunum mínum. Ég tel að það sé vegna þess að ég er að reyna að vera samkvæmur sjálfum mér með að velja ekki úr þau áhuga- og dekurmál sem eru mér hugstæð. Ég tel mig vera listamann en get ekki skilið hvernig ég geti gert kröfu um að aðrir borgi hugðarefni mín. Ef einhver vill njóta þeirra þá hef ég smávon um að einhver vilji borga fyrir það eitthvert endurgjald.
Menning getur skilað arði og skapað atvinnutækifæri og framleiðsluafurðum það er alveg rétt, en það er bara lítill hluti. Ríkið á bara ekki að moka ofan í misheppnaða hlutann af þessum milljörðum króna.
Það er örugglega hárrétt hjá þér Rakel að fresta mörgu öðru sem þolir bið á meðan við tökum stöðuna. Bygging tónlistarhússins, sem ég var á móti, frestast núna og verður bara ljótur blettur í hjarta Reykjavíkur um næstu misseri okkur til leiðinda áminningar.
Haukur Nikulásson, 15.10.2008 kl. 13:18