Er hægt að lögsækja ríkisstjórn breta fyrir misnotkun eigin laga?

Ég er alveg rasandi yfir því hvernig bretar hafa nú misnotað hryðjuverkalöggjöf til að klekkja á heilli þjóð vegna bankaviðskipta. Lokun Kaupþings í Bretlandi var hreint efnahagslegt hryðjuverk af þeirra hálfu og ég vil hvetja ríkisstjórnina til að hefja athugun á því að hefja skaðabótamál á hendur þeim vegna misnotkunar á hryðjuverkalögum. Það er alveg möguleiki á að þeir falli á eigin bragði.

 


mbl.is Ekki bara hryðjuverkalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Enda eru þetta kommúnistar...

Mér sýnist allar líkur vera á að Brown sé að haugljúga upp á dýralækninn okkar. "Mér skildist á honum" segja menn yfirleitt þegar þeir eru að ljúga, í þessu tilfelli til að beina athyglinni frá eigin getuleysi, óráðsíu og rugli, enda stjórn Breta ljósárum ofar en okkar í þeim efnum.

Ég er ekki í aðdáendaklúbbi Árna Mathiesen, en þarna sýnist mér að verið sé að ljúga upp á hann og gera hann að blóraböggli.

Ingvar Valgeirsson, 10.10.2008 kl. 16:34

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Lesa hér.

Ingvar Valgeirsson, 10.10.2008 kl. 16:35

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég sá að Guðni Ágústsson velti þessi líka fyrir sér og veit að Geir Haarde hefur örugglega sett þennan möguleika inn sem skiptimynt í viðræður við sendinefnd breta. Það virðist sem þetta hryðjuverk breta geti orðið feitur biti lendi hann fyrir breskum dómstól. Ég er núna alveg viss um að þeir eru skíthræddir við þessi afglöp sín sem virkuðu svo hetjuleg og myndug í gær í breskum fjölmiðlum.

Greinin í Vefþjóðviljanum er prýðileg Ingvar, hver svo sem skrifaði hana. 

Haukur Nikulásson, 10.10.2008 kl. 17:58

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Skrýtin tilfinning sem ég hef sjaldan fundið áður - ég er hjartanlega sammála Guðna Ágústssyni og held með Árna dýralækni í deilu...

Ingvar Valgeirsson, 10.10.2008 kl. 21:07

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband